Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 „ÞAÐ þarf ekki flókna hagfræði til að sjá að hlutverk hins opinbera er frekar að framkvæma á krepputím- um en á þenslutímum svo fremi sem bolmagnið sé til staðar,“ segir Ell- iði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjabæ. Svo sé í Eyjum og því verði tilboð í 4.000 fermetra knatthús opnuð og skoðuð 11. nóv- ember. „28 aðilar hafa sótt tilboðs- gögn og vonandi getum við tekið nýtt hús í notkun árið 2009. Það eina sem getur breytt því er að til- boðin víki verulega frá áætlunum okkar,“ segir hann. „Hjá Vestmannaeyjabæ höfum við haldið að okkur höndum á með- an þenslan var hvað mest og ein- beitt okkur að hagræðingu í rekstri. Við getum því framkvæmt nú þegar kreppir að og atvinnu- leysi er yfirvofandi víða.“ gag@mbl.is Eiga fé til framkvæmda Í DAG, laugardag, kl. 16 verður farin kyndilganga frá Austurvelli að Ráðherrabústaðnum undir slag- orðinu Rjúfum þögn ráðamanna. „Mætum öll á Austurvöll, til að hittast, til að sýna fram á að við höf- um rödd, að við erum til. Sýnum hvert öðru samhygð, að við stönd- um saman, og ef ekki einfaldlega til að finna að við erum ekki ein – og að við finnum til,“ segir í tilkynn- ingu. Fjöldi fólks hefur tilkynnt þátt- töku og hafa nokkur félög og sam- tök sent pósta á sína félagsmenn, s.s. Samband ungra framsókna- manna, Samband ungra vinstri grænna og Femínistafélagið. For- maður Kvenréttindafélagsins og formaður Neytendasamtakanna hafa líka tilkynnt þátttöku. Rjúfum þögn ráðamanna MIKIL uppsveifla er í loðdýrarækt að sögn Björns Halldórssonar, for- manns Sambands íslenskra loð- dýrabænda, en aðalfundur samtak- anna var haldinn nýverið. Margt kemur til. Þrátt fyrir að einungis sé starfandi 21 minkabú á landinu hef- ur fjöldi dýra aldrei verið meiri. Út- flutningsverðmæti íslenskra skinna í fyrra var um 600 milljónir króna og er það met. Formaðurinn sagði jafnframt að miðað við núverandi rekstarumhverfi væri mikið sókn- arfæri í loðdýrarækt og stórefla bæri atvinnugreinina nú þegar æ háværari raddir heyrðust um það að gjaldeyrisöflun væri það sem helst gæti bjargað Íslandi úr þeim þrengingum sem nú steðja að. Loðdýrarækt í blóma ÍSLENSKA kokkalandsliðið lenti í 10. sæti á Ólympíumóti mat- reiðslumeistara sem fram fór í Er- furt í Þýskalandi, en 32 þjóðir kepptu á Ólympíuleikunum. Það var norska liðið sem hreppti 1. sæti. Íslenska liðið fékk 2 gull og 2 silfur sem er besti árangur liðsins fram að þessu. Kjötbankinn og Dreifing hafa í tilefni af þessum árangri ákveðið að styrkja kokkalandsliðið um 100.000 kr. og skora á önnur fyr- irtæki og velunnara að gera slíkt hið sama. Okkar kokkar í 10. sæti STUTT Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is FORMENN stjórnarandstöðuflokk- anna eru gagnrýnir á þær málalykt- ir að ríkisstjórnin leiti á náðir Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) þar sem allar aðrar leiðir hafi lokast. