Morgunblaðið - 25.10.2008, Side 20
20 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008
Stuðningur Atli Ásmundsson og Gary Doer á fundi sínum í gær.
Einlægustu vinir
Íslands í Manitoba
ATLI Ásmundsson, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, og Gary Doer, for-
sætisráðherra Manitoba í Kanada, áttu í gær fund um stöðu mála á Íslandi.
„Hann bað fyrir kveðjur til þjóðarinnar og ráðamanna og lýsti yfir stuðn-
ingi við okkur í þessari erfiðu baráttu,“ segir Atli.
Forsætisráherrann hefur sótt Ísland heim þrisvar sinnum og á marga
vini á Íslandi. „Ég minnist Íslands í bænum mínum og þið megið vita af vin-
áttu minni og annarra Manitoba-búa,“ hefur Atli eftir Doer. Hann bætir við
að forsætisráðherrann sé sannfærður um að Ísland vinni sig út úr vanda-
málunum með dugnaði sínum og þrautseigju.
Fólkið hugsar heim
„Við erum djúpt snortin yfir samhug og stuðningi sem hvarvetna er að
finna meðal fólks af íslenskum ættum hér vestra,“ segir Atli. „Allir vilja fá
sem nákvæmastar fréttir af stöðunni og sumir eru með tárin í augunum yf-
ir ástandinu. Fólkið hugsar heim og hefur áhyggjur af kunningjum og ætt-
ingjum og augljóst er að Ísland á hvergi einlægari vini en einmitt hér, en
ég hef reynt að hitta og vera í sambandi við eins marga og ég kemst yfir.“
John Harvard, fylkisstjóri Manitoba, hafði einnig samband við Atla í
gær, en hann og kona hans Leonore Berscheid eru bæði af íslenskum ætt-
um. „Harvard var vel upplýstur um stöðuna enda fylgist hann mjög vel
með flestu á Íslandi,“ segir Atli. „Hann bað fyrir kveðjur heim og bestu
óskir til þings og þjóðar á þessum erfiðu tímum.“ Atli segir ennfremur að
James Bezan, þingmaður á Kanadaþingi, hafi lýst yfir við sig mjög afdrátt-
arlausum og miklum stuðningi við Ísland og Janis Guðrún Johnson öld-
ungadeildarþingmaður hafi haft sig mjög í frammi og talað máli Íslands
alls staðar það sem hún hafi komið því við. „Hún hefur verið óþreytandi í
baráttunni fyrir íslenskum málstað,“ segir Atli. steinthor@mbl.is
SAMNINGANEFND Landssam-
bands lögreglumanna, LL, hefur
náð samkomulagi við samninga-
nefnd ríkisins um
kjarasamning og
er hann á sömu
nótum og samn-
ingar BSRB.
Snorri Magn-
ússon, formaður
LL, segir að lög-
reglumenn fái
20.300 kr. hækk-
un, en að öðru
leyti verði kjörin
óbreytt. Í október í fyrra fengu lög-
reglumenn 30.000 kr. álagsgreiðslu,
sem átti að falla niður 31. október í
ár, en lögreglumenn sættu sig ekki
við það og af því varð ekki.
Samkvæmt samkomulaginu gildir
samningurinn frá 1. október til 31.
maí á næsta ári. „Í ljósi aðstæðna í
þjóðfélaginu er ekki annað hægt en
afgreiða þetta svona,“ segir Snorri.
Hann bætir við að lögreglumenn
hefðu viljað fá miklu meira, „en í
ljósi stöðunnar erum við sáttir. Við
erum að leggja okkar af mörkum til
þess að koma þjóðarskútunni aftur
á flot“.
Á næstu dögum verður samning-
urinn kynntur félagsmönnum og í
kjölfarið verður kosið um hann en
kosningunni verður að vera lokið
fyrir 10. nóvember. steinthor@mbl.is
Samið við
lögreglu-
menn
Á sömu nótum og
aðrir samningar
Snorri
Magnússon
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
„ÉG tel að það sé algjörlega og full-
komlega ljóst af hendi Evrópusam-
bandsins að þátttaka í ERMII eða
evrunni með einhvers konar sam-
komulagi er óhugsandi,“ segir Að-
alsteinn Leifsson, stjórnmálafræð-
ingur við Háskólann í Reykjavík.
