Morgunblaðið - 25.10.2008, Side 37

Morgunblaðið - 25.10.2008, Side 37
kom fram til góðs. Hún gaf einn eyri. Og það hafa þær fleiri gert, ís- lensku ekkjurnar í gegnum tíðina. Enginn gaf meira. Þær gáfu af fá- tækt sinni. Hún Ragnheiður gaf einnig af auðlegð hjartans. Sú auð- legð var mikil og nutu margir góðs af henni. Steinþór var svo heppinn að fá að læra sitt fag hjá þeim feðgum í smiðjunni á Þingeyri. Hróður þeirr- ar stofnunar fór víða og eftirsóttir voru þeir smiðjudrengir sem þaðan voru útskrifaðir. Þar var allt í föst- um skorðum hinna gömlu iðnmeist- ara. Að ganga í iðnskólann að lokn- um vinnudegi upp í Estívuhús hjá þeim feðgum og henni Camillu okk- ar, hlýtur að hafa verið mjög sér- stakt. Hér mun hafa sannast það gamalkveðna, að skóli er ekki bara hús og húsbúnaður. Það á ekki hvað síst við í dag. Lærifaðirinn, Matthías Guðmundsson, var einstakur per- sónuleiki sem hafði mikil áhrif á lærisveina sína. Hann hafði til að bera almenna skynsemi, „common sense“ sem kallað er. Skila aldrei nema eins góðu verki og mögulegt var. Strangur heiðarleiki og vinnu- semi. Hann miðlaði þessum eigin- leikum til smiðjudrengja sinna. Matthías hefði skarað fram úr í hvaða starfi sem var. Hann hefði getað verið bankastjóri Alþjóða- bankans þess vegna. Þetta sem hér hefur verið nefnt, ásamt innbyggðum hæfileikum frá báðum foreldrum og forfeðrum, gerði Steinþór að þeim eftirsótta fagmanni sem hann var. Hann var smiður bæði á járn og tré líkt og fað- ir hans. Hann var hinn drífandi aðili í öllu þar sem menn komu saman til verka. Hann var góður smali. Hann var góður vélamaður bæði til sjós og lands. Hann gat verið fastur fyrir ef því var að skipta. Hann var hinn glaðværi maður sem alltaf var tilbú- inn að taka léttu gamni og gera að gamni sínu. Og það sem mestu varð- ar: Hann var drengur góður. Í rúm fjörutíu ár var Steinþór, ásamt Gunnari bróður sínum, önnur hönd okkar hjónanna á Hrafnseyri. Staðurinn naut í hvívetna þessara góðu drengja og verður ekki nánar tíundað hér. Og á næstliðnum miss- erum færðist þetta yfir fjallið að Brekku, föðurleifð þeirra systkina, þar sem þau voru upp alin og Stein- þór og Valdís komu sér upp góðu húsi í unaðsreit. Það er margt að þakka að leiðarlokum. Far í friði kæri mágur og vinur. Guð veri með þér. Hallgrímur Sveinsson. „Dáinn, horfinn, harmafregn.“ Þessi orð úr kvæði listaskáldsins góða er hann syrgir látinn vin urðu mér efst í huga er mér var sagt frá því að kær vinur Steinþór Stein- þórsson hefði lent í hræðilegu slysi og látist af afleiðingum þess. Áfallið er þungt fyrir fjölskyldu og vini þegar svo snögglega er klippt á lífsþráðinn. Lífið er hverfult og válegra tíðinda má vænta á hverri stundu. Faðir Steinþórs féll frá þegar hann var á öðru ári og ólst hann upp ásamt yngri bróður hjá móður þeirra og frændfólki á Brekku og Hólum í Dýrafirði. Steinþór varð brátt liðtækur við störfin í sveitinni og undi sér þar. Þegar hann hafði lokið námi ung- lingsáranna og til stóð að huga að framtíðarstarfi voru kannaðir mögu- leikar á námi í Vélsmiðju Guðmund- ar J. Sigurðssonar á Þingeyri og gekk það eftir. Smiðjan var fyrir löngu landsþekkt fyrir örugg við- skipti og vönduð vinnubrögð. Það var talinn vísir að stöðugildi að hafa lokið námi þar. Ungir menn sóttust mjög eftir að nema þar og fengu færri en vildu. Fyrstu kynni okkar Steinþórs hófust er hann réðst til starfa sem yfirvélstjóri á skipi útgerðarfélags- ins Hrannar. Skipið var þá í smíði í Flekkefjord í Noregi. Þegar kom að því að setja vélbúnaðinn í skipið fór Steinþór utan og fylgdist með því verki. Öll verk sem honum voru falin leysti hann svo sem best gat orðið. Starfsár Steinþórs hjá Hrönn urðu tuttugu, lengst af sem vélstjóri á skipunum en síðustu árin við ýmis störf í landi og um borð í skipunum er þau voru í höfn. Steinþór var jafnan viljugur til að gera nágrönnum sínum og öðrum greiða ef á þurfti að