Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 ✝ Kjartan Guð-mundsson fæddist í Svefn- eyjum á Breiða- firði 30. apríl 1914. Hann lést á St. Franciskuspítal- anum í Stykkis- hólmi 13. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sigurborg Sturlaugsdóttir frá Akureyjum á Breiðafirði, f. 6.5. 1889, d. 5.12. 1980 og Guðmundur Gunnarsson frá Tindum á Skarðsströnd, f. 5.10.1878, d. 28.6. 1940. Systk- ini Kjartans sem upp komust voru Guðlaug Ósk, húsmóðir í Stykkishólmi, f. 24.2. 1913, d. 15.11. 1996, maki Jóhannes Guðjónsson verslunarmaður, f. 11.11. 1896, d. 8.2. 1994, Her- mann Kristinn, sjómaður í Stykkishólmi, f. 9.6. 1915, d. 15.7. 1978, Sigurður Gunnar, sjómaður í Stykkishólmi, f. 30.7. 1919, d. 11.5. 1944 og Sturlaug- ur nemi, f. 1.10. 1920, d. 16.3. 1940. Tveir drengir dóu í frum- bernsku, Óskar, f. 24.7. 1911, d. 5.8. 1911 og Kristján, f. 8.5. 1923, d. 15.7. sama ár. Árið 1918 fluttu foreldrar Kjartans í Akureyjar þar sem Guðmundur bjó á 1/4 parti á móti Ólafi mági sínum. Árið 1922 flutti fjölskyldan að Tind- um á Skarðsströnd og bjó þar til ársins 1933 er þau fluttu til Stykkishólms og keyptu hús við Bókhlöðustíg 5 sem þau nefndu Tinda. Guðmundur sótti sjó á sumrum en stundaði bókband á vetrum. Þegar fjölskyldan flutti varð Kjartan eftir hjá Karitas föður- systur sinni. Þau voru í húsmennsku á Hnúki á Skarðs- strönd og síðar Búðardal í sömu sveit. Skólagangan varð ekki löng en faðir hans, sem var mjög bókhneigður maður og skáld- mæltur vel, fékkst við barnakennslu og eflaust hafa hans börn hlotið góða uppfræðslu á þeirra tíma mælikvarða. Til foreldra sinna í Stykkishólmi flutti Kjartan árið 1939, ári áður en Guðmundur lést. Hann vann við þau störf sem til féllu svo sem beitningar og húsasmíði bæði í Hólminum og inni á Strönd. Ævistarf Kjartans átti þó eft- ir að verða sjósókn og sinn fyrsta bát keypti hann ásamt Valdimar Stefánssyni frá Bjarnarey á stríðsárunum. Bát- urinn hét Fönix og var sá fyrsti af fleiri bátum sem Kjartan eignaðist um ævina. Auk sjó- mennskunnar stundaði hann bú- skap, átti kindur og hesta inni á Tindum, nytjaði Akureyjar og allar eyjarnar sem heyra undir Skarð. Hjá föður sínum lærði hann bókband og stundaði það í hjá- verkum framan af ævi en seinni hluta ævinnar fékkst hann meira við bókbandið. Hann átti stórt og gott bókasafn og fal- lega innbundið. Kjartan verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Árið 1941 var ég send til sum- ardvalar hjá móðursystur minni Sigurborgu sem bjó með sonum sínum Kjartani og Hermanni á Tindum. Í minningunni er þetta sumar einn samfelldur sólskins- dagur og frænka mín og synir hennar urðu mér afar kær. Þetta sumar tengdist ég fólkinu á Tind- um vináttuböndum sem aldrei rofnuðu. Fyrir 15 árum fórum við fjölskylda mín í ferð vestur um Dali og Barðaströnd á slóðir for- feðranna. Kjartan kom með okkur og betri leiðsögumann er ekki hægt að hugsa sér. Hann var óþrjótandi fróðleiksbrunnur um þetta landsvæði, sem hann gjör- þekki. Fyrir tilstilli hans komumst við út í Akureyjar en það var há- punktur ferðarinnar. Í þessari ferð styrktust vináttubönd með Kjart- ani og börnunum okkar og hafa haldist æ síðan. Í rauninni var