Evrópska myntkerfið er nokkurs
konar sía sem ríki
verða að fara í
gegnum áður en
þau fá að taka
upp evru. Mark-
miðið er að koma í
veg fyrir óróa á
gengismörkuðum
þeirra landa sem
ekki hafa tekið
upp evruna, með
því að samstilla
aðgerðir í efna-
hags- og peningamálum. Vikmörk ís-
lensku krónunnar yrðu þannig
tryggð með fastri gengisskráningu
gagnvart evrunni, eins og gert er
t.a.m. í Danmörku sem hefur verið
aðili að ERMII frá upphafi árið 1999.
Lágmarkið tveggja ára aðild að
Evrópska myntkerfinu, án mikillar
verðbólgu eða gengissveiflna, hefur
hingað til verið skilyrði þess að ríki
geti tekið upp evruna, en til þess að
fá aðgang að myntkerfinu þarf fyrst
að sækja um ESB-aðild. Það á bæði
við um upphaflegu evrulöndin sem
og þau sem hafa bæst við síðar.
Engin fordæmi eru um und-
anþágur frá þessu skilyrði og Að-
alsteinn telur útilokað að Ísland fái
aðra meðferð. Einhvers konar til-
slakanir frá ESB eftir að við erum
orðin umsóknarríki og höfum lýst yf-
ir eindregnum vilja um aðild séu
hugsanlegar, en ekki fyrr. „Allt ann-
að er villuljós sem væri mjög skað-
legt að elta frekar vegna þess að
svörin frá Evrópusambandinu eru
skýr um að það sé ómögulegt.“
Hins vegar bendir Aðalsteinn á að
rík saga sé fyrir því að ESB komi til
móts við væntanleg aðildarríki. Þær
Austur-Evrópuþjóðir sem gengið
hafa í ESB undanfarin ár, s.s. Eist-
land, Lettland og Litháen, hafi t.d.
öll notið margs konar aðstoðar og
styrkja í aðildarferlinu. Að sama
skapi myndi yfirlýsing um að Ísland
ætlaði sér að sækja um aðild og taka
upp evruna samstundis hafa áhrif á
markaðinn.
„Þá vita menn að með þeim
skammtímaaðgerðum sem eru óhjá-
kvæmilegar núna með stuðningi
IMF er jafnframt stefnt að einhverju
til langframa,“ segir Aðalsteinn.
Hann nefnir sem dæmi að þegar
markaðurinn meti skuldatrygg-
ingarálag okkar næstu 5 árin myndi
sú vitneskja að Ísland yrði innan
þess tíma orðið hluti af ESB breyta
verulega skynjun manna á þeirri
áhættu sem fylgi því að eiga viðskipti
við íslensk fyrirtæki.
Eins og staðan sé í dag sé erfitt að
finna nokkurs staðar fjárfesti
reiðubúinn að fjárfesta í íslensku fyr-
irtæki vegna þess hve ástandið er
ótryggt. „En þegar þessi framtíð-
arsýn er skilgreind gjörbreytist sú
mynd og það myndi strax hafa já-
kvæð áhrif. Að sama skapi myndi sú
yfirlýsing að við ætluðum aldrei að
sækja um aðild hafa neikvæð áhrif.“
Aðild að ESB
er fyrsta skrefið
Aðalsteinn
Leifsson
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
LANDSSAMBAND smábátaeigenda krefst þess að drag-
nótaveiðar verði færðar út fyrir 3 mílur frá ströndum
landsins og að togveiðar verði umsvifalaust færðar út fyrir
12 mílur.
„Menn eru æfir yfir þessari þróun,
sem hefur orðið með dragnótaveiðar
við landið og þessa svokölluðu þriggja
mílna togara sem eru náttúrlega stærð-
arinnar togarar,“ segir Arthur Boga-
son, sem var kjörinn formaður LS í 24.
sinn á aðalfundi sambandsins í gær.