halda og var ég einn af þeim sem nutu þess í ríkum mæli. Hann leysti úr mörgum vanda er til hans var leitað bæði á heimili og í sumarbústað. Steinþór var góður maður í þess orðs fyllstu merkingu. Hann hafði og höndlað hamingjuna í einkalífinu, átti góða eiginkonu, börn og barna- börn. Valdís hlaut hlutverk sjó- mannskonunnar er eiginmaðurinn var fjarverandi. Uppeldi barnanna og húshald hvíldi á hennar herðum svo sem vera bar í slíkum tilfellum. Börnin bera þess vitni að þar hafi allt farið vel úr hendi. Steinþór var nú kominn á þann aldur er menn fara að huga að því að hægja á sér, „setjast í helgan stein“ og njóta hvíldar efri áranna. Svo varð þó ekki hjá honum. Starfsþrek- ið var enn fyrir hendi og hann gekk glaður til starfa. Hann var búinn að koma upp hreiðri á ættaróðalinu Brekku í Dýrafirði. Þangað var gott að koma og njóta kyrrðarinnar. Þess hafði fjölskyldan notið í nokkur ár. Nú hefur dregið ský fyrir sól. Vin- urinn, heimilisfaðirinn góði er allur. Horfinn til hins eilífa austurs með ótrúlega sviplegum hætti. Spurning leitar á hugann. Eiga menn sér skapadægur sem ekki verður umflú- ið? Er til svo máttugt afl að slíkt geti átt sér stað? Ég vil að lokum kveðja tryggan vin sem var mér sem einn úr fjöl- skyldunni. Hann kom ætíð ljúfur og brosandi í mína nálægð. Kæra Valdís og fjölskylda, við Margrét sendum ykkur einlægar samúðarkveðjur. Megi góðar minn- ingar um hjartkæran ástvin draga úr sárustu tilfinningunum á sorg- arstundu. Guðmundur Guðmundsson. Á tölvuskjánum mínum vaknar hvern dag sýn úr fjöruborðinu í Hvammi út fjörðinn. Brekkuhálsinn felur Brekkudalinn í suðvestri en Þingeyri kúrir undir Sandafelli. Mýrafellið fyrir miðri mynd speglar sig í lognkyrrð sumarsins nýliðna. Núpurinn horfir á móti yfir Leiti og Mýrar. Lækjarós og Gemlufall eru innar við hina nyrðri strönd. Yst við brúnir Skagahlíða táir sumarblíðan þokuský. Þetta var svið bernskuáranna okkar Steinþórs Steinþórssonar – hvors á sinni strönd Dýrafjarðar. Fyrir þversagnareðli tilverunnar glæðist þessi mynd lífi daginn sem þau hörmulegu ótíðindi bárust að Stonni frændi er dáinn. Afi og Skúli á Gemlufalli voru ferjumennirnir, mótorskellirnir eru hljóð þessarar myndar. Bógaldan og kjölfarið hið sýnilega tákn viljans og þarfarinnar fyrir samskipti yfir fjörðinn. Skammlíft tákn sigurs mannanna verka á náttúrunni. Dag- inn sem þau komu yfir, Ranka, Gulla, Steinþór og Gunnar, var sunnudagur í hversdagsleika tilver- unnar hvort sem hann bar upp á virkan dag eða annan. Kannski voru þetta ekki margir dagar en andi þeirra markaðist í barnshugann svo aldrei gleymist. Ragnheiður Stefánsdóttir var fóstursystir móður minnar og þeirra systkina á Gemlufalli. Tveggja barna móðir og eins undir belti varð hún ekkja þegar árásin var gerð á Fróða 1941. Ranka systir hét hún á mínu bernskuheimili. Seinna minn- ist ég þess að við áttum, móðurfólkið mitt á Núpi og Gemlufalli, vísa mót- töku og gestrisni í Gamla spítalan- um við hlýju, alúð og hófstillingu Ragnheiðar og þeirra allra. Mér hef- ur hún ekki verið meiri sýnd annars staðar á lífsleiðinni. Þar var gott að bíða skips. Samskiptin við Steinþór, systkin hans og fjölskyldur hefðu óskandi verið meiri í tímanna rás. Þetta voru stuttar stundir á vettvangi skóla, vegavinnu og annars amsturs okkar daglega lífs í þá daga. Það er ekki í vegi þess að ég kveðji hann að leið- arlokum, þennan frænda minn, sómamann- og ljúfmenni, og fjöl- skyldu hans alla með þessum fáu orðum þakklætis. Aðalsteinn Eiríksson. „Hver ert þú?