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, er andvígur því að form- legt erindi verði sent til sjóðsins. Hann telur að önnur úrræði hafi ekki verið reynd til þrautar. „Menn hefðu átt að reyna að halda fleiri dyrum opnum, eins og þeim sér- staklega að reyna að þræða upp samstarf við hin Norðurlöndin. Ég hefði talið miklu æskilegra að ná saman einhverjum norrænum pakka, til dæmis undir forystu Norðmanna. En þetta er allt á for- sendum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og undir hans stjórn og hans sam- ræmingu og á grundvelli hans skil- mála,“ segir Steingrímur. Nauðvörn að leita til sjóðsins Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir einnig ríkisstjórnina fyrir að leiða þjóðina í slíkt öngstræti að eina leið- in út sé slík nauðvörn. „Íslenska rík- isstjórnin brást ekki við eins og hún átti að gera af fullri einurð og hörku gagnvart Bretum. Þau ummæli for- sætisráðherra Breta að við værum gjaldþrota þjóð hafa í raun ekki ver- ið leiðrétt og ég held að við það hafi allar dyr lokast á aðstoð þeirra þjóða sem þó voru líklegar til þess að hjálpa.“ Hann segir þessar fáu vikur í október vera langar í sögu þjóð- arinnar en aðkoma sjóðsins nú muni vonandi verða til þess að dyr opnist að nýju til vináttuþjóða okkar. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segir lánsupphæðirnar sem um er rætt geigvænlegar og engan veginn sé hægt að láta sér lítast vel á þau drög sem fyrir liggja. „En við erum kannski að taka þann eina kost sem við áttum. Við getum ekki hlaupið hvort sem er, þetta er neyð- arúrræði.“ Ríkisstjórnin ber ábyrgðina ein Formennirnir leggja allir áherslu á að stjórnarandstöðuflokkarnir taki ekki ábyrgð á þessum gjörðum rík- isstjórnarinnar. Hún hafi kosið að vinna þetta ein. „Það er auðvitað mjög ámælisvert líka hve lítið Al- þingi hefur komið að þessu og nán- ast ekki neitt. Þannig að rík- isstjórnin tekur sér hér geysilega mikið vald. Ég hefði talið að Alþingi hefði þurft að koma beint að þessu máli með sjálfstæðum hætti,“ segir Steingrímur. Þeir segjast uggandi vegna þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað eftir samkomulagi við IMF og hafa áhyggjur af þeim skil- yrðum sem okkur verði sett. „Ég geri þann fyrirvara fyrir mína parta að skilyrði um hækkun vaxta eru ekki aðgengileg í núver- andi stöðu. Ég held að það hjálpi hvorki okkur né atvinnulífinu eins og nú er háttað,“ segir Guðjón Arnar. Guðni tekur í sama streng og segir vaxtahækkun helsta áhyggjuefnið. „Hér er ekki nein eftirspurn- arverðbólga, hér er allt að frjósa fast og við þurfum eins og aðrar þjóðir að lækka vextina sem hraðast en ekki keyra þá upp á nýjan leik.“ Jafnframt telja þeir allir óvið- unandi að hjálp IMF fylgi einhver skilyrði um samninga við Breta og Hollendinga. „Það er þarna óbein tenging, þótt reynt sé að gera lítið úr því en hún er því miður til staðar og af því hef ég miklar áhyggjur,“ segir Steingrímur. Guðni tekur undir en segist þó bjartsýnn á framhaldið. „Ég held að hér séu ýmsir mögu- leikar og við eigum með markvissri stefnu að geta unnið okkur út úr þessu á tiltölulega stuttum tíma.“ Gagnrýnivert að leiða þjóð- ina inn í slíkt öngstræti Aðkoma Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins neyðarúrræði Morgunblaðið/Golli Formenn Að loknum fundi með ráðherrum í Ráðherrabústaðnum í gær ræddu formennirnir við blaðamenn. Í HNOTSKURN »Vinstri græn hafa óskaðeftir opnum fundi í efna- hags- og skattanefnd Alþingis í dag þar sem upplýst verði um skilmála IMF og þeir skýrðir. »Jafnframt óskar flokk-urinn þess að fundurinn verði opinn fjölmiðlum og al- menningi öllum. »Fráleitt er að mati VG aðleita til IMF án þess að Al- þingi fjalli áður um samnings- forsendur Íslendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.