Morgunblaðið - 25.10.2008, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Ákvörðunrík-isstjórn-
arinnar um að
fara fram á að-
stoð Alþjóða-
gjaldeyrissjóðs-
ins (IMF) mun stuðla að því
að hægt verði að end-
urheimta traust íslenzks
efnahagslífs, bæði hér
heima fyrir og á alþjóða-
vettvangi.
Langt er síðan ríkt, vest-
rænt ríki hefur þurft að
leita á náðir sjóðsins. En
það er líka langt síðan ríkt,
vestrænt ríki hefur lent í
öðrum eins fjármálahremm-
ingum og Ísland hefur geng-
ið í gegnum. Það er engin
skömm að því að leita til
sjóðsins; það sýnir þvert á
móti að Ísland er reiðubúið
að nýta sér reynslu annarra
ríkja sem hafa lent í svip-
uðum hremmingum og
vinna með öðrum ríkjum að
því að endurreisa efnahag
landsins.
Við áttum ekki aðra kosti í
núverandi stöðu en að leita
til sjóðsins. Vinaríki, sem
voru reiðubúin að aðstoða
Ísland, gerðu þátttöku
sjóðsins í björgunar-
aðgerðum að skilyrði fyrir
því að lána okkur fé. Sjóð-
urinn er í því hlutverki að
afla upplýsinga fyrir hönd
þessara ríkja og stilla, í
samstarfi við íslenzk stjórn-
völd, upp raunhæfri áætlun
um hvernig á að komast út
úr erfiðleikunum.
Það, sem vitað er um þá
efnahagsáætlun, bendir
ekki til að sjóðurinn setji Ís-
landi neina afarkosti, heldur
inniheldur hún aðgerðir sem
við hefðum þurft að grípa til
hvort sem er. Sumar þeirra
fela klárlega í sér að við
þurfum að færa fórnir – en
bjóst einhver við öðru eins
og staða okkar er orðin?
Fljótlega verður reynt að
koma gjaldeyrismarkaðnum
í samt horf. Ráða má af um-
mælum fulltrúa IMF að til
að byrja með verði ein-
hverjar hömlur á gjaldeyr-
isviðskiptum. Enn fremur
má búast við því að Seðla-
bankinn verði að fylgja
mjög aðhaldssamri pen-
ingastefnu, jafnvel hækka
vexti á ný, til að koma í veg
fyrir fjármagnsflótta úr
landinu, sem myndi enn
grafa undan gengi krón-
unnar. Það verður ekki auð-
velt verkefni að tryggja
stöðugleika krónunnar.
Á blaðamannafundi full-
trúa IMF í gær kom fram að
ríkissjóður yrði
rekinn með halla
næstu tvö árin til
að koma hjólum
atvinnulífsins á
snúning, en síðan
þyrfti að ná jafn-
vægi á ný. Það mun kosta
erfiðar ákvarðanir; ann-
aðhvort verður að skera nið-
ur í opinberum útgjöldum
eða hækka skatta. Á tímum
þegar fólk og fyrirtæki
þurfa hvatningu til að vinna
og vaxa, er skattahækk-
unarleiðin ekki vænleg til
árangurs. Við munum frek-
ar þurfa að sætta okkur við
samdrátt í opinberum um-
svifum um tíma. Hraðari
vöxtur í atvinnulífinu mun
svo í framtíðinni skila meiri
skatttekjum.
Með erlendum lántökum
sem standa fyrir dyrum
mun skuldsetning ríkissjóðs
aukast gífurlega. Við verð-
um að leggja mikla áherzlu
á að borga þau lán niður sem
allra fyrst. Það verður því
ákaflega lítill grundvöllur
fyrir útþenslu opinberrar
þjónustu á Íslandi næstu ár-
in.
Þriðja meginatriðið í
efnahagsáætluninni er end-
urreisn bankakerfisins. Þar
leggur Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn til endurskoðun
reglna og eftirlitsstofnana,
sem lá í augum uppi að yrði
að ráðast í hvort sem var.
Miðað við það, sem fram
kom á blaðamannafundum
ríkisstjórnarinnar og full-
trúa IMF í gær, má gera ráð
fyrir að einstök ríki muni
leggja til allt að tvöfalda þá
upphæð sem sjóðurinn mun
lána okkur. Þar var rætt um
norrænu ríkin, Japan og
Rússland. Geir H. Haarde
forsætisráðherra upplýsti í
gær að ennfremur hefði ver-
ið leitað eftir aðstoð frá
Seðlabanka Evrópu og frá
Bandaríkjunum. Í máli hans
á blaðamannafundi kom
fram að samkomulagið við
IMF þýddi að ekki þyrfti að
biðja Rússa um jafnhátt lán
og upphaflega var rætt um,
eða fjóra milljarða evra.
Lán frá Rússlandi á líka
miklu betur heima innan
ramma aðstoðar IMF en ef
um væri að ræða tvíhliða
samkomulag Íslands og
Rússlands um lánið.