“ spurði maðurinn vingjarnlega, en heima hjá honum í Skipagötunni stóð ókunnugur 13 ára drengur sem beið feiminn í forstof- unni eftir Guðrúnu dóttur hans sem vildi skila af sér skólatöskunni, áður en haldið var áfram í leikjum og snjókasti við skólann. Þetta voru fyrstu kynni mín af Stonna eins og hann var ætíð kallaður heima á Ísa- firði. Seinna um vorið fékk ég svo vinnu hjá Íshúsfélagi Ísfirðinga, en það fyrirtæki sá meðal annars um landanir úr Guðbjörgu ÍS 46, þar sem Stonni var allt í öllu þegar skip- ið var í höfn. Það var ábyrgðarstarf fyrir ungan mann að vera á lúgunni og segja kranamanni til, „hífa“, „slaka“, „stopp“ og að passa upp á að menn væru ekki í hættu undir lúgunni, þegar kassarnir voru hífðir á fullri ferð upp úr lestinni. Stonni kenndi mér merkjakerfi sem notuð voru á þessum tímum á milli lúgu- manns og kranamanns. Að snúa vísi- fingri hægt upp í loftið þýddi að hífa rólega, hratt upp í loftið þýddi að hífa mætti með fullum krafti, en kranamaðurinn sá bara mig á milli- dekkinu, ekki niður í lestina. Metn- aður hans var að ekkert mætti klikka á meðan skipið væri í höfn og það þyrfti að koma því sem fyrst á veiðar á ný. Og ætíð var hann í góðu skapi, þrátt fyrir að herjað væri á hann úr öllum áttum, löndunargeng- ið, áhöfnin og útgerðin öll á bakinu á honum, þeir á Júllanum færu að „fá ‘ann“ úti á Hala og mönnum lægi á út á miðin og helst að koma aftur inn eftir örfáa daga með metafla. Allir eiga sér fyrirmyndir í lífinu og ég get viðurkennt að Stonni var einn af þeim mönnum sem maður leit upp til. Hann var góður maður, skemmtilegur, laginn, útsjónarsam- ur og ef einhver gat lagað hlutinn eða reddað málum, þá var það hann. Slíka menn er gott að þekkja. Seinna á lífsleið minni var það mitt hlutverk af og til að aðstoða hann er útgerðin þurfti að fá flutta hlera eða troll með hraði vestur. Skipti þá ekki máli fyrir Stonna að taka á móti fraktinni um miðja nótt, eða á að- fangadag, alltaf var hann boðinn og búinn. Með þessum örfáu orðum vil ég heiðra minningu Stonna og ég sendi fjölskyldu hans og vinum samúðar- kveðjur vegna ótímabærs fráfalls hans. Páll Halldór Halldórsson. Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Hjartans þakkir fyrir samúðarkveðjur og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR HLÍNAR AXELSDÓTTUR, Brekkuvegi 7, Seyðisfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Seyðisfjarðar fyrir auðsýnda alúð, umönnun og hlýju. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Marel Ólafsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÚRSÚLA ÓSKARSDÓTTIR, áður til heimilis Hverahlíð 2, Hveragerði, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 21. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 29. október kl. 13.00. Gunnlaugur Björnsson, Kolbrún Emma Gunnlaugsdóttir, Sverrir Andrésson, Ingibjörg Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Brynjólfur Jónsson, Karl Óskar Gunnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, ÓLAFÍA KRISTÍN GÍSLADÓTTIR, Kópavogsbraut 1B, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni fimmtudagsins 23. október. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd ástvina, Björg Atladóttir, Hilmar Pétur Þormóðsson, María Lára Atladóttir, Hörður Hagelund Guðmundsson, Gísli Árni Atlason, Kornelía Kornelíusdóttir, Arngunnur Atladóttir, Ragnar Már Einarsson, Ásgerður Atladóttir, Hilmar Sigurgíslason. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, AUÐUR VIGFÚSDÓTTIR WELDING, Árskógum 6, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans, Landakoti miðvikudaginn 22. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. október kl. 15.00. Snorri F. Welding, Ásta Lárusdóttir, Viðar F. Welding, Kristín Á. Björnsdóttir, Kristín F. Welding, Ólafur Guðvarðarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR BJÖRGVINSDÓTTUR. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir ómetanlega umönnun og umhyggju. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Björgvin Richard Andersen, Hafdís Helgadóttir, Karl Andersen, Lóa Sveinbjörnsdóttir, Fríða Bonnie Andersen, Sjöfn Kristjánsdóttir, Thelma Margrét Andersen, Daði Örn Andersen, Viktor Orri Andersen, Kristófer Atli Andersen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.