Morgunblaðið - 25.10.2008, Side 13

Morgunblaðið - 25.10.2008, Side 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is VIÐSKIPTANEFND Alþingis er nú að kanna, að beiðni þingflokks Vinstri grænna, hvort hægt sé að kyrrsetja eignir íslenskra auð- manna sem tengjast þeim bönkum og fjármálafyrirtækjum sem hafa komist í þrot undanfarnar vikur. VG vilja með þessu koma í veg fyr- ir að þeir geti komið eignum und- an. Það er auðvelt að skilja þá sem finnst það hið mesta réttlætismál að aðaleigendur þessara félaga, sem í mörgum tilfellum eiga enn verulegar eignir, borgi þær kröfur sem nú beinast að ríkinu og þar með almenningi vegna gjald- þrotanna. Það er hins vegar ekki þar með sagt að þeim beri skylda til þess samkvæmt lögum. Ekki persónulega í ábyrgð Ef litið er til bankanna verður að hafa í huga að um var að ræða hlutafélög. Meginreglan er sú að það er hlutafélagið sjálft sem er ábyrgt fyrir kröfum sem að því beinast en ekki einstakir hluthafar eða stjórnendur. Hafi hlutafjáreig- andi í banka ekki lagt eignir sínar að veði fyrir hlutnum, s.s. glæsihús, jeppa, sportbíla, einkaþotur eða -snekkjur, er ekki sjálfkrafa hægt að ganga að eignunum þótt bank- inn fari á höfuðið. Þetta á jafnt við um stóra sem litla hluthafa. Öðru máli gegnir leiki grunur á að viðkomandi hafi framið brot, t.d. í tengslum við stjórnarsetu í banka, því þá getur sá hinn sami verið persónulega ábyrgur fyrir tjóninu sem af því leiðir. Komi til saka- málarannsóknar getur lögregla lagt hald á fjármuni sem tengjast brotinu og dómstólar geta síðan gert þá upptæka til ríkissjóðs. Þar með væri auðvitað hægt að nota peningana til að greiða niður skuld- ir ríkissjóðs. Sýni fram á skaðabótaskyldu Stefán Már Stefánsson, prófess- or við lagadeild Háskóla Íslands, bendir á að ef einhver ein- staklingur telji sig eiga kröfur á hendur stjórnendum eða eigendum bankanna geti hann farið fram á kyrrsetningu hjá sýslumanni. Fylgja þurfi slíkri kyrrsetningu eftir með sérstöku staðfesting- armáli þar sem m.a. reynir á hvort viðkomandi eigandi eða stjórn- armaður sé bótaskyldur. Yfirleitt er þess krafist að sá sem biður um kyrrsetninguna leggi fram tryggingu því kyrrsetningin sem slík getur bakað þeim sem verður fyrir henni tjón. Stefán Már telur beiðni VG fremur óskýra og því erfitt að taka afstöðu til hennar. „Auðvitað er langbest að eiga við þetta innan gildandi lagareglna,“ segir hann. „Þetta er bara venjulegt mál, að vísu mjög umfangsmikið og mikil verðmæti í húfi.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, formað- ur viðskiptanefndar, segir að lög- fræðingar nefndarinnar séu að skoða lagaumhverfi hér á landi og kanni jafnframt hvernig þessum málum sé háttað í nágrannalöndum okkar. „Í þessum efnum útiloka ég ekki neitt,“ segir hann. Kyrrsetning ekki í hendi Morgunblaðið/Golli Einka Það er óvíst að einkaþotur hafi verið settar að veði fyrir eignarhlut í bönkunum. Þessar tengjast umfjöllunarefninu ekki, svo vitað sé.  VG vilja kyrrsetja eignir auðmanna  Eigendur eru yfirleitt ekki bótaskyldir þegar hlutafélög verða gjaldþrota  „Þetta er bara venjulegt mál, að vísu mjög umfangsmikið og mikil verðmæti í húfi“ ÞINGFLOKKUR Vinstri grænna vill að kannaðar verði lagalegar for- sendur til að kyrrsetja tímabundið allar eignir innlendra fjármálafyr- irtækja sem komist hafa í þrot, eigenda þeirra og tengdra aðila hér á landi. Einnig að lagt verði hald á eignir þeirra erlendis og eft- ir atvikum verði þær heimtar til landsins. Slíkar tímabundnar heimildir sé nærtækast að setja sem viðbótarákvæði í neyðarlögin og stefna að lögfestingu þeirra í næstu viku. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokksins, segir að VG hafi í huga stóra eigendur bankanna og stjórnendur sem hafi persónulega mikilla hagsmuna að gæta. VG mælast í raun til þess að eignirnar verði kyrrsettar án þess að rök- studdur grunur hafi vaknað um að eigendur þeirra hafi framið afbrot. „Þessir hlutir gerast allir mjög hratt og það er það sem við ótt- umst að kunni að gerast; að menn skáki eignum sínum út af taflborð- inu,“ segir Ögmundur. Sú krafa rísi mjög hátt í þjóðfélaginu að þeir sem beri ábyrgð á að hafa sett þjóðina gjörsamlega á hliðina skjóti ekki sínum eignum undan. . „Og almenningur verði ekki látinn opna sínar pyngjur fyrr en öll önn- ur úrræði sem varða þessa aðila hafa verið tæmd.“ Eignum verði ekki skákað út af taflborðinu Allir regnbogans litir og fleira flott, girnilegur matur og margt svo gott. Opið 10–18 í dag Komdu í heimsókn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.