Morgunblaðið - 25.10.2008, Page 33
Umræðan 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008
STÓRIÐJU- og
stórvirkjanatrúboðar
heimta nýjar álverk-
smiðjur og virkjanir
sem samsvara tveimur
Kárahnjúkavirkjunum
og myndu kosta 250-
300 milljarða. Skuldir
Landsvirkjunar stefna
nú í 500 milljarða. Geta
alþingismenn borið
raunverulega ábyrgð á þvílíkum
ógnarskuldum? Orkuverð LV til
stóriðju er lægra en helmingur
hæsta heimsmarkaðsverðs orku til
iðjuvera, ekki að undra mikla ásókn
í slíka útsöluorku. Undanfarna mán-
uði hefur álverð verið hátt, álverðs-
bóla í takt við aðrar óhófsbólur á
heimsmörkuðum, álverð fer nú
lækkandi og nálgast ískyggilega
framleiðslukostnaðarverð, sem er
um 40% hærra en meðal-heims-
markaðsverð áls, sl. 20 „góðærisár“,
miðað við það meðalverð, og kostn-
aðarverð Kárahnjúkavirkjunar, um
80% hærra en áætlað var þegar Al-
þingi samþykkti virkjunina er „arð-
semi“ Kárahnjúkavirkjunar best
geymda leyndarmál íslenskra efna-
hagsmála. Nú blæs ekki byrlega fyr-
ir gróðavænlegum heimsviðskiptum.
Ár neyslugræðgi og skuldasvalls á
Vesturlöndum liðin? Er ekki næg
áhætta fyrri örþjóð að afhenda um-
hverfisvæna orku fyrir framleiðslu á
um 1200 þús. tonnum áls? Er hag-
stætt og skynsamlegt að leggja und-
ir enn meiri náttúruverðmæti og
milljarða í dansinum kring um ál-
kálfinn? Dugar ekki eitthvað minna
en hundraða milljarða erlendar lán-
tökur til nýsköpunar og uppbygg-
ingar íslensks atvinnulífs?
Bjallavirkjun er m.a. rökstudd
með því að Bjallalón verði á þegar
röskuðu svæði. Verði af þeirri virkj-
un hefst áróðurssöngur um að mjög
auðvelt og ódýrt verði að gera
vatnsveg úr Langasjó í Bjallalón,
þannig verði hægt að virkja Skaftá,
Langisjór hvort sem er á röskuðu
svæði eftir Bjallalón, eða þannig. LV
og LN gætu á þann lævísa hátt
skref fyrir skref skemmdarverkast
um allt miðhálendið, þjóðinni til
ævarandi tjóns og vansæmdar.
Virkjanakostnaður og eyðilegging
náttúruverðmæta er
aukaatriði hjá ofvirkj-
unaróvitum öllu máli
skiptir að LV geti
haldið áfram verkefna-
og lánaveltunni.
Þó allir virkj-
anakostir landsins sem
ókostir yrðu nýttir, há-
lendinu sökkt í lónum,
stíflugörðum og há-
spennumöstrum og of-
virkjunaróvitarnir
næðu því markmiði
sínu að hvergi á Ís-
landi fyndist sjóndeildarhringur
ómengaður af virkjanafram-
kvæmdum, verður brennt millj-
örðum tonna af gasi, kolum og olíu
til orkuframleiðslu, m.a. fyrir álver,
og enn í áratugi eftir að LV-lón hafa
fyllst af aur og leðju mun kola-
reykur liggja yfir borgum og bæj-
um víða um heim, en lónaleðju-
mökkur yfir Íslandi. Mörgum er
ljóst fánýti ofvirkjunaráætlana og
glapráða óvitanna sem þykjast geta
leyst mengunarvandmál mannkyns
með eyðileggingu einstakrar nátt-
úru Íslands.
Verða íslensku úrræðin vegna
fjármálavandans, allsherjar óða-
gots-rányrkja auðlinda, ofvirkjanir,
ofveiði, ofneysla og pólitísk glæfra-
spil, IMF og ESB? Hófsemi, nýtni
og sparsemi lítils metin? Smán-
arlegast glapráða er þó ESB-
flóttaleiðin, þ.e. sá áróður að þjóðin
geti og eigi að flýja sjálfa sig og sín
vandamál með ESB-aðildarokinu.
Áróðursspunakerlingar ESB-
aðildar kenna íslenska gjaldmiðl-
inum sjálfum um lágt gengi, ekki
mannlegum athöfnum, ýmsum fjár-
málalegum mistökum, m.a. gíf-
urlegri skuldasöfnun.
Morgunblaðið birti ítarlegar
greinar um áætlaða virkjanakosti á
miðhálendinu, eitraða virkjanavafn-
inga LV, þar kom skýrt fram hvaða
náttúruverðmætum ofvirkjunaróvit-
arnir vilja fórna á bálköst alþjóð-
legrar orkusóunar. Vonandi stenst
forsætisráðherra frýjuorð og blekk-
ingaspuna um nauðsyn stórfelldrar
erlendrar lántöku til ótímabærra
stórvirkjana. Látum óðagots- og ör-
þrifaráða-spunatrúðum, sem vilja
gera Íslendinga að betlurum í
Brussel, ekki takast að sökkva þjóð-
inni í skuldafen og veðsetja full-
veldið. Mikill samhljómur er í áróðri
ESB alsælu- og virkjanafíkla. Gróf-
lega logið frá víða.
