Fréttablaðið - 22.04.2009, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 22.04.2009, Qupperneq 62
42 22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. ílát, 6. 999, 8. aðstoð, 9. lærir, 11. mun, 12. harmur, 14. safna saman, 16. karlkyn, 17. fúadý, 18. sníkjudýr, 20. þys, 21. fyrirhöfn. LÓÐRÉTT 1. langar, 3. verkfæri, 4. eyja í Mið- jarðarhafi, 5. svelg, 7. raf, 10. er, 13. útdeildi, 15. skrambi, 16. nögl, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. vasi, 6. im, 8. lið, 9. les, 11. ku, 12. tregi, 14. smala, 16. kk, 17. fen, 18. lús, 20. ys, 21. ómak. LÓÐRÉTT: 1. vilt, 3. al, 4. sikiley, 5. iðu, 7. merskúm, 10. sem, 13. gaf, 15. ansi, 16. kló, 19. sa. BESTI BITINN Í BÆNUM „Ég er búin að fara núna þrisvar á einni viku að fá mér sushi á Nings. Það er alveg æðis- legt, hollt og gott og hentar vel þegar maður hefur lítinn tíma til að borða. Þetta er eiginlega það eina sem maður leyfir sér núna.“ Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona „Það er námsmannastemning á okkar heimili. Heldur betur,“ segir Logi Bergmann sjónvarps- maður. Logi vinnur nú hörðum hönd- um að lokaverkefni sínu í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands og kona hans, Svanhildur Hólm Valsdóttir, er að skrifa kandíd- atsritgerð í lögfræði. Lokaverk- efni Loga er um kosningahegðun og hefur hann sent nemendum við háskólann könnun þar að lútandi. Hann stefnir að því að útskrifast um næstu áramót en á auk loka- verkefnisins ólokið tveimur próf- um sem hann er að taka núna. „Þetta hefur tekið langan tíma. Ekki kjöraðstæður að vera í skóla akkúrat núna. Það er mikið að gera,“ segir Logi sem nú undirbýr kosningaþátt sem verður á laugar- dagskvöld. Þó Logi sé nú með nefið ofan í námsbókunum verður þátt- urinn ekki fræðilegur. „Þar verð- ur glaumur og gleði og í raun lítil pólitík,“ segir Logi. Hann gerir létt grín að því hversu lang- an tíma námið hefur tekið en það eru um fimmtán ár síðan hann hóf það. Hann hefur lent í ýmsum vanda- málum í tengslum við það. „Já, þetta er algjört rugl. Var að gaufa við þetta með vinnu. Tók mér svo hlé en kom sterk- ur inn aftur. En þetta er varla sama stjórnmálafræðin sem ég er að læra núna og var þegar ég byrjaði. Ég get þó huggað mig við það að Sovétríkin voru ekki lengur til þegar ég byrjaði. Ég rétt missti af þeim.“ Það vinnur svo á móti að starf Loga sem fréttamaður hefur nýst honum vel við námið. - jbg Logi rannsakar kosningahegðun LOGI BERGMANN Sér nú fyrir endann á stjórnmálafræðinámi sínu og útskrif- ast, ef Guð lofar, um næstu áramót. Þrátt fyrir að kvennahljóm- sveitin Elektra, með þær Hara-systur í broddi fylkingar, hafi ekki náð eins langt í Eurovision- keppninni og vonir stóðu til meðal aðstandenda er hljómsveitin síður en svo af baki dottin. Í gærkvöldi var hún í stúdíói við tökur á nýju lagi eftir Dr. Gunna „allstaðar” við eigin texta en upptökustjórn var í hönd- um einskis annars en Örlygs Smára. Þórarinn Þórarinsson fréttastjóri DV var með frekar neyðarlega yfirlýs- ingu á Facebook-síðu sinni nýverið, á þessa leið: „Vörutorg vill vera Facebook-vinur minn. Þótt ég sé desperat segi ég nei takk.“ Í athugasemd kom skömmu síðar orðsending frá Jakob- ínu Davíðsdóttur blaða- manns að Þórarni bæri að tala varlega því eigandi Vörutorgs væri frændi hennar Davíð Smári – sem þá kemur víða við samkvæmt því. Davíð vakti fyrst athygli í Idol- keppninni sem tröllvaxinn söngvari, söðlaði svo algerlega um, skar sig niður og gerðist einkaþjálfari í kjöl- farið. Og nú er það Vörutorgið. Búast má við því að margur tromm- arinn sé spenntur því einhver helsti trymbill íslenskrar tónlistarsögu, sjálfur Pétur Östlund, ætlar að vera með sýnikennslu í Hljóðfærahúsinu/ Tónabúðinni í Síðumúla á laugar- daginn næsta. Pétur gerði garðinn frægan með Hljómum á sjöunda áratugnum en fluttist svo til Svíþjóð- ar þar sem hann hefur starfað með fjölda heimsþekktra tónlistarmanna svo sem „Zoot” Sims, Clark Terry, „Toots“ Thielemans og Niels-Henning Örsted Pedersen svo aðeins brot sé nefnt. Pétur kennir nú trommuleik við Tónlistarháskólann í Örebro í Svíþjóð. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég held að þetta sé rétti vettvangurinn fyrir Egil Einarsson að koma þarna og sýna að hann sé verðugur landsliðsfyrirliði og lands- liðsþjálfari Íslands í póker,“ segir Ólafur Helgi Þorkelsson, formaður mótanefndar Pókersambands Íslands. Pókersambandið blæs til mikillar veislu um kosningahelgina þegar mótaröð á vegum þess heldur áfram á skemmtistaðnum Gullöldinni. Fimmtíu fram- bærilegir spilarar hafa skráð sig til leiks. Ólafur upplýsir að nokkur sæti séu laus. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni stendur mikill styr á milli Pókersambandsins og Egils „Gillzeneggers“ Einarssonar um þær yfir- lýsingar kraftajötunsins að hann sé fyrirliði landsliðsins í póker. Ólafur Helgi telur að Egill geti sannað á mótinu um helgina að hann verðskuldi þá titla sem hann slái um sig með og býðst til að greiða þátttökugjaldið fyrir Egil. Og Egill sjálfur tekur ekki illa í til- boðið. „Þetta er athyglisvert. Ég þarf reyndar að skila spólu á laugardaginn en þetta er alveg þess virði að skoða,“ segir Egill og því ljóst að pókeráhuga- menn gætu hugsanlega orðið vitni að sögulegum viðburði. Egill segir að umræðan um landsliðsfyrirliða- tign sína hafi farið í taugarn- ar á sér og hann gefi lítið fyrir yfirlýsingar fiskanna hjá PSÍ. En að sögn Egils er hugtakið „fiskar“ notað yfir lélega pókerspilara í pókerheimum. „Ég ætla að íhuga þetta, það getur bara vel verið að ég komi þarna og kenni þessum körlum hvernig á að spila póker.“ - fgg Pókersambandið skorar á Gillzenegger STÁL Í STÁL Ólafur Helgi Þorkelsson vill ólmur bjóða Agli Einarssyni á mótaröð Pókersambands Íslands. Egill ætlar að íhuga tilboðið og viðurkennir að það sé freistandi að sýna „fiskunum“ hvernig eigi að spila þennan leik. Kvikmyndafyrirtækið ZikZak hefur keypt kvikmyndaréttinn að barnabók Kristínar Helgu Gunn- arsdóttur, Draugaslóð. Bókin fékk frábæra dóma þegar hún kom út fyrir tveimur árum síðan. Ottó Geir Borg hefur ráðinn til að skrifa handritið eftir bókinni og hann segist vera himinlifandi með verkefnið. „Þessi bók á allt það lof sem hún hefur fengið skilið, hún er alveg frábær,“ segir Ottó sem var staddur heima hjá sér í Mos- fellsbæ með nýfæddan son sér við hlið þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Ottó skrifaði handritið að Ast- rópíu ásamt Jóhanni Ævari Gríms- syni og handritið að Gauragangi, sem er í undirbúningi, ásamt Gunnari Birni Guðmundssyni. Hann kveðst þó ekki vera á góðri leið með að verða að átrúnargoði hjá ungu fólki í ljósi þess að mynd- irnar þrjár voru og eru hugsaðar fyrir ungt fólk. „Nei, ég held að kubbslegur náungi í Mosó sé ekk- ert sérstaklega vel til þess fall- inn að verða átrúnargoð hjá yngri kynslóðinni. Ég held að menn þurfi að hafa útlitið með sér til að vera sæmdir slíkri nafnbót.“ Ottó kann litlar skýringar á því hvers vegna barnabækur hafa ekki verið vinsælt kvikmyndafóður á Íslandi. Upptalning á þeim barna- bókum sem hafa ratað á hvíta tjaldið er ekki löng, helst má nefna Benjamín Dúfu og að sjálfsögðu Jón Odd og Jón Bjarna. „Ég held að menn hafi einblínt of mikið á áhorfendur og hugsað í listrænum og flottum myndum. Það er nefni- lega líka allt í lagi að gera bara skemmtilegar myndir,“ útskýr- ir Ottó og það má til sanns vegar færa. Kvikmyndir fyrir börn og unglinga hafa nefnilega notið tölu- verðrar hylli í kvikmyndahúsum borgarinnar, þegar þær á annað borð rata þangað. Handritshöfundurinn viðurkenn- ir að það sé ekki létt verk að koma barnabók yfir í kvikmyndaformið. En bætir því við að þetta sé þó eitt það skemmtilegasta sem hann hafi gert. „Það er ekkert auðvelt fyrir mann í 36 ára gömlum líkama að skrifa fyrir börn. Að sama skapi er skemmtilegra að búa til ævin- týraheim fyrir börn því þau eiga miklu auðveldara með að meðtaka hann. Fullorðnir geta oft verið svo skeptískir og vantrúa.“ freyrgigja@frettabladid.is OTTÓ GEIR BORG: EKKI BEINT ÁTRÚNAÐARGOÐ HJÁ YNGRI KYNSLÓÐINNI DRAUGASLÓÐ KRISTÍNAR HELGU Á HVÍTA TJALDIÐ SKEMMTILEGASTA VERKEFNIÐ Ottó Geir Borg er að skrifa handrit eftir bók Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, Draugaslóð. Hann segir þetta eitt skemmtilegasta verkefni sem hann hafi fengist við. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ATH ERUM ALDREI FISKLAUSIR NÝR RAUÐMAGI GLÆNÝ STÓRLÚÐA LÚÐUHAUS GELLUR OG KINNAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.