Kjartan tengiliður fjölskyldunnar við breiðfirskan uppruna hennar því hann lifði og hrærðist í heimi eyjabúskaparins löngu eftir að flestir aðrir ættingjar voru fluttir burt. Kjartan var hár maður vexti og bar sig vel. Hann var dagfarsprúð- ur en jafnan stutt í kímnina. Ætt- rækinn var hann og vinmargur og á ferðum sínum til Reykjavíkur var hann ötull við að heimsækja ættingja og vini og alls staðar au- fúsugestur. Hann var höfðingi í raun og greiddi oft veittan beina með því að bjóða út að borða á góðan veitingastað. Kjartan var mikill áhugamaður um brids og spilaði hvenær sem færi gafst. Enn eitt áhugamálið var ljósmyndun og hann átti mikið safn ljósmynda. Eftir að hann hætti sjósókn lagðist hann í ferðalög bæði hér heima og erlendis. Hann fór 6 ferðir um Evrópu og nokkrar til Sigurborgar systurdóttur sinnar í Englandi.. Kjartan bjó með móður sinni eftir að bræður hans létust. Þegar hann var orðinn einn í húsinu flutti hann í Tanga til Guðlaugar systur sinn- ar og Jóhannesar. Eftir að þau fóru á dvalarheimilið í Stykkis- hólmi bjó hann einn. Honum fórst heimilishaldið vel úr hendi enda mikið snyrtimenni. Hann tók ör- bylgjuofninn í sína þjónustu og eldaði handa sjálfum sér og gest- um sem bar að garði allt þar til hann veiktist fyrir nokkrum árum og flutti á dvalarheimilið. Þessi ástríki og barngóði frændi minn kvæntist ekki og eignaðist ekki börn en systurbörn hans voru hon- um afar hjartfólgin og hag þeirra bar hann mjög fyrir brjósti. Karvel Jóhannesson og hans fjölskylda eru einu afkomendur hjónanna í Tanga sem eftir eru í Stykkis- hólmi. Þau hafa annast Kjartan af mikilli alúð og verið hans stoð og stytta í erfiðum veikindum. Nú hefur elsku frændi minn kvatt þennan heim. Hann átti orðið erfitt með að sjá skoplegar hliðar tilver- unnar og var tilbúinn að fara og taka bridsslag með félögunum sem farnir voru á undan honum. Þó lík- aminn gæfi sig hélt hann andlegu atgervi ótrúlega vel. Ég þakka honum ótal fallegar minningar sem ég á frá samfundum okkar og við hjónin og fjölskylda okkar sendum fjölskyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Ragnheiður Jónsdóttir. Nú kveð ég þig með söknuði, nafni minn. Við áttum góðar stund- ir saman, allt frá því þegar þú hélst mér við skírn þar til við kvöddumst. Ég man þegar þú gafst mér lömbin og hana Móru mína, þó það hafi nú ekki endað vel fyrir þeim. Ég man þegar við fórum í lunda saman í Flatey, einnig allar sögu- stundirnar okkar um ferðir þínar erlendis, sjóferðir þínar og barátt- una við stóru lúðurnar. Ég sakna líka að skoða mynd- irnar úr myndaalbúmum þínum af haferninum. Ég þakka þér fyrir allt þetta. Já, nafni minn, við átt- um þær margar góðu stundirnar saman. Kjartan minn, þú varst gull að manni. Vonandi verða stund- irnar fleiri þegar við hittumst aft- ur, elsku frændi. Kjartan Jóhannes Karvelsson. Kjartan Guðmundsson✝ Kristján Hálf-dánsson fædd- ist á Kaldeyri við Önundarfjörð 3. mars 1929. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsi Ísa- fjarðar 16. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristjana Krist- jánsdóttir og Hálf- dán Magnússon. Hálfbræður Krist- jáns voru sam- mæðra séra Guð- mundur Óskar Ólafsson og samfeðra Jóhann Hálfdánsson. Kristján ólst upp hjá móður sinni og móðurforeldrum, Kristjáni Halldórssyni og Guðrúnu S. Jónsdóttur frá Kaldeyri við Ön- undarfjörð. Kristján kvæntist 29. júní 1955 maki Þórunn Ísfeld Jónsdóttir. Guðríður Rúna þjónustufulltrúi, f. 21.10. 1965, sambýlismaður Gunnar Ævar Jónsson. Kristján eignaðist nítján barnabörn og átján barnabarnabörn sem öll eru við góða heilsu að undanskil- inni Lilju, dóttur Kristjönu og Guðmundar Njálssonar, d. 1. maí 2006. Kristján stundaði nám við Hér- aðsskólann að Núpi og síðan Verslunarskóla Íslands. Kristján og Jónína bjuggu á Flateyri all- an sinn búskap að undanskildum átta árum er hann starfaði sem kennari við Héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði. Kristján stundaði hin ýmsu störf til sjávar og sveita framan af starfsævinni. Eftir að kennslu lauk starfaði hann sem skrif- stofumaður hjá Hjálmi hf. og Fiskvinnslunni Kambi hf. á Flat- eyri. Útför Kristjáns verður gerð frá Flateyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jónínu Hjartar- dóttur frá Flateyri, f. 3.2. 1930, d. 5.7. 1996. Þau hjón eign- uðust sjö börn, en stúlkubarn dó við fæðingu. Kristján eignaðist áður eina dóttur, Þórdísi Kristjánsdóttur sem er látin. Börn þeirra hjóna eru: Guð- mundur Helgi skip- stjóri, f. 20.10. 1952, maki Bergþóra Ás- geirsdóttir. Hinrik framkvæmdastjóri, f. 18.3. 1954, maki Ingibjörg Kristjánsdóttir. Hálfdán sendibílstjóri, f. 6.2. 1956, maki Hugborg Linda Gunnarsdóttir. Kristjana versl- unarkona, f. 14.1. 1958, maki Birgir Laxdal. Ragnar Hjörtur framkvæmdastjóri, f. 15.9. 1959, Elsku pabbi. Þá er komið að kveðjustund. Ég sit hér og hugsa um liðnar stundir og minnist ykkar mömmu með virð- ingu og þakklæti. Þakklæti fyrir uppeldið og öll þau ár sem við átt- um saman, þá lífsreynslu og það veganesti sem þið gáfuð mér út í líf- ið. Ég veit, þú hefðir sagt mér að herða huga minn. Ég hugga mig sem best, til að gera vilja þinn. Ég geymi hvert þitt bros í minning minni. Ég man og skal ei gleyma samvist þinni. (Hannes Hafstein.) Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir tímann sem við áttum saman. Blessuð sé minning þín og mömmu. Ástarkveðja. Þín dóttir Kristjana. Elsku besti afi minn. Dagurinn kom sem ég var búinn að kvíða fyr- ir, sá dagur þegar þú varst tekinn í burtu frá okkur. Núna ertu farinn og það er erfitt að kveðja og sætta sig við þá staðreynd, en það sem hjálpar mér í gegnum þennan erfiða tíma er að núna veit ég að þú ert kominn til Ninnu ömmu, þið eruð loksins saman á ný. Sú tilhugsun leyfir mér að brosa í gegnum tárin og sorgina. Elsku afi minn þú varst svo mikið krútt, þú varst líka bara svo mikill töffari. Þú varst alltaf svo snyrti- legur, rólegur og yfirvegaður. Þegar ég hugsa um þig get ég ekki komist hjá því að hugsa um það að Flateyri verður ekki sami staðurinn án þín, og ég er viss um að því eru margir sammála. Ég á eftir að sakna þess svo mikið að mæta þér ekki á rúntinum á rauða bílnum með Dínó geltandi í aftur- glugganum. Eða að geta ekki komið í heimsókn til þín og hlustað á sögur og slúður sem þú heyrðir á rúnt- inum og stolið nokkrum súkku- laðikúlum úr skálinni þinni. Ég á eftir að sakna þess svo