Morgunblaðið - 25.10.2008, Side 24

Morgunblaðið - 25.10.2008, Side 24
24 Daglegt lífVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 minna hér og það er í anda þeirra viðhorfa sem mjög margir hafa,“ segir Sigurður. „Um daginn fékk ég langa ræðu frá leigubílstjóra sem sagði að öll samúð Breta væri í okk- ar garð, það væri skelfilegt að þessi litla, friðsama og rólega þjóð þyrfti að lenda í erfiðleikum. Ég fór með sjúkling til læknis nýlega og var um- vafinn skilningi og hlýju frá öllu starfsfólkinu á læknastofunni sem ég hef komið reglulega á í nokkur ár. Ég hef aldrei fengið aðrar eins móttökur á þeirri stofu. Maki sjúk- lingsins sagði mér hins vegar að þegar þau hjónin ætluðu að borga með greiðslukorti á hóteli hefði af- greiðslumaðurinn sagt, þegar hann uppgötvaði að þau væru Íslend- ingar, að þau gætu ekki notað kort heldur yrðu að borga með pen- ingum. Ég bað um skriflega stað- festingu þess að þetta væri stefna viðkomandi hótels, sem svo reyndist ekki vera. Maður verður að setja mörk. Fólk hefur sagt mér frá neikvæð- um athugasemdum sem það hefur fengið vegna þjóðernis síns. Háð og neikvæðar athugasemdir segja svo miklu meira um þann sem mælir þær en um fólkið sjálft. Einhverjir Íslendingar segja að þeir séu ekkert að flagga þjóðerni sínu þessa dag- ana. Það finnst mér leitt því við eig- um að vera stolt af því að vera Ís- lendingar. Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að þeir Íslendingar sem hafa orðið fyrir óþægindum eða ósanngjarnri meðferð erlendis vegna ástandsins í efnahagsmálum staðfesti upplýsingar um slík tilvik með því að senda borgaraskrifstofu ráðuneytisins tölvupóst og ég hvet fólk til þess að gera það. Það hefur verið gefandi og gott að fylgjast með sendiherra, samstarfsfólkinu í sendiráðinu og fleirum sem hafa haldið ró sinni og unnið störf sín undir þessu álagi af fagmennsku eins og endranær.“ Samhjálp og samhugur Er þörf á mikilli aðstoð við náms- menn og þá sem misst hafa vinnu? „Fólk á erfitt með að koma og biðja um hjálp. Námsmenn eiga í Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is S igurður Arnarson, prestur íslenska safnaðarins í Lundúnum, veitir Íslend- ingum á Bretlandseyjum margvíslega aðstoð enda er þörfin mikil þessa dagana. Ís- lendingar á Bretlandi hafa misst vinnu og námsmenn eiga í erf- iðleikum. „Ég veiti öðruvísi aðstoð en oft áður,“ segir Sigurður. „Um fjörutíu Íslendingar hafa misst vinn- una í bankakerfinu hér í Lundúnum. Sumar fjölskyldur og einstaklingar eru á heimleið til Íslands en aðrir eru með skuldbindingar til dæmis varðandi húsnæði sem þeir eiga erf- itt að losa sig undan og eins er fólk með börn í skólum og vill síður að þau hverfi frá námi allt í einu. Þetta fólk ætlar að þreyja þorrann og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég þjóna líka Íslendingum í Lúx- emborg og þar er um átta hundruð manna samfélag Íslendinga. Þar hafa sextíu manns misst vinnu. Þetta snertir um tvö hundruð manns, hátt í 25 prósent af öllum Ís- lendingum á svæðinu. Ég hef hringt eða sent tölvuskeyti til þessa fólks og látið það vita að verið sé að hugsa til þess og hvet það til að hafa sam- band ef það kærir sig um. Ég hitti Íslendinga hér á Bretlandi og ræði við þá. Ég reyni líka að heimsækja fólk, til dæmis eldri Íslendinga sem hafa búið hér í áratugi. Fólk er kvíð- ið og mörgum líður illa þótt það hafi ekki verið búsett á Íslandi lengi. Ég er fyrst og fremst að sýna nærveru og kærleika eins og mér ber. Það að vera prestur er ekki starf, það er lífsmáti.“ Tölvuskeyti frá erkibiskupi Sigurður segist víða mæta hlýju viðmóti Breta og annarra. Hann og norrænu prestarnir í Lundúnum hafa hist vikulega og farið yfir stöð- una og um síðustu helgi var fjár- söfnun í finnskri messu fyrir Íslend- inga í London. Honum barst á dögunum tölvuskeyti frá Rowan Williams, erkibiskup af Kant- araborg, þar sem biskup segist gera sér grein fyrir að Sigurður sé undir miklu álagi í starfi sínu vegna stöðu efnahagsmála á Íslandi. Erkibisk- upinn segist tilbúinn að veita þá að- stoð sem hann geti og Sigurður og störf hans séu í bænum hans og þau séu metin af biskupakirkjunni. „Þetta skeyti gladdi mig mjög sem og dýrmætur og frábær stuðn- ingur norrænna starfssystkina erfiðleikum með að millifæra og taka á móti peningum að heiman. Þeir eiga því sumir ekki fyrir húsa- leigu og það kreppir verulega að. Ég hafði samband við tvo íslenska