Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 Í BÓK bókanna, Biblíu kristinna manna má sjá hvernig Guð fyr- irskipaði skuldaaflausn fyrir þjáðan lýð Ísr- aelsmanna. Ef einhvern tíma hefur verið tíma- bært að huga að þessu, er það núna. Leiðtogar þjóðarinnar tala um samstöðu þjóð- arinnar, en það virðist vera að sú samstaða byggist á hjálp til þeirra sem fjármuni eiga en ekki til þeirra sem allt eru að missa. Ekkert raun- hæft er gert hinum þjáðu heimilum til hjálpar. Síðustu ár hefur alþýða manna verið kvalin með mestu ok- urvöxtum sem nokkur tíma hafa við- gengist af hálfu stjórnvalda í þessu landi að Dönum meðtöldum, eða allt að 26,5%, og þá er ekki verið að tala um dráttarvexti, fyrir utan öll auka- gjöldin sem fjármálaokrararnir og ríkisvaldið hafa fengið að smyrja ofan á. Síðustu 3 ár hefur sífellt hallað meira á hjá þeim sem atvinnurekstur hafa stundað vegna síhækkandi fjár- magnskostnaðar, einnig hafa heimilin verið í herkví okursins og fall banka og markaða aðeins verið lokahnykk- urinn á langri þjáningargöngu al- þýðumannsins. Hámenntaðir hag- fræðingar Seðlabanka Íslands hafa ekki séð hið augljósa, að síhækkandi okurvextir leiða af sér víxlhækkanir verðlags og þar með vaxandi verð- bólgu. Nú er svo komið að fjölda heimila er búið gjaldþrot og heim- ilismissir, jafnvel háar sektir og fang- elsisdómar vofa yfir fjölda smærri og stærri atvinnurekenda,venjulegum fjölskyldufeðrum, vegna vanskila við hið opinbera. Allt þetta eru afleið- ingar af gjörðum þess- ara öndvegismanna sem stjórnað hafa land- inu undanfarin ár, búið í haginn fyrir sjálfa sig með háum launum og sérkjörum í eft- irlaunasjóðum, en gleymt alþýðu manna sem þeir þó lifa á. Hvað bíður stórs hluta ís- lenskra heimila, sem eru veðsett langt upp fyrir verðmæti eigna þeirra hvort sem um húseignir far- artæki eða atvinnutæki er að ræða, eftir verðfall síðustu daga sem þau eiga enga sök á. Ef aðgerðir þessara manna, sem þegar hafa sýnt van- hæfni sína, halda áfram í sama dúr, er engin von fyrir tugþúsundir Íslend- inga, þeir munu fara á vergang með börn sín með skelfilegum afleið- ingum. En sjálfstæðissamfylking- arstjórnin og efnamennirnir, sem enn ráða flestu hér á landi, munu fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Þeir munu sitja í sumarhöllum sínum í Fljótshlíðinni, njóta útsýnisins og einskis sakna. Hvað hefur verið gert fyrir alþýðuna? Ekkert, alls ekkert raunhæft. Seinkað hefur verið að henda fjölskyldum út af heimilum sínum eftir uppboð, lengja á í snöru vonlausra afborgana á alltof háum lánum sem engum mun endast aldur til að greiða upp. Hvað á þá að gera? Það er augljóst; setja þarf neyðarlög fyrir heimili landsins, banna alla að- för að heimilum landsins í nokkur ár, stöðva gjaldþrotsbeiðnir og uppboð sem ekkert gott leiða af sér á örlaga- tímum, fella niður verðtryggingu lána, lækka vexti enn frekar því enn tíðkast okurvextir. Íbúðalánasjóður semji um kaupleigu eða kaup við þá sem þegar hafa misst eignir eða eru að missa þær. Fjölskyldur haldi þannig reisn sinni. Síðan þarf að hefja nú þegar niðurfærslu skulda hjá heimilum og fyrirtækjum þannig að eðlilegu greiðslumarki miðað við efnahag verði náð. Þetta er miklu betra heldur en að berjast við að halda öllu gangandi með gjafafé sem allt virðist stefna í. Ef allt er keyrt í gjaldþrota- meðferð