að fá þig til okkar á jólunum og keppast við að eiga fleiri pakka undir trénu en þú. Ég á eftir að sakna þess svo að geta flýtt mér heim til þín til að sýna þér einkunnirnar mínar og monta mig aðeins, þú varst alltaf svo stoltur og ánægður með mig. Elsku afi minn, þú varst stór partur af lífi okkar hér á Flateyri og þín verður sárt saknað. Ég er svo þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og ég geymi allar góðu minningarnar um þig í hjarta mínu. Elsku afi, ég trúi því að þú sért núna kominn á betri stað og horfir niður til okkar og fylgist með okk- ur. Ég veit að núna ertu glaður að geta hjálpað ömmu að passa okkur. Og elsku afi minn, ekki hafa neinar áhyggjur, ég passa mömmu, litlu stelpuna þína. Ég lofa því að ég skal passa hana vel fyrir þig. Elsku afi minn, hugsaðu vel um þig og ömmu. Ég elska þig, afi minn, þú varst besti og svalasti af- inn. Þín afastelpa, Jónína Rut Matthíasdóttir. Hann Kiddi afi kvaddi þennan heim 16. október síðastliðinn. Það er mjög skrýtið að hugsa til þess að hann sé farinn. Hann virkaði alltaf svo hress og hraustur, ég átti ekki von á því að kallið hans kæmi strax. Á þessari stundu fer maður að hugsa til baka og rifja upp góðar minningar. Afi vann við skrifstofu- störf þegar ég var að alast upp á Flateyri. Ég man það þegar ég fór á skrif- stofuna til afa hvað það var allt snyrtilegt í kringum hann, röð og regla á öllu. Reikningunum raðað reglulega saman og allt fest saman í bréfaklemmu. Þegar ég hóf sjálf að vinna við skrifstofustörf þá var mér hugsað til hans og óskaði ég þess oft að hafa haft smá af hans skipu- lagi. Afi kom oft á skrifstofuna til okkar í kaffi og fylgdist með þróun- inni í skrifstofustarfinu og sagði sögur hvernig þetta hafi verið hjá honum þegar hann vann sömu störf á árum áður sem einkenndust af ná- kvæmni, skipulagi og samvisku- semi. Afi var alltaf fínn og vel til hafð- ur, hann var mjög heimakær en tók alltaf vel á móti manni þegar litið var inn til hans í heimsókn. Hann hafði mikinn áhuga á íþróttum og var það sameiginlegt áhugamál okkar. Við ræddum mikið um stöð- una í fótboltanum eða formúlunni þegar við hittumst en við vorum nú ekki endilega alltaf sammála um það hver væri bestur. Við áttum það líka sameiginlegt að vera hundaeig- endur en afi var mikill dýravinur sem sást svo vel á því hversu miklir félagar hann og hundurinn hans Dínó voru. Það verður skrýtið að koma til Flateyrar í framtíðinni og sjá ekki Kidda afa á rúntinum á rauðu Micr- unni með Dínó í afturglugganum. Á Flateyri leið honum vel og þar vildi hann helst vera. Það er með sorg í hjarta sem ég kveð Kidda afa en jafnframt með miklu þakklæti fyrir allt. Hann var einstakur karakter sem ég ber mikla virðingu fyrir. Ég sendi öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Kidda afa mínar dýpstu samúðarkveðjur. Kristjana Hinriksdóttir. Elsku besti afi minn. Margir segja að maður viti ekki hvað mað- ur eigi fyrr en það er horfið. Í þessu tilfelli er það ekki svo. Ég held að allir hafi verið nokkuð vissir um hvað þeir ættu góðan föður, afa, langafa og svo framvegis. Ég get alla vega sagt að ég var alveg viss um það hvar ég hafði þig. Í fyrsta sæti á afa-listanum. Ég á