Morgunblaðið - 25.10.2008, Side 4

Morgunblaðið - 25.10.2008, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is FJÁRÖFLUNARTEKJUR sumra aðild- arfélaga Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ, hafa minnkað um 20 til 30 prósent frá því í sept- ember. Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ, kveðst hafa áhyggjur af rekstri félaga bandalagsins almennt þar sem flest þeirra treysti mikið á stuðning almennings og fyr- irtækja. „Þar sem ég þekki best til, það er hjá Blindra- félaginu, koma 80 prósent teknanna í gegnum fjáröflun eða eigin rekstur. Nú er mikill óvissu- tími og menn þurfa væntanlega að setja sig í stellingar til þess að endurskipuleggja fjáröfl- unarstarfsemina,“ segir Halldór. Býst við minni tekjum Hann telur að félagasamtök hafi í minna mæli en íþróttafélög verið með stóra styrktarsamn- inga. Almennt hafi líknarfélög sótt meira til al- mennings vegna styrkja, til dæmis með happ- drættismiðum og styrktarfélögum. „Þær tekjur minnka mögulega enn meir þegar harðnar á dalnum.“ Til þess að fara yfir stöðu mála hefur Halldór sent aðildarfélögum ÖBÍ bréf þar sem hann bið- ur um upplýsingar um hagi þeirra, meðal annars upplýsingar um hvort þau hafi átt hlutabréf eða inneign í peningamarkaðssjóðum. Með fé í peningamarkaðssjóðum „Ég er búinn að fá nokkur svör og af þeim virðist sem menn hafi ekki verið á hlutabréfa- markaði. Það er hins vegar eitthvað um að menn hafi verið með fé í sjóðum. Mönnum var ráðlagt að það væri jafngott og að geyma varasjóðina á bankabók. Aðgengið að þeim væri auk þess betra en að verðtryggðum bókum sem væru bara opnar á ákveðnum tímum.“ Halldór á fastlega von á því að þeim fé- lagsmönnum sem leita til aðildarfélaganna vegna erfiðrar fjárhagsstöðu eigi eftir að fjölga. „Verð hefur verið að hækka og það kemur verst niður á þeim sem hafa lítið á milli handanna. Það hefur verið erfitt fyrir öryrkja á strípuðum bótum að láta enda ná saman og það verður enn erfiðara nú.“ Tekjurnar minnkað um 30 prósent  Fjáröflunartekjur sumra aðildarfélaga ÖBÍ hafa minnkað um 20 til 30 prósent  Nær allar tekjur sumra félaga fást með fjáröflun  Sum eru með fé í peningamarkaðssjóðum Í HNOTSKURN »Öryrkjabandalag Íslandssafnar nú upplýsingum um stöðu aðildarfélaganna í því skyni að verja hag ör- yrkja og sjúklinga. »Bregðast á við í samræmivið þau svör sem berast. »Aðildarfélög Ör-yrkjabandalagsins eru 32 og hafa flest þeirra treyst á stuðning einstaklinga og fyr- irtækja í miklum mæli. »Nær allar tekjur sumrafélaganna fást með ýmiss konar fjáröflun, til dæmis happdrætti. Morgunblaðið/Frikki Áhyggjufullur Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ, segir vandann mikinn. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is VEL gekk að bjarga togaranum Lómi II af strandstað við smá- bátahöfnina í Kópavogi í gær eftir að skipið hafði slitnað frá bryggju við Kópavogshöfn í veðurofsanum í fyrrinótt. Starfsmenn Köfunar- þjónustunnar ehf. voru kallaðir til bjargar og sagði Alexander Stef- ánsson, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, að fyrri tilraun til að ná skipinu á flot á flóðinu aðfara- nótt föstudags hefði ekki rúmast innan þess tímaramma sem árdeg- isflóðið gaf. Þá þegar hafði hann vaktað skipið drjúga stund og metið aðstæður frá fyrsta útkalli. „Vindstrengurinn var þvert á skipið og bryggjuna með þeim af- leiðingum að skipið sleit af sér alla spotta að aftan og hékk í tveimur að framan þegar hringt var í okkur,“ sagði hann. Þegar Alexander mætti á staðinn slitn- uðu festarnar svo að framan og skipið fór á rek. Stöðvaðist það við smábátahöfnina í leðjubotni. „Það var gengið strax í að koma taug- um um borð og snúa stefni skips- ins upp í vindinn, jafnvel að toga það aðeins af stað en það reyndist ekki tími til þess á flóðinu í [fyrri- ]nótt.“ Reynt var aftur á síðdegisflóð- inu í gær og þá gekk allt upp eins til var ætlast. Var sver kaðall tengdur úr skipinu í 50 tonna gröfu og 35 tonna jarðýtu klukkan 14.30. Losnaði skipið þá og var dregið að bryggju. Að sögn Alexanders tóku um 10 manns þátt í björguninni. Hugs- anlega þarf að kafa niður með skipinu til að athuga með skemmdir. Alexander segir að menn hafi óttast aðeins að skipið færi á hlið- ina á strandstað á fjörunni. Þess vegna var settur spotti á stjórn- borðssíðu skipsins til öryggis. „Við hjá Köfunarþjónustunni þekkjum þessa höfn mjög vel og vissum að skipið sæti í leðju. Við vissum að það myndi ekki nást upp nema með rétta búnaðinum.“ Kraftar Taka þurfti duglega á því til að kippa Lómi II af strandstað á síðdegisflóðinu í gær og voru stórvirkar vinnuvélar notaðar til starfans. Lómur sleit af sér allar taugar og rak á land Vel gekk að ná togaranum af strandstað í Kópavogi í gær Utanríkisráðuneytið óskar eftir staðfestum upplýsingum um tilvik þar sem Íslendingar hafa orðið fyr- ir óþægindum eða ósanngjarnri meðferð erlendis, vegna ástandsins í efnahagsmálum. Ráðuneytið legg- ur ríka áherslu á að fá upplýsingar frá fyrstu hendi og eru viðkomandi hvattir til að senda tölvupóst á net- fangið borgarathjonusta@utn- .stjr.is um tilgreind atvik. Markmið ráðuneytisins með þessu er að safna saman upplýs- ingum um atvik af þessu tagi til þess að hægt sé að fá skýra mynd af þeim vandamálum sem að almenn- ingi steðja erlendis í beinum tengslum við núverandi aðstæður og bregðast við eftir atvikum. Slæm meðferð á Íslendingum Ferðaskrifstofa Borgarlottó Dublin Verð frá:30.okt. – 4nætur 49.900kr. Á mann miðað við 2 í herbergi í 4 nætur. Flug og gisting, morgunverður, flugvallaskattar og íslensk fararstjórn. Þú velur áfangastaðinn en tekur þátt í lottóinu um hvaða gistingu þú lendir á. Viku fyrir brottför staðfestum við á hvaða gististað þú ferð! Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is VEÐURSTOFAN gaf í gærkvöldi út viðvörun um að búist væri við norðanstórhríð norðanlands með norðvestan 18-25 m/s. Snjóflóða- deild Veðurstofunnar lýsti yfir við- búnaðarstigi vegna snjóflóðahættu norðanlands. Víða um land var ófært eða þæf- ingsfærð vegna stórhríðar eða skafrennings. Varað var við hálku og éljagangi og fólk minnt á að kanna vel stöðuna áður en farið væri af stað. Brjálað veður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.