Morgunblaðið - 25.10.2008, Page 35

Morgunblaðið - 25.10.2008, Page 35
Umræðan 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 VIÐ þau efnahagslegu áföll sem nú hafa dunið á þjóðinni hafa skapast að- stæður sem valda okkur flestum ef ekki öllum áhyggjum á einn eða annan máta. Í kjölfar mikilla breytinga á vinnu- markaðnum upp- lifum við nú óvissu og óöryggi og á það bæði við um fólk sem misst hefur starf sitt og þá sem enn eru í starfi. Fjallað er um uppstokkun á þjóðfélaginu í heild sinni, allsherjar breytingar á fjár- málasviðinu, í stjórnsýslunni og síð- ast en ekki síst er umræðan mikil um að nú muni eiga sér stað mikil hug- arfarsbreyting hjá fólki hvað varðar lífsgildi almennt. Vinnumarkaðurinn, ekki síður en aðrir þættir í samfélaginu, er að ganga í gegnum miklar breytingar. Þessar breytingar skapa aðstæður og áskoranir sem nauðsynlegt er að bregðast við á ábyrgan, upp- byggilegan og árangursríkan hátt. Til þess að það sé mögulegt þarf að hafa fullnægjandi þekkingu á því ástandi sem við stöndum frammi fyrir. Við þurfum að vita hvaða leiðir eru far- sælar og hvernig sé best að útfæra þær. Mannauðurinn er einn af horn- steinum samfélags okkar og því mik- ilvægt að halda utan um hann. Lang- lestir eru sammála því að mannauðurinn sé eitt það verðmæt- asta í fyrirtækjum. Það er afskaplega mikilvægt að draga úr óvissu meðal starfsfólks og hún er áreiðanlega mikil í mörgum fyrirtækjum um þessar mundir. Rannsóknir sýna að slæmar fréttir eru oftast betri en óvissan, það þarf að hlúa vel að starfs- fólki og sjá til þess að það fái viðeig- andi upplýsingar um framtíð og fram- tíðarskipulag fyrirtækja. Lífsviðurværi fólks er almennt mjög háð því sem gerist í efnahagslíf- inu, á vinnumarkaðnum og viðleitni stjórnvalda í félagslegum velferð- armálum. Mikilvægt er líka að hafa í huga að þetta samband gengur í báð- ar áttir. Lýðfræðilegar breytingar í samfélaginu hafa mikil áhrif á efna- hagslífið, vinnumarkaðinn og notkun fólks á úrræðum í velferðarmálum. Nú er því afskaplega mikilvægt að þekkja stöðu mála á vinnumark- aðnum til að vita hvaða ráðstafanir eru viðeigandi í nánustu framtíð til að halda atvinnulífinu gangandi. Úrræði verða að vera í samræmi við þarfir og upplýsingagjöf þarf að vera til staðar á réttum stöðum, við hreinlega höfum ekki efni á því að fara rangt að. Með athugunum og greiningu á vinnumarkaðnum er hægt að bregð- ast við á viðeigandi máta og vonandi koma í veg fyrir ranga og vannýtta aðstoð. INGIBJÖRG LILJA ÓMARSDÓTTIR, forstöðumaður Rannsóknarstofu í vinnuvernd. Breytingar og óvissa á vinnumarkaðnum Frá Ingibjörgu Lilju Ómarsdóttur: Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir ÞAÐ er tími til kominn að við lítum í eigin barm og tökum á brestum samfélags- ins. Annars munum við endurtaka þau mistök sem við blasa í hruni sýndarveruleika efnahagslífsins. Því miður urðu margir illa úti við það hrun og þjóðin glataði víða trausti. Það er okkar sjálfra að bretta upp ermar og ganga til verka við að laga þetta. Það er sjálfsagt að leita eftir stuðningi annarra en óþarft að ætlast til þess að aðrir „reddi þessu“ fyrir okkur, hvorki ESB né aðrir, enda höfum við ekki gott af því. Verum minnug þess að þjóðin hefur séð það svartara og komist af. Við höfum á vissan hátt gott af að fá skell sem vekur okkur upp og fær okkur til að endurskoða lífsgildin og taka til hendinni. Við getum nú til dæmis endurmetið áherslur okkar á eigingirni eða náungakærleik, græðgi eða nægju- semi, hroka eða auðmýkt og pen- ingahyggju eða mannrækt. Við höfum bæði verið alin á blekkingum og sjálf alið á sjálfs- blekkingum. Skoðum þrjár slíkar villur, það er ofur-sjálfstraust, of- ur-bjartsýni og ofur-jákvæðni. Ofur-sjálfstraust birtist í svona hugsunarhætti: „Ef ég hef mikið sjálfstraust þá get ég allt sem ég vil nær fyrirhafnarlaust.