svo inni- lega eftir að sakna þín. Að koma í heimsókn til þín og fá volgt Diet Coke og kúlur og heyra allt slúðrið sem þú fréttir bara af því að fara á rúntinn niður á bryggju til að at- huga stöðuna á bátunum. Eða hversu þrjóskur þú varst, þú vildir alltaf verðlauna mann jafnvel þótt maður færi bara út með hann Dínó litla út í pínulítinn, stuttan göngu- túr. Elsku afi minn, sama þótt við söknum þín voðalega mikið, þá held ég að þú sjálfur hafir verið farinn að sakna ömmu voðalega mikið og ver- ið feginn að hafa fengið að hitta hana aftur. Ég vona að þú fylgist með mér og öllum hinum og hjálpir okkur í gegnum allt, bæði góðu og vondu tímana. Ég mun sakna þín voða mikið, elsku besti afi. Og jólin verða aldrei eins aftur án þess að heyra þig minnast á það aðra hverja mínútu hversu saddur þú ert og segja að jólagjafirnar væru allt of margar. Og það verður ekki eins að sjá ykk- ur Dínó keyra framhjá skólanum á morgnana þegar ég stend úti að krókna úr kulda og geta öskrað og vinkað og gargað eins og api, mont- að mig á að þetta sé afi minn á rauðu Micrunni. Elsku afi, takk fyr- ir allar góðu stundirnar. Þín afastelpa, Laufey Dröfn Matthíasdóttir. Mann setur hljóðan þegar eldri heiðursmenn falla frá. Ég hef þekkt Kristján Hálfdánarson síðan ég man eftir mér. Kiddi Hálfdánar, eins og hann var kallaður, var kvæntur móðursystur minni, Jón- ínu Hjartardóttur sem er látin fyrir tólf árum. Kiddi og Ninna bjuggu á Flateyri alla tíð að undanskildum nokkrum árum sem þau bjuggu á Núpi í Dýrafirði, en þá var Kiddi kennari við héraðsskólann þar. Kristján Hálfdánarson var skrif- stofumaður lengst af hjá fisk- vinnslufyrirtækjum á Flateyri. Ég minnist þess í bernsku að Kiddi vann á skrifstofunni hjá Ísfelli en svo hét frystihúsið á Flateyri í þá daga. Síðan þá hefur Kiddi alltaf verið með þegar ný fiskvinnslufyr- irtæki hafa sprottið upp og hafa starfskraftar hans, þekking og lagni nýst mörgum. Hann studdi vel við bakið á börnum sínum sem lengi hafa staðið fyrir atvinnuuppbygg- ingu á Flateyri, meðal annars í fyr- irtækinu Kambi. Kiddi var ákaflega ljúfur maður og sérstaklega barn- góður. Það var sama hvenær maður hitti Kidda þá hafði hann tíma til að spjalla um hvað sem er. Ninna og Kiddi áttu 6 börn sem við bræður mínir og ég höfðum mik- ið samband við á meðan við bjugg- um á Flateyri. Það var oft þröngt en allir voru samhentir að leysa þau mál sem upp komu, jafnt vandamál sem önnur mál. Mér er sérstaklega hlýtt að minnast þeirra stunda sem ég hef átt með Kidda og Ninnu um ævina. Síðustu árin bjó Kiddi einn í húsi sínu á Kambinum en þar átti hann heimili alla tíð á Flateyri. Hann átti við nokkur veikindi að stríða síð- ustu árin og var að honum lagt að flytja suður þar sem læknisaðstoð og umönnum væri betri. Hann sagði að það væri óþarfi og það lengsta sem hann gekk í því máli var að hann sagðist ætla að „hugsa málið“. Slík afstaða lýsir honum best sem afar sjálfstæðum einstaklingi. Við Jagga og börn okkar sendum frændsystkinum okkar og öðrum aðstandendum Kristjáns Hálfdán- arsonar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Hjörtur Hjartar. Kristján Hálfdánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.