glatast gífurleg verðmæti og eignir komast í hendur þeirra sem síst skyldi. Nú þegar skuldir flestra eru innan ríkisbanka ætti þetta að vera aðgengilegra verkefni en áður. Ég veit að kröfuhafar yrðu ekki á eitt sáttir, en fyrir þá og alla aðra myndi þetta margborga sig með hraðri efna- hagslegri viðreisn og tugþúsundir Ís- lendinga yrðu leystir úr þrælahaldi sem alþingi og ríkissjórn ásamt rík- um mönnum, sem eru efnaðri nú en áður en svindlið hófst, hafa hneppt þá í. Þeir munu flestir halda heimilum sínum atvinnu og fyrirtækjum og vera dugmiklir þjóðfélagsþegnar áfram, landi og þjóð til blessunar. Al- máttugur Guð hefur alltaf rétt fyrir sér ef hann mælir með niðurfellingu skulda þá er það eina rétta leiðin, við höfum sem þjóð horfið frá lögum hans og reglum en snúum nú aftur inn á vegu hans hreinsum okkur af öllu illu, fyrirgefum öðrum og fáum fyrirgefningu sjálf. Aðeins ein raunhæf leið – niðurfærsla skulda Sigþór Guðmunds- son fjallar um skuldir; heimila, einstaklinga og fyr- irtækja » Allt þetta eru afleið- ingar af gjörðum þessara öndvegismanna sem stjórnað hafa land- inu undanfarin ár, búið í haginn fyrir sjálfa sig með háum launum og sérkjörum í eftirlauna- sjóðum … Sigþór Guðmundsson Höfundur er sölumaður. ALVEG er það með endemum að hlusta á Jón Baldvin Hannibalsson tjá sig um stöðu mála og fordæma Sjálfstæð- isflokkinn og fyrrver- andi formann hans Davíð Oddsson. Var það ekki sá sami Jón Baldvin sem sveik félagshyggju- flokkana og kom Sjálfstæð- isflokknum og Davíð Oddssyni til valda í Viðeyjarstjórninni árið 1991? Með ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks 1991 var hrundið af stað þeirri einkavæð- ingu og taumlausu markaðs- hyggju nýfrjálshyggjunnar sem tröllriðið hefur íslensku samfélagi síðan. Stuttbuxnalið Sjálfstæðisflokks- ins tók völdin, stutt af Alþýðu- flokknum. Alþýðuflokkurinn sál- ugi undir forystu Jóns Baldvins reyndist Sjálfstæðisflokknum betri hækja en engin. Það kostaði að vísu klofning Alþýðuflokksins og síðan endalok hans, en allt var lagt í sölurnar til að þjóna Sjálf- stæðisflokknum undir forystu Davíðs Oddssonar. Ábyrgð Jóns Baldvins á 17 ára valdatíð Sjálf- stæðisflokksins er mikil. Halldór Ásgrímsson formaður Framsókn- arflokksins smellpassaði svo í það bæli sem Jón Baldvin skildi eftir sig og tryggði Sjálfstæð- isflokknum áfram völd. Einka- væðingin og nýfrjálshyggjan fékk þar dyggan þjón í formanni Framsóknarflokksins. Frjálst framsal aflaheimilda og helm- ingaskipti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á ríkiseignum, m.a. á bönkunum, hleypti á fulla ferð þeirri græðgisvæðingu og takmarkalausu spillingu sem nú hefur sett allt íslenskt samfélag á hvolf. Eftir síðustu kosningar gekk Ingibjörg Sólrún Gísladóttir for- maður Samfylkingarinnar í slóð Jóns Baldvins og Halldórs Ás- grímssonar og tryggði Sjálfstæð- isflokknum áframhald- andi völd. Samfylkingin sveik flest sín kosningalof- orð og skellti sér á fullu í hrunadans ný- frjálshyggju Sjálf- stæðisflokksins. Hljómsveitin hélt áfram að spila! Í takt við aðra rökhyggju Samfylkingarinnar er nú mikið gert úr því að fjarlægja þurfi Davíð Oddsson, þann sama og for- ystumaður þeirra, Jón Baldvin leiddi til valda. Ég mun ekki verja Davíð Oddsson frekar en Geir Haarde eða aðra forystumenn Sjálfstæðisflokksins sem leitt hafa þjóðina í