fisk- innflytjendur á Húmbrusvæðinu sem hafa sent hingað fisk sem er til sölu á vægu verði og gefins ef á þarf að halda. Við Íslendingarnir á svæð- inu reynum að styðja hvert annað eins og við getum. Margt fallegt hef- ur gerst. Persónulegur vinur minn sem starfar hér sem geðlæknir hringir í mig að jafnaði kvölds og morgna til að heyra hvernig gengur og gefa góð ráð. Það ríkir samhjálp og samhugur. Fólk er að bjóða fram hjálp sína á mismunandi hátt. Fólk hittist og talar saman. Til dæmis vissi íslenskur kerfisfræðingur sem vinnur hjá fyrirtæki hér í Lund- únum af lausum störfum og lét vita og þangað hafa borist umsóknir frá íslenskum bankastarfsmönnum. Ís- lenskur fasteignasali í úthverfi í suð- urhlutanum, giftur breskri konu til margra ára, hefur boðið ráðgjöf í sambandi við húsnæðisvandræði og langtímaleigusamninga sem fólk á erfitt með að standa við. Það eru alls kyns dæmi á þessa vegu sem sýna að fólk stendur saman og reynir að aðstoða aðra eftir mætti.“ Þú ert prestur, en varla eru allir trúaðir sem þú ræðir við. Talarðu við þá um trú? „Já. Ég er þjónn Guðs og kem fram sem þjónn hans í trú. Þar eru fyrirgefning, trú von og kærleikur drifkrafturinn. Sigurbjörn Ein- arsson biskup sagði eitt sinn að leit- in að Guði væri trú. Ef maður gleymir samferðafólki sínu í þessu lífi þá er maður að afneita þeim Drottni sem elskar alla jafnt. Það er mitt leiðarljós að muna eftir sjálfum mér og samferðafólki mínu. Það er ekki skilyrði fyrir samskiptum við fólk að það trúi á Guð. En það er ekki spurning að það er meiri þörf fyrir andlegt líf í þessum aðstæðum. Og með lífi mínu og breytni vitna ég um kristna trú og lífsafstöðu.“ Á Íslandi ríkir víða mikil reiði og fólk spyr hver eigi sökina á þeim erfiðleikum sem steðja að. Eru svip- aðar tilfinningar í gangi meðal Ís- lendinga á Bretlandi? „Í aðstæðum eins og við erum í, hvort sem um er að ræða Íslendinga á Íslandi eða á Bretlandi, gengur fólk í gegnum sorgarferli. Þá blossa tilfinningarnar upp, þar á meðal reiði, doði, angist og sektarkennd. Það er í sjálfu sér eðlilegt að fólk verði reitt og vilji að einhverjir verði kallaður til ábyrgðar. Menn munu verða kallaðir til ábyrgðar en eigum við að eyða miklum krafti í þá kröfu? Við gerum kröfur til annarra en verðum líka að spyrja okkur að því hvaða kröfur við gerum til sjálfra okkar. Oft er verið að benda á ein- hverja aðra og dæma þá. Getum við ekki líka litið í eigin barm? Við verð- um að huga að því hvernig við ætl- um að vinna okkur út úr þessum að- stæðum og þá er mikilvægt að við snúum bökum saman. Við erum ábyrg fyrir eigin lífi en við verðum líka að huga að því að forgangsraða rétt. Hvað skiptir mestu máli í þessu lífi? Er það hið ytra eða er það hið innra? Hver eru hin sönnu gæði þessa lífs?“ Sorg er alltaf sorg Þú lærðir sálgæslu í Bandaríkj- unum. Hefur það nám nýst þér núna? „Það er enginn vafi í mínu hjarta að sú reynsla hefur nýst mér í þess- um aðstæðum sem og prestsþjónusta í nokkur ár í Grafarvogsprestakalli. Í náminu í Bandaríkjunum var ég lát- inn róa á mín eigin sálarmið, gera mér vel grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum og samþykkja mig eins og ég er. Það var ekkert smá ferðalag. En mikið var það gott! Svona eftir á, oft tók það nú hressi- lega á. Eitt besta ár ævi minnar til þessa var þetta nám. Hluti af því fólst í sálgæsluvinnu inni á spítala. Sá spítali er svipaður að stærð og Landspítalinn og þar fór ég á vaktir Starfið Það að vera prestur er ekki starf, það er lífsmáti. » „Ef maður gleymir samferðafólki sínu í þessulífi þá er maður að afneita þeim Drottni sem elskar alla jafnt. Það er mitt leiðarljós að muna eft- ir sjálfum mér og samferðafólki mínu. Það er ekki skilyrði fyrir samskiptum við fólk að það trúi á Guð. En það er ekki spurning að það er meiri þörf fyrir andlegt líf í þessum aðstæðum. Og með lífi mínu og breytni vitna ég um kristna trú og lífs- afstöðu.“ » „Fólk hefur sagtmér frá neikvæðum athugasemdum sem það hefur fengið vegna þjóð- ernis síns. Háð og nei- kvæðar athugasemdir segja svo miklu meira um þann sem mælir þær en um fólkið sjálft. Ein- hverjir Íslendingar segja að þeir séu ekkert að flagga þjóðerni sínu þessa dagana. Það finnst mér leitt því við eigum að vera stolt af því að vera Íslend- ingar.“ Að vera náunganum náungi S I G U R Ð U R A R N A R S O N P R E S T U R Í L O N D O N

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.