Morgunblaðið - 25.10.2008, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 25.10.2008, Qupperneq 27
UM HELMINGUR bandarískra lækna gefur sjúklingum reglulega lyfleysu í stað lyfja – yfirleitt lyf eða vítamín sem koma sjúklingnum að litlu sem engu gagni. Þessir læknar eru líka gjarnir á að fela fyrir sjúk- lingum sínum að „lyfin“ séu gagns- laus. „Þessar niðurstöður koma veru- lega á óvart,“ segir Franklin G. Mill- er, sem er yfir rannsóknum á siðferði við bandaríska heilsustofnun. „Þarna er verið að beita blekkingum sem ganga þvert á reglur um upplýst samþykki sjúklinga.“ Rannsóknin hefur verið birt í nýj- asta hefti læknablaðsins BMJ, sem áður hét British Medical Journal. Í rannsókninni var lyfleysa skil- greind sem hvers konar meðferð sem myndi ekki endilega hjálpa sjúklingum. Lengi hefur verið vitað að lyfleysa getur haft áhrif á líðan sjúklinga; telji þeir sig vera að fá meðferð geti líðan þeirra batnað. „Vel getur verið að sjúklingar beiti lækna sína miklum þrýstingi en þessi „styttri leið“ er engan veginn viðunandi,“ Irving Kirsch, prófessor í sálfræði við Háskólann í Hull í Bretlandi. Höfundar rannsóknarinnar segja að flestir læknar vilji frekar gera eitthvað en ekkert og réttlæti með þeim hætti lyfleysugjöfina. Helmingur gefur lyfleysu Daglegt líf 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 ein-stök-brjóst 100 ljósmyndir sem verða til sölu Dansatriði Listaverkauppboð kl. 16 KONUR! Þökkum ykkur fyrir þátttökuna í þessu ein-staka verkefni www.brjost.is Opnuð í dag kl. 14 Ljósmyndasýning í Glæsibæ Opnunartími helgina 25.-26. okt. kl. 14-18, 27.-29. okt. kl. 14-20. Aðgangur ókeypis - Allir velkomnir Karl af Laugaveginum lætur sigmálefni líðandi stundar varða: Banka skekur heiminn hér hrun og plágur aðrar. Hver er næstur sjálfum sér. Samfylkingin blaðrar. Undína skáldkona hét réttu nafni Helga Baldvinsdóttir. Hún var fædd „með ljóð á vörum“ á Litlu-Ásgeirsá í Víðidal árið 1858 og fluttist vestur um haf 14 ára. Hún átti til skálda að telja, var þremenningur við Jakob Smára í móðurætt, en faðir hennar, Baldvin Helgason, Þorgils gjallandi og Jón Hinriksson voru systkinabörn. Undína orti í bernsku: Hnígur sunna, og sígur svartur skuggi á dal bjartan. Fríðum í fjallahlíðum fjóluna bælir gjóla. Eftir létt eyrum sléttum ítækur streymir lækur. Í móum litlum lóum leiðist ei við sín hreiður. Undína átti um skeið við erfið kjör að búa, er hún stóð ein uppi með börn sín tvö eftir hjónaskilnað. Þá orti hún: Nær mun létta þungri þrá af þeim, er líða flest? Og nær mun gæfan nálgast þá, sem núna flýr hún mest? Enn orti hún: Ef engum hlut til yndis breytt ástin fær né sælu veitt, þá er hjónalífið leitt – og langtum verra en ekki neitt. Með ljóð á vörum STREITA vegna vinnuálags í kjöl- far efnahagshrunsins í heiminum hefur þegar haft mjög neikvæð áhrif á mataræði og hreyfingu Bandaríkjamanna. Hugsanlega má yfirfæra þessi tíðindi á okkur Ís- lendinga en þessu heldur frétta- stofan AP fram. Fólk sem hættir að sinna heilsunni segir streitu helstu ástæðuna. Það sleppir lík- amsræktinni og huggar sig frekar við sykurríka fæðu. En sérfræð- ingar segja að aldrei sé mikilvæg- ara að leggja stund á heilsusam- legan lífsstíl en einmitt á álagstímum Streita er eðlilegur hluti daglegs lífs en getur vissulega valdið alvar- legum vandamálum sé hún viðvar- andi. Þegar fólk er undir álagi er það líklegra til að snúa sér að óhollum lífsháttum; drekka of mikið áfengi, reykja of mikið og borða sætan og feitan mat í óhófi. En það sem ekki allir gera sér grein fyrir er að slíkt hefur eingöngu í för með sér enn meiri streitu. Skyndibitinn getur því komið fólki enn frekar úr jafn- vægi og fólk endar þá í vítahring sem erfitt er að losa sig út úr. En hvernig er þá best að draga úr streitu? Til þess eru vissulega betri að- ferðir en að borða óhollari mat og reykja meira. Regluleg hreyfing er þar lykilatriði en einnig er víst að íhugun og jóga koma að góðu gagni. Önnur góð ráð eru t.d.:  Taktu þér tíma þegar erfiðar að- stæður koma upp og vertu raunsæ(r) við ákvarðanatöku.  Gefðu þér tíma til að huga að mataræðinu og hreyfingu og forðastu sætan og feitan mat.  Drekktu áfengi í hófi.  Reyndu að ná góðum nætur- svefni.  Aflaðu þér upplýsinga um að- ferðir til slökunar.  Taktu þér stutt hlé frá vinnunni á hverjum degi. Skyndibitinn kemur fólki úr jafnvægi VÍSNAHORN pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.