þessar hörmulegu ógöng- ur. Auðvitað á að skipta þeim öll- um út. Að skella hins vegar allri skuld á Davíð Oddsson einan eins og Samfylkingin nú gerir, hefur aðeins þann tilgang að draga at- hyglina frá ríkisstjórnarsamstarf- inu með Sjálfstæðisflokknum. Rík- isstjórn, sem hefur gjörsamlega brugðist á vaktinni síðustu mán- uði, vikur og daga, og reynir nú að hvítþvo sig af öllu. Það grátlega er að Samfylkingin hefur tekið hækjusæti Alþýðuflokks Jón Bald- vins og Framsóknarflokks Hall- dórs Ásgrímssonar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Skiptir þar engu hvort formaðurinn heitir Davíð Oddsson eða Geir Haarde. Það er ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokksins sem hefur komið þjóð- inni í þessar ógöngur og nú síð- ustu misserin með stuðningi Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin er rúin trausti og verður að víkja. Þau sem leiddu Sjálfstæðis- flokkinn til valda Jón Bjarnason skrifar um rík- isstjórnarflokka nú og áður Jón Bjarnason » Samfylkingin hefur sest í hækjusæti Al- þýðuflokks Jón Baldvins og Framsóknarflokks Halldórs Ásgrímssonar í ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokksins. Höfundur er alþingismaður. Í STAKSTEINUM 22. október sl. er vitnað í Condeleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, þar sem hún hvetur til að hleypt verði nýju lífi í Doha- viðræðurnar um aukna fríverslun. Höfundur Staksteina tekur ein- dregið undir þá skoðun. Svo sem kunnugt er strönduðu viðræðurnar í lok júlí á sl. sumri á því að Indland hélt uppi málstað ríkja sem höfðu reynslu af því að ódýr innflutningur matvæla hafði kippt grundvellinum undan af- komu innlendrar búvörufram- leiðslu og að bændur þessara landa höfðu víða flosnað upp og bæst í hóp öreiga í fátækrahverf- um stórborganna. Yfir 100 þjóðir heims studdu Indland í þessari ákvörðun. Condoleezza Rice mætti jafn- framt líta í eigin barm. Bandarík- in niðurgreiða baðmullarfram- leiðslu sína svo mikið að bændur í Afríku og Asíu geta ekki keppt við hana, jafnvel ekki á heimamörk- uðum sínum. Þessi lönd hafa kraf- ist þess að samkeppni í þessum viðskiptum séu á jafnrétt- isgrundvelli. Bandaríkin hafa ekki sinnt þeirri kröfu og hafa slegið skjaldborg um 25 þúsund baðm- ullarbændur sína á kostnað meira en 40 milljón baðmullarbænda í Afríku og Asíu. Fjármálaumrót í heiminum um þessar mundir, þ.á m. á Íslandi, hefur kallað á endurskoðun á hug- myndakerfum, þar á meðal því að koma þurfi böndum á óheft frelsi fjármagnsins. Að sjálfsögðu eru viðskipti undirstaða framfara og velsældar en reynslan að und- anförnu hefur sýnt að setja þarf fjármagninu klárar leikreglur. Þau sjónarmið virðast þó ekki hafa náð að fullu inn á ritstjórn Morgunblaðsins. Matthías Eggertsson Kreppa fjármagnsins Höfundur er fyrrverandi ritstjóri Búnaðarblaðsins Freys. MORGUNBLAÐIÐ liggur ekki á liði sínu fremur en endranær þegar þjóðarheill er í húfi. Þeirra framlag í dag er að reyna að hæð- ast að undirrituðum nema það eigi að vera fyndni á minn kostnað. Staksteinar ganga sem sagt út á að ég sé að reyna að slá mér upp sem bjargvætti þjóðarinnar með þeim samskiptum sem ég hef reynt að rækta við Noreg að undanförnu. Það er athyglisvert mat hjá Morg- unblaðinu að framganga mín að und- anförnu sé meira tilefni til slíkra lág- kúruskrifa en frammistaða stjórnmálamanna sem