“ Útkom- an af þessu er sú að við höfum byggt á fölsku sjálfsmati sem þjóð. Þessi viðhorf stuðla að sjálfs- ofmati, óvarkárni og því að við för- um offari. Þegar verst lætur upp- hefjum við okkur og álítum okkur vera ofurmenni eða goðum lík. Þá gleymum við líka að meta aðra að verðleikum, þakka fyrir okkur og sýna auðmýkt. Augljóst dæmi er þegar við hreykjum okkur af því að vera best í við- skiptum, nútímalegust í tækni og best í bolt- anum. Við héldum að það eina sem vantaði væri að umheimurinn áttaði sig á hvað við værum klár. En það gerir hann ekki held- ur sér í gegnum þetta sem hverja aðra vit- leysu og er auðvitað ekki reiðubú- inn til opna skilyrðislaust fyrir fjárstreymi til okkar þegar við vilj- um fá enn meiri lán. Umheimurinn vill sjá að við séum ábyrg gerða okkar. Ofur-bjartsýnin: „Við eigum allt- af að vera bjartsýn.“ Satt er það að bjartsýni hefur marga góða kosti, en það breytir því ekki að stundum á raunsæi betur við. Þumalputtareglan er sú að ef við sjáum fram á að tap gæti orðið mikið, ef illa færi í því sem við ætlum að gera, þá er betra að vera ekki bjartsýnn. Þetta á við það til dæmis að ef við berum ábyrgð á annarra manna fé þá er ástæða til sérstakrar varfærni svo það glatist ekki. Sömuleiðis á þetta við það að taka ekki áhættu með lífsafkomu sína eða húsnæði, heldur vera viss um að það fari ekki illa ef áhættufé tapast. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að varn- aðarorð raunsærra urðu undir í út- rásinni og gert var grín að þeim. Rannsóknir sýna að bjartsýnum vegnar um margt betur en raun- sæjum en það er þó ekki svo á öll- um sviðum. Raunsæir greina betur en bjartsýnir hve mikla stjórn þeir hafa á hlutum. Bjartsýnir halda gjarnan að þeir hafi meiri stjórn á aðstæðum en þeir hafa í raun, mest þó þegar þeir eru orðnir hjálparvana og hafa enga stjórn. Við þær aðstæður hættir bjartsýn- um til að ætla sér um of. Á mik- ilvægum augnablikum hafa raunsæir lag á að ráðleggja að far- ið sé gætilega og unnið af ná- kvæmni. Árangursrík fyrirtæki hafa bæði bjartsýnt fólk og raun- sætt fólk innan sinna raða, en á Íslandi hefur varfærni af mörgum talist hallærisleg í fyrirtækja- rekstri. Sú „bjartsýni“ sem hefur tíðkast í fjármálum hér birtist stundum sem andvaraleysi, skort- ur á fyrirhyggju eða glannaskapur. Ofur-jákvæðni: „Við eigum alltaf að vera jákvæð.“ Það er auðvitað flest gott við jákvæðni, en ekki allt. Það eru gömul og ný sannindi að vinur er sá er til vamms segir. Á Íslandi hefur vantað að menn þori að segja nei við aðra og gagn- rýni málefnalega með rökum. Við íslensk börn segir fólk varla leng- ur nei, það á víst að vera þeim of sárt. Í stað þess er okkur sagt að við „eigum að“ segja: „Þetta er ekki í boði.