Samkomulagið við IMF er
skýrt merki til umheimsins
um að Ísland taki nú efna-
hagsmálin föstum tökum á
ný. Og án hjálpar umheims-
ins komumst við ekki út úr
kreppunni.
Án hjálpar um-
heimsins komumst
við ekki út úr krepp-
unni.}
Traustvekjandi aðgerð
1
maí árið 2007 gekk íslenskur banka-
stjóri frá 800 milljóna króna starfs-
lokum. Þann sama dag bárust fréttir
af hörmulegum aðstæðum verka-
manna við Kárahnjúka sem flúðu
fárveikir heim. Sjaldan hefur alþjóðlegur
dagur verkalýðsins verið jafn niðurlægður á
Íslandi eins og þennan fallega vordag. Tólf
dögum síðar gekk íslenska þjóðin til kosn-
inga. Sama ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks hélt
velli. Hún hélt velli þrátt fyrir aðförina að ís-
lenska velferðarsamfélaginu, Íraksstríðið,
gjörspillta einkavinavæðingu bankanna, kvót-
ann, sívaxandi misrétti, eyðileggingu náttúr-
unnar, kynbundinn launamun, 1. maí, þrátt
fyrir allt. Hverjir eru sökudólgarnir? Við
kjósendur, kannski? Áður en fjármálakerfið
hrundi var grundvallarstoð lýðræðisins búin
að veikjast inn að kviku, hægt og hljótt og örugglega.
Flestum virtist standa á sama. Hrun lýðræðisins fæddi á
endanum hrun fjármálakerfisins. Tökum bara eitt
dæmi, Alþingi Íslendinga. Alþingi, sem á að heita vagga
lýðræðisins, er í eðli sínu, starfsháttum og vinnulagi
ólýðræðisleg stofnun.Vagga lýðræðisins hefur um
nokkra hríð verið lítið meira en stimpilstofnun ráðherra-
valdsins. Álitum og sjónarmiðum minnihluta, sem oft
hafa ýmislegt vandað til málanna að leggja, er hent út á
hafsauga. Landslög á Íslandi fæðast á skrifborði ein-
hvers embættismannsins í umboði ráðherra og rúlla svo
í gegn. Þannig verða til meingölluð lög í landinu. Þau
sem mótmæla eru einatt lituð sem þreytandi
kjaftaskar. Þá verður til klisja um fólk sem
er „á móti öllu“. Henni er stungið í samband
hvenær sem færi gefst og hagsmunaöflum
þóknast. Og hvað með aðrar stoðir lýðræð-
isins? Aðhalds- og eftirlitsstofnanir brugðust
alfarið og nú sitjum við uppi með þrjár rík-
isstjórnir í landinu, eina í hvíta húsinu, eina í
svörtu loftum og eina á Suðurlandsbraut.
Von er svo á alþjóðlegri yfirstjórn heims-
kapítalismans, IMF, fyrir ofan þessar þrjár.
Annað liggur líka fyrir: Klappstýrurnar voru
margar og íslenska þjóðin hélt áfram að
kjósa sama tóbakið þrátt fyrir allt. Það er
ekki nóg að kjósa flokka rétt eins og að
halda með KR, og það er heldur ekki nóg að
bergmála málpípur valdsins. Lýðræði
byggir á því að hver og einn sé ábyrgur
þátttakandi og rýni í staðreyndir.
Niðurlæging íslenska lýðræðisins er innsigluð og við
þurfum á einn eða annan hátt öll að bera á því ábyrgð.
Hvað er þá að gera? Það er ekkert annað að gera en að
byggja upp á nýtt og byggja öðruvísi og vera bjartsýn
þrátt fyrir allt. Ég legg til að við byrjum á því í samein-
ingu að endurreisa íslenskt lýðræði. En til þess þurfum
við líka öll að vera þegnar sem neita að láta blekkjast af
innistæðulausum loforðum, þegnar sem þora að endur-
skoða hug sinn, ögra valdi og stokka upp á nýtt. Erum
við tilbúin í þann slag?
liljagretars@gmail.com
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Pistill
Þolendur eða þátttakendur?
Víða eftirspurn eftir
vinnuafli erlendis
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
Þ
ótt samdráttar sé farið að
gæta á vinnumarkaði
hérlendis og meiri sam-
dráttur sé fyrirsjáan-
legur er víða eftirspurn
eftir starfskrafti. Eftir fjórar vikur
koma fulltrúar vinnumálastofnana sjö
evrópskra landa hingað til lands til að
kynna atvinnutækifæri í heimalönd-
um sínum. Fulltrúar erlendra bygg-
ingafyrirtækja munu einnig koma til
Íslands og kynna fyrirtæki sín.