Hann segir þróunina vera í hróplegu
ósamræmi við það sem gerist á alþjóða-
vettvangi og umræðuna erlendis, þar
sem rætt hafi verið um að banna togveiðar. „Menn vilja sjá
þetta fært út úr flóum og fjörðum og að þessir sauðar-
gærutogarar verði settir á sinn stað fyrir utan 12 mílur.“
Meiri atvinna með hærri línuívilnun
„Innheimta auðlindagjalds af sjávarútveginum við
ríkjandi aðstæður er bókstaflega fáránleg,“ segir í ályktun
fundarins. Aðalfundurinn beinir því líka til stjórnvalda að
þau geri þegar í stað ráðstafanir um raunhæfa aðlögun
lána að því rekstrarumhverfi sem framundan sé í smá-
bátaútgerð. Frysting lána sé skref í áttina en aðeins
skammtímalausn.
Arthur segir að smábátasjómenn hafi áhyggjur af geng-
isþróuninni. Lán hafi hækkað um allt að helming á stuttum
tíma og margir sjái eignir sínar gufa upp auk þess sem at-
vinnuleysi fari vaxandi.
„Það er fátt þjóð óhollara en að hafa ekkert að gera,“
segir Arthur og vill að sjávarútvegsráðherra hækki línu-
ívilnun verulega, setji hana á alla krókabáta, og skapi
þannig fjöldann allan af störfum. Íslendingar hafi ekki vilj-
að vinna í sjávarútvegi í nokkurn tíma en þeir hafni ekki
störfunum þegar ekki verði annað að hafa. Með þessari
breytingu skapist mikil vinna og mikil verðmæti enda fisk-
urinn góður. „Við teljum það mjög snjallt ráð í þessu
ástandi, sem er að fara í hönd, að horfa í þessa átt,“ segir
hann og leggur áherslu á að þetta séu umhverfisvænar
veiðar. „Smábátar eyða mun minni olíu en stærri skip mið-
að við veitt magn úr sjó,“ segir formaðurinn.
Sauðargærutogarar
fari út fyrir 12 mílur
Arthur Bogason
Í ÁLYKTUN aðalfundar
LS kemur m.a. fram að
smábátaútgerðin standi
í fullkominni óvissu um
framtíðina, líkt og sjáv-
arútvegurinn í heild og
flestar atvinnugreinar í
landinu, og krafist er
verulegrar aukningar á
þorskkvóta nú þegar.
Fram kemur að vís-
indamenn Hafrann-
sóknastofnunarinnar
harðneiti að taka
minnsta mark á þeirri
eindregnu skoðun veiði-
manna, hringinn í kring-
um landið, að ástand
þorskstofnsins gefi ekk-
ert tilefni til að skera
veiðiheimildir niður fyrir
öll söguleg lágmörk.
„Hafrannsóknastofn-
unin skuldar þjóðinni
skýringar á því hvaða
vitneskju hún bjó yfir
varðandi íslenska þorsk-
stofna, sem Alþjóða-
hafrannsóknaráðinu var
ókunnugt um.“
Vilja aukinn kvóta strax
JURIS & Juris heldur tónleika í
Lava, sal Bláa lónsins, sunnudaginn
26. október. Píanódúettinn hefur
notið velgengni og komið fram víða
um heim.
Hamsa Al-Wadi Juris og Carlos
Juris spila fjórhent á píanó. Á tón-
leikunum verða flutt valin verk eft-
ir Tsjajkovskíj, Rachmaninov, De-
bussy og Grieg.
Spila fjór-
hent á píanó
EF til umsóknar að Evrópusam-
bandinu kæmi má áætla að það
yrði í fyrsta lagi eftir fjögur ár
sem íslensku krónunni yrði
skipt út fyrir evruna.
„Ef við sækjum um aðild að
ESB fyrir lok þessa árs og höld-
um vel á spöðunum í ferlinu
gætum við fengið aðild mögu-
lega 1. janúar 2010,“ segir Að-
alsteinn. Þá tæki við umsókn
um aðild að myntsamstarfinu.
Olli Rehn, sem fer með stækk-
unarmál sambandsins, segir að
Íslendingar gætu fengið það í
gegn á 1-3 mánuðum eftir inn-
göngu í ESB. „Þá erum við þar í
tvö ár og sýnum fram á að við
uppfyllum þau skilyrði sem sett
eru og takist okkur það getum
við tekið upp evru sem lögeyri 1.
janúar 2013,“ segir Aðalsteinn.
ERM II við aðild