“ Það hljómar hálf- velgjulega. Hver er það sem býður ekki upp á hlutina? Af hverju má barn ekki fá skýr mörk? Hvað er í gangi? Þola landsmenn ekki leng- ur að fá neitun? Hvers konar líf- speki er þetta? Skýrt nei frá stjórnvöldum eða eftirlitsaðilum og gagnrýnin umræða gat stoppað út- rásina löngu áður en illa fór. Þá hefði eltingaleikurinn við gullkálf- inn varla gengið svo sem raunin varð, keppnin um það hver verður ríkastur þegar hann deyr. Ofur-Ísland Gunnar Hrafn Birg- isson skrifar um hugarfar » Á Íslandi hefur vant- að að menn þori að segja nei við aðra og gagnrýni málefnalega með rökum. Gunnar Hrafn Birgisson Höfundur er sálfræðingur. og viðhorf til aldraðra hefur breyst í meginatriðum. Reynt er með öllu móti að ýta undir virkni aldraðra, þátttöku þeirra í lífinu og samfélaginu og hag þeirra er tvímælalaust talið best borgið með því að þeir dveljist sem lengst heima á eigin heimili, hafi þar sjálfstæði og sjálfræði, við- fangsefni við hæfi að eigin vali og nóg fyrir stafni. Dvalarheimilin gömlu eru talin tímaskekkja og eru að leggjast af smám saman og sama mun gilda um aðrar stofnanir sem falla undir sama flokk, dvalarrými fyrir fólk sem ekki er talið þurfa á meiri hjúkr- un að halda en svo að það megi leysa í heimahúsum. Á þessu nýja fyrirkomulagi er þó einn galli. Það hentar ekki öll- um jafn-vel að búa heima þegar aldurinn færist yfir, færnin er orðin léleg og kjarkurinn hefur minnkað í réttu hlutfalli við hana. Mörgum þeim sem útskrifaðir eru heim að undangenginni endurhæf- ingu á sjúkrastofnun líður illa heima, þeir eru einangraðir, óstyrkur og kjarkleysi kemur í veg fyrir að þeir fari út á meðal fólks. Stundum háir þeim sjón- skerðing, stundum heyrnarskerð- ing. Þeir eru háðir aðstandendum um aðstoð og finnst þeir vera til byrði. Aðstandendur hafa áhyggj- ur enda vita þeir af líðan og ástandi sinna nánustu. Lífsgæði þessara einstaklinga eru að engu orðin og sjálfstæði og sjálfræði eru fyrir þá byrði en ekki rétt- indi. Við sem vinnum með öldruðum sem hafa orðið fyrir færniskerð- ingu, félagsráðgjafar á sjúkra- stofnunum og hjá félagsþjónust- unum, vitum af þessum hópi. Skylda okkar og siðfræði býður okkur að láta þá sem stjórna úr- ræðunum vita af honum einnig. Hér er um að ræða venjulegt fólk, aldrað fólk sem horfist í augu við þverrandi getu, vanmátt, einmanaleika og dauðleika. Þetta fólk er óttaslegið og er í þörf fyr- ir betra utanumhald og persónu- legra samband en þjónustan veit- ir eins og hún er skipulögð nú. Sú þjónusta sem nú fæst er í formi stuttra innlita til ákveðinna við- fangsefna og sé hún orðin mikil fer heimilið að minna á braut- arstöð þar sem einhver er stöð- ugt að koma og fara en enginn staldrar við. Úr þessu væri ef til vill hægt að bæta fyrir suma með persónulegri samskiptum og meiri viðveru, að veittur væri meiri tími og gjarna væri til stað- ar af hálfu kerfisins einn sér- stakur einstaklingur sem hægt væri að leita til. Það myndi þó tæpasta breyta því að ákveðinn hópur aldraðra einstaklinga þarf á stofnunar- vistun að halda til að líða vel þó þeir gætu verið heima ef ein- göngu væri litið til beinna lík- amlegra þarfa. Sú stofnun mætti gjarna svara kröfum tímans um sjálfstæði og sjálfræði en þó mega þær kröfur ekki koma í veg fyrir það nána samband og um- hyggju sem fólk á síðustu stigum lífs síns er svo sárlega í þörf fyr- ir. » Þetta fólk er ótta- slegið og er í þörf fyrir betra utanum- hald og persónulegra samband en þjón- ustan veitir eins og hún er skipulögð nú. Höfundur er félagsráðgjafi á öldr- unarsviði LSH. HINGAÐ kom breskur kaup- maður í síðustu viku, Mister Green (framborið grín), í boði að- alskuldara gjaldþrota banka. Ekki nóg með að Mister Green kæmi í boði skuldarans, heldur samferða skuldaranum, í hans eigin þotu. Það er nú gott að skuldarar missi ekki einkaþot- urnar sínar, hvernig ættu þeir annars að komast á milli svæða og landa og hirða upp dótið sitt sem þeir hafa komið fyrir. Mister Green var afar grínak- tugur og mælti: „Ég mun kaupa eignir skuldarans á 5%.