Ákveðið var að efna til kynningar-
innar, sem verður í Ráðhúsinu í
Reykjavík, vegna fyrirsjáanlegs sam-
dráttar á vinnumarkaði, að sögn
Valdimars Ólafssonar, ráðgjafa í svo-
kallaðri Eures-deild Vinnumálastofn-
unar sem leiðbeinir fólki í leit að
vinnu innan Evrópska efnahagssvæð-
isins.
Fyrirspurnir en ekki flótti enn
Nú þegar hafa fjölmargar fyrir-
spurnir borist til Vinnumálastofn-
unar frá Íslendingum um atvinnu-
tækifæri erlendis .
„Það er hins vegar enn ekki hægt
að segja að landflótti sé hafinn. Það
eru bara tvær til þrjár vikur síðan at-
vinnuleysisskráningunum fór að
fjölga verulega. Eftir fjórar vikur á
atvinnuleysisskrá hér á landi er hægt
að fá bætur erlendis í þrjá mánuði
séu menn í virkri atvinnuleit í við-
komandi landi. Fólk er enn bara að
þreifa fyrir sér,“ bendir Valdimar á.
Hann segir enn vinnu að fá í flest-
um atvinnugreinum í Noregi. Í Dan-
mörk sé einnig vinnu að fá í flestum
greinum auk þess sem þar hafi verið
tekin pólitísk ákvörðun um að efla
vinnumarkaðinn. „Þeir gefa í á með-
an aðrir stíga á bremsuna. Atvinnu-
tækifærum fjölgar einnig greinilega í
Hollandi.“
Atvinnumarkaðurinn í Þýskalandi
hefur verið að eflast undanfarin miss-
eri, að því er Valdimar greinir frá.
„Það er hins vegar erfitt að komast
inn á vinnumarkaðinn þar og einnig á
vinnumarkaðinn í Frakklandi. Þegar
húsnæðismarkaðurinn hrundi á
Spáni hrundi byggingageirinn þar og
vegna fjármálakreppu víða um heim
búast Spánverjar einnig við sam-
drætti í ferðaþjónustu. Vinnumark-
aðurinn er einnig að dragast saman í
Bretlandi og í Svíþjóð,“ tekur Valdi-
mar fram.
Hann segir atvinnuástandið vera
farið að batna í Póllandi þótt atvinnu-
leysi þar sé enn mikið. Fregnir hafa
borist af því að Pólverjar sem verið
hafa í vinnu hér á landi séu margir
farnir að huga að heimferð eða farnir
til annarra landa í atvinnuleit.
Óljóst um brottför útlendinga
Enn er ekki hægt að kasta tölu á
hversu margir erlendir verkamenn
eru farnir úr landi, að sögn Valdi-
mars. „Allar tölur í sambandi við
fjölda útlendinga á Íslandi eru á reiki.
Aðeins brot þeirra sem fara tilkynna
um brottförina. Þeir sem eru farnir
geta verið miklu fleiri en þeir sem vit-
að er um. Þetta kemur ekki í ljós fyrr
en eftir næstu skattaskil.“
Samkvæmt tölum Hagstofunnar,
sem Valdimar segir miðaðar við upp-
lýsingar úr þjóðskrá, eru útlendingar
taldir hafa verið um 21 þúsund hér á
landi þegar mest var í ár.
Þegar illa hefur árað hér hafa Ís-
lendingar flykkst úr landi, til dæmis
til Norðurlandanna og Ástralíu fyrir
nokkrum áratugum. Með kynning-
unni í Ráðhúsinu eftir fjórar vikur fá
þeir, og einnig útlendingar búsettir
hér, upplýsingar um vinnumarkaðinn
í Danmörku, Noregi, Hollandi, Belg-
íu, Þýskalandi, Póllandi og Litháen.
Morgunblaðið/Ómar
Samdráttur Þegar harðnar á dalnum fara fleiri utan í atvinnuleit.
HÆGT er að fá greiddar atvinnu-
leysisbætur í allt að þrjá mánuði í
ríkjum innan Evrópska efnahags-
svæðisins hafi menn verið skráðir
atvinnulausir í samfellt fjórar vikur
fyrir brottför og ekki hafnað at-
vinnutilboði.
Bæturnar eru sú upphæð sem
viðkomandi átti rétt á í heimaland-
inu. Ríkið sem viðkomandi leitar að
atvinnu í greiðir bæturnar en rukk-
ar svo heimalandið um þær, sam-
kvæmt upplýsingum frá Vinnu-
málastofnun. Til þess að halda
bótum sínum þarf að sækja um svo-
kallað E-303 vottorð hjá Vinnu-
málastofnun.
Í gær voru 3.882 á atvinnuleysi-
skrá hjá Vinnumálastofnun. Frá því
að mest fjölgaði á atvinnuleysis-
skránni dag einn í októberbyrjun,
um 107, hafa 50 til 70 bæst við á
skrána á hverjum degi.
BÆTUR Í
ÚTLÖNDUM
››