standa blaðinu nær. Nóg um það. Eftirfarandi upplýsingum er rétt að koma á framfæri við lensendur blaðsins af þessu gefna tilefni: Svo háttar til að undirritaður og fjármálaráðherra Noregs, Kristín Halvorsen, eru nánir pólitískir sam- herjar og vinir til 15 ára eða svo. Strax í fyrstu viku október setti ég mig í samband við hana og höfum við síðan talað saman í síma nær dag- lega. Ég gerði henni, og svo að henn- ar ósk efnahagsráðgjafa hennar, ít- arlega grein fyrir ástandinu. Miðvikudaginn 8. október ræddum við tvívegis saman en í millitíðinni fundaði hún með Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs um málefni Íslands og mögulegan stuðning eða aðstoð Norðmanna við okkur. Ég hef jafnóðum upplýst forsætisráð- herra Geir H. Haarde um inntak þessara sam- skipta. Kristín Hal- vorsen hefur, stundum að eigin frumkvæði, átt símtöl við Árna Mathie- sen fjármálaráðherra og sömuleiðis hefur Stoltenberg margoft rætt við Geir Haarde eins og fram hefur kom- ið. Norðmenn hafa því öfugt við flesta aðra sýnt okkar mikla vanda raunveruleg- an áhuga og í Noregi ríkir mikil vel- vild og hjálparvilji í okkar garð. Ég hef ekki legið á því í þessum samskiptum að ég bindi miklar vonir við að Norðmenn reynist okkur hauk- ar í horni og hamrað á því við for- sætisráðherra bæði á fundum okkar formanna flokkanna og í einka- samtölum að við snúum okkur form- lega til Noregs. Það hefur hins vegar dregist og dregist. Í samtölum okkar Kristínar Halvorsen hafa ýmsir möguleikar verið ræddir, með öllum eðlilegum fyrirvörum að sjálfsögðu, svo sem eins og þeir að Norðmenn tækju forystu um að samræma nor- rænar stuðningsaðgerðir, þeir legðu okkur til sérfræðiaðstoð og kynntu sér stöðu mála hér sérstaklega. Þolinmæði mín að bíða þess að til Norðmanna og eftir atvikum annarra Norðurlanda væri leitað var á þrotum í síðari hluta síðustu viku og ég samdi því og sendi til birtingar í Aftenpost- en hið opna bréf þar sem ég bað um aðstoð í nafni þjóðarinnar. Ég upp- lýsti Geir Haarde og Kristínu Hal- vorsen um að bréfið væri væntanlegt og hún fékk af því afrit á sl. laug- ardag, tveimur dögum áður en það birtist. Hún upplýsti mig svo um að í ráði væri að senda sendinefnd til Ís- lands og staðfesti á mánudag að nefndin myndi koma daginn eftir. Það sem mér hefur gengið til er að rækta pólitísk tengsl við Noreg og reyndar fleiri Norðurlönd í því skyni að afla okkur þar stuðnings og í þeirri trú að við eigum enga líklegri og eðli- legri bandamenn í okkar erfiðleikum nú fremur en endranær. Ég hef hald- ið þessum samskiptum utan fjölmiðla og lagt mig fram um að allar dyr stæðu opnar. Bréf mitt í Aftenposten orðaði ég með þetta hið sama í huga en vildi með því vissulega setja þrýst- ing á að við Íslendingar leituðum formlega til Norðmanna og einnig nýta þann mikla og þverpólitíska vilja sem er í Noregi til að rétta fram hjálparhönd. Hvort ég verðskulda fyrir þetta háðsyrði á síðum Morg- unblaðsins er annarra um að dæma. Staksteinar leggja lið í kreppunni Steingrímur J. Sig- fússon gerir at- hugasemdir við Staksteina Morg- unblaðsins » ...vildi með því vissu- lega setja þrýsting á að við Íslendingar leit- uðum formlega til Norð- manna og einnig nýta þann mikla og þver- pólitíska vilja sem er í Noregi til að rétta fram hjálparhönd. Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.