“ „Þetta er ekki grín hjá Mister Green,“ sagði skuldarinn. „Þetta er al- vöruboð!“ Undarlegt má heita, að veð ís- lensku bankanna í landi bresku krúnunnar nái aðeins til 5% skuldanna. Var Baugur í alvör- unni að kaupa drasl – breskt drasl? Og eigum við, sem hér bú- um og lifum og ætlum okkur að gera áfram, að greiða draslið tvisvar? Breskt drasl? Birna Þórðardóttir Var einhver að grínast? Höfundur er blaðamaður. BRÉF TIL BLAÐSINS Í DAG, fyrsta vetrardag, býð- ur Reykjavíkurborg íbúum upp á fjölbreytta fjölskyldudagskrá um alla borg. Tilefnið er einfalt. Veturinn er að ganga í garð og sjaldan hefur verið mikilvægara að hvetja fólk til góðra sam- verustunda og fjölskyldur til að njóta dagsins. Af þessu tilefni sameinaðist borgarráð Reykja- víkur um að í dag skyldu dyr hinna fjölmörgu stofnana borg- arinnar, sem bjóða fjöl- skyldutengda skemmtun, standa öllum opnar án endurgjalds. Metnaðarfullt starfsfólk Reykja- víkurborgar tók svo að sér að undirbúa fyrsta flokks fjöl- skyldudagskrá vítt og breitt um borgina, þar sem sérstök áhersla er lögð á börnin í borg- inni. Dagskráin hefur verið kynnt undir yfirskriftinni Ger- um okkur dagamun og má nálg- ast nákvæmar upplýsingar um hana á heimasíðu Reykjavík- urborgar. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að fara ókeyp- is í sundlaugarnar; heimsækja fjölmörg söfn borgarinnar sem bjóða sérstaka dagskrá í tilefni dagsins; fara á skauta; sigla út í Viðey; njóta Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins; skoða Hellisheið- arvirkjun og margt, margt fleira. Ég hvet Reykvíkinga til að nýta þetta tækifæri og njóta vel þessa góða fjölskyldudags í Reykjavík. Hanna Birna Kristjánsdóttir Góður fjölskyldu- dagur í Reykjavík Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík. SUMT fólk hefur meiri fjárráð en annað fólk. Hugsum okkur skala sem er frá 1 og upp í 300.000. Þar efst tróna þeir sem mest völd og peninga hafa, þeir hafa farið að reglum kapít- alismans og sigrað í kapphlaupi auð- hyggjunnar og útrásarinnar. En nú er ekkert gaman lengur, þetta kerfi er hætt að virka, það er að hrynja. Dyggðin að kaupa hlut í fyrirtæki er orðin að heimsku, nú sjá allir eftir að hafa lagt peninga í fyr- irtæki sem eru farin á hausinn. En vegna þess að allt er að fara svona illa þá þarf fólk að finna sökudólga. Þetta var sem sagt ekki vitlausu pen- ingakerfi að kenna heldur einhverju fólki sem framdi þann glæp að láta fólk tapa hlutafé sínu. Sem sé nú lítur fólk ekki upp til sigurvegara auðhyggjunnar heldur niður til þeirra og vill refsa þeim; já, hverjir eru sökudólgarnir? Eru það 3 valdamestu mennirnir eða eru það 30, 300, 3000, 30000 eða 300.000, semsagt öll þjóðin? Þessu má líkja við það að regl- urnar í fótbolta séu réttlátar en leik- mennirnir óréttlátir vegna þess að úrslitin voru óhagstæð og ein- hverjum leikmanni ber að refsa. Var ekki allt þetta ríka fólk að gera það sem það taldi rétt og gott eða var það að reyna að skemma þetta kerfi sem veitti því alla þessa velgengni? Á að refsa fólki sem telur sig vera að gera góða hluti eða á að breyta leikreglunum? MAGNÚS MAGNÚSSON, heimspekingur. Hefnd Frá Magnúsi Magnússyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.