Áður en iðnaðarráðherra lætur
undan kröfum um eignarnám lands
við Þjórsá, en í því máli beita LV-
stjórar áróðursbragðinu um röskuð
svæði, leggja að jöfnu Búrfells-
virkjun í hálendisjaðri Þjórsárdals
og virkjanir í grónum sveitum við
neðri Þjórsá, ætti hann að kynna sér
þau lög sem þjóðþing Bandaríkj-
anna setti um starfsemi orkufyr-
irtækja þegar upp komst um lögbrot
Enron. Í móðurlandi athafna- og
viðskiptafrelsis komast orkufyr-
irtæki ekki upp með kröfur um eign-
arnám undir yfirskini almannahags-
muna án þess að veita upplýsingar
um eigin hagsmuni af eignarnámi,
m.a. orkuverð til iðjuvera. Engin
miskunn sýnd þeim sem misnota
frelsið.
LV-snillingar sem í „góðærinu“
náðu ekki fram réttmætri verð-
hækkun stóriðjuorkunnar vilja nú
ólmir ana út í hundraða milljarða
virkjanaframkvæmdir, sem þeir
bera enga fjárhags- og fram-
kvæmdalega ábyrgð á. Það er
skylda alþingismanna að koma í veg
fyrir öll skemmdarverk gegn efna-
hag, náttúru og fullveldi landsins.
Alþingi á ekki að vera leiksoppur
virkjanaforkólfa, sem vilja koma
stóriðjufjötrum á íslenska náttúru
og efnahag, en bera enga ábyrgð á
hundraða milljarða skuldum LV.
Getur verið að það sé í raun
stefna og sannfæring nokkurs al-
þingismanns, nokkurs Íslendings,
að það verði Íslandi til gæfu að
verða á næstu árum gert að auð-
sveipri og ódýrri orkunýlendu auð-
hringa og nýhnjálendu ESB? Það
eru ekki mikilvægustu hagsmunir
íslensku þjóðarinnar og Íslands.
Álglapráð ofvirkjunaróvitanna
Hafsteinn Hjaltason
skrifar um virkjanir
og stóriðju
»Mörgum er ljóst fá-
nýti ofvirkjunar-
áætlana og glapráða
óvitanna sem þykjast
geta leyst mengunar-
vandamál mannkyns
með eyðileggingu ein-
stakrar náttúru Ís-
lands.
Hafsteinn Hjaltason
Höfundur er vélfræðingur.
VIÐ lifum á við-
sjárverðum tímum og
þegar þetta er skrif-
að er enginn fær um
að gera sér grein fyr-
ir hversu alvarlegt
ástandið getur orðið.
Eitt er þó ljóst að
gengi íslensku krón-
unnar er orðið lægra
en flestir muna eftir
og er ekki líklegt til að taka stór
stökk upp á við á næstunni. Það
þýðir að öll innkaup erlendis frá
verða margfalt dýrari en við erum
vön. Þetta á augljóslega líka við
um matarinnkaup. Hættan á því
að matarbirgðir landsins dugi okk-
ur ekki er því miður mjög raun-
veruleg.
Það er vissulega nóg af fiski í
sjónum til að fæða þjóðina en til
að veiða hann þurfum við olíu og
til að kaupa hana þurfum við
gjaldeyri, dýran gjaldeyri. Líklegt
er að við þurfum að selja megnið
af fiskinum sem við veiðum til að
kaupa þessa sömu olíu.
En við getum lágmarkað hætt-
una á þessu með því að auka inn-
lenda framleiðslu á matvælum.
Ein einföld leið til þess er að
Landsvirkjun (sem er í eigu rík-
isins, okkar allra) fari að selja ís-
lenskum gróðurhúsaræktendum
rafmagn á því verði sem stóriðjan
fær í dag. Þar verða ekki bara til
fyrsta flokks matvæli heldur munu
þar einnig skapast störf sem ekki
mun veita af á komandi mánuðum.
Ef Landsvirkjun er
ekki reiðubúin til þess
að fyrra bragði ætti
að vera lítið mál að
setja neyðarlög um
slíkt.
Þegar keyrt er um
Suðurland blasir við
að mörg gróðurhús
eru ónotuð þar og þó
ég sé ekki sérfræð-
ingur í slíkri ræktun
hefði ég haldið að það
væri Íslandi af-
skaplega mikilvægt að allir mögu-
leikar sem við höfum séu nýttir til
matvælaframleiðslu.
Eflaust er margt annað sem við
gætum gert til að auka mat-
vælaframleiðslu innanlands og er
hér með kallað eftir fleiri hug-
myndum um slíkt. Það hlýtur hver
maður að sjá að slík framleiðsla
nýtist okkur mun betur heldur en
að framleiða meira ál sem því mið-
ur selst ekki dýrt þessa dagana og
er ekki líklegt til að hækka í verði
á næstunni. Hvort viltu frekar
borða, íslenska tómata eða ál?
Rafmagn +
gróðurhús = matur
Gunnar Grímsson
skrifar um mat-
vælaframleiðslu
Gunnar Grímsson
»Einföld leið til þess
að lágmarka hætt-
una á matvælaskorti er
að Landsvirkjun selji
gróðurhúsabændum
rafmagn á því verði sem
stóriðjan fær í dag.
Höfundur er viðmótshönnuður.
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100