Morgunblaðið - 03.11.2008, Page 19
Daglegt líf 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008
Skráning er hafin í Ljósinu, Langholtsvegi 43 í síma 561-3770 og á ljosid@ljosid.org
Sjálfsmynd
Fjölskyldan
Vinir
Skólinn
Tilfinningar
Unglingar
Samskipti
Fyrirmyndir
og framkoma
10–13 ára (5-7 bekkur)
Námskeið fyrir börn 10–13 ára,
11. nóvember kl. 16:30 í 6 skipti, vikulega.
14–16 ára (8-10 bekkur)
Helgarnámskeið fyrir unglinga 14–16 ára,
helgarnar 8.-9. og 22.-23. nóvember.
3 tímar í senn.
Námskeiðin eru ókeypis.
Lj
ós
m
yn
d:
Ir
ja
Gr
ön
da
l,
12
ár
a
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru með margra ára starfsreynslu í að vinna
með börnum. Þær eru: Ósk Sigurðardóttir iðjuþjálfi með sérmenntun í
ævintýrameðferð fyrir börn, Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur,
Hrafndís Tekla Pétursdóttir sálfræðingur og Sigríður Birna Valsdóttir
kennari og leiklistarmeðferðarfræðingur.
Ljósið fer nú aftur af stað með styrkjandi námskeið fyrir börn og
unglinga sem eiga foreldri, systkini, ömmu, afa eða annan
aðstandenda sem hefur greinst með krabbamein.
Nú þegar hafa verið haldin námskeið fyrir aldurshópinn 6–9 ára
og 13–17 ára sem slegið hafa í gegn.
Námskeiðin stuðla að jákvæðri uppbyggingu og er mikið unnið með
lífsgleðina og það að lifa í nútímanum.
Fyrsti tíminn fjallar um innihald námskeiðsins og mætir aðstandendi
með barninu/unglingnum.
Námskeiðin enda með skemmtilegri pizzuveislu þar sem að ættingjar
eru velkomnir.
Skilningur, samkennd, umburðarlyndi,
traust og hlustun.
Námskeið fyrir
börn og unglinga
www.ljosid.org
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Þ
etta er náttúrulega svar
mitt við kreppunni. Að
koma sér upp hænum er
ótvíræð búbót. Það er
gott að sækja egg í mat-
inn út í kofa. Þær eru reyndar enn
svo ungar greyin að einungis ein
þeirra er farin að verpa annan hvern
dag, brúnum og fallegum eggjum
sem er aldeilis huggun harmi gegn í
samdrættinum,“ segir Sólmundur
Sigurðsson í Borgargerði í Ölfusi.
Hann er stoltur af hænunum sínum
fimm en þeim hefur hann reist sér-
lega veglegt hús, með hlöðnum
veggjum og torfþaki.
„Þegar ég lét loks verða af því að
fá mér hænur þá var ég ákveðinn í að
gera þetta sæmilega huggulegt. Ég
fékk flinkan hleðslumann, Stefán
Benediktsson, til að tyrfa þakið og
hlaða veggina. Ég vildi hafa torfveggi
til að fella hænsnahúsið sem best inn
í umhverfið og náttúruna hér. Ég
kærði mig ekkert um ljótan hænsna-
kofa.“ Vinnan við hænsnahúsbygg-
inguna tók töluverðan tíma enda
seinlegt að hlaða þykka veggina.
„Nágrannarnir stríða mér á því að
plássið kosti hundrað þúsund kall
fyrir hverja hænu hjá mér. Þetta hús
er því frekar langt frá því að skila
hagnaði, en ánægjan er ótvíræð.“
Hjólgraður hani í hænsnahóp
Dekurhænurnar hans Sólmundar
eru alíslenskar og fallegar eftir því og
engar tvær eins á litinn. „Ég fékk
þær í ágúst hjá henni Valgerði á
Húsatóftum. Þetta eru hamingju-
samar hænur enda eru þær mjög
frjálsar hjá mér. Ég hleypi þeim út
daglega og þá vappa þær hér um að
vild. Stundum fara þær yfir skurðinn
inn á næsta land við hliðina en þó
þær hafi ekki enn lært á landamæri
þá koma þær sjálfar til baka. Þær
hætta sér ekki of langt en ég hóa
þeim inn yfir nóttina svo minkurinn
nái þeim ekki.“
Hænurnar fimm hafa sér til fylgi-
lags reffilegan hana. „Þetta er hjól-
graður hani sem hefur ekki enn feng-
ið nafn. Ég vildi upphaflega hafa einn
hana og þrjár hænur og ætlaði að
skíra þær í höfuðið á núverandi og
fyrrverandi konum mínum, en sú
hugmynd fékk ekki brautargengi á
heimilinu. Þetta skekkir náttúrulega
stöðuna að hafa þær fimm, en
kannski á það eftir að passa seinna,“
segir Sólmundur og skellihlær.
Bærinn Borgargerði stendur undir
rótum Ingólfsfjalls í fallegu um-
hverfi. „Þetta er nýbýli, ég flutti
hingað fyrir tíu árum. Ég keypti
þessa sex hektara sem eru brot úr
jörðinni Akurgerði hér við hliðina.
Það vill svo til að ég er alinn upp á
þessum slóðum, ég flutti í Akurgerði
tveggja ára gamall með foreldrum
mínum. Auk þess bjó afi minn og
nafni í Hlíðartungu sem er hér beint
á móti. Þessar jarðir voru löngu farn-
ar úr fjölskyldunni þegar ég keypti
Borgargerði,“ segir Sólmundur sem
hefur því í raun snúið aftur til
bernskustöðvanna. Hann kann vel
við sig í sveitinni, er með tíu hesta og
títtnefndar fimm hænur auk hanans,
en hann hefur hug á að stækka bú-
stofninn.
„Mig dreplangar að hlaða gam-
aldags fjárhús og fá mér nokkrar
skjátur og verða alvöru frí-
stundabóndi.“
Fiðurfé í fögru húsi
Alvöru tennur Þennan karl gerði
listamaðurinn Sigurður faðir Sól-
mundar, en efniviðurinn er hval-
bein, hrosshár og tennur úr Brandi
syni hans sem hann lét draga úr sér
eftir tannpínu á sjó. Gleraugun eru
frá Sigurði sjálfum.
Morgunblaðið/Ómar
Brjáluð hæna Hún Doppa var ekkert sérstaklega ánægð þegar Sólmundur hafði fangað hana.
Fegurð Þær gleðja augað, frjálsar
og nýkomnar út í snjóinn, upp við
torfvegg með hananum reffilega.
ÞÓ að efnahagslægðin hafi víðast
hvar þau áhrif að fólk haldi að sér
höndum og hugsi sig tvisvar um áð-
ur en það dregur fram budduna,
segir Jónas Halldórsson í Antikbúð-
inni í Hafnarfirði nóg að gera hjá sér
þessa dagana.
„Fólk leitar í
eldri muni
og hlýlegra
útlit þeg-
ar að
kreppir
að,“
segir Jónas. Ekki er fólk þó ein-
göngu að kaupa muni, því nokkuð er
einnig um að fólk sé selja muni, gripi
sem e.t.v. voru búnir að safna ryki í
geymslunni um árabil. Aðrir forn-
gripasalar sem rætt var við voru á
sama máli. Kaup né sala höfðu e.t.v.
ekki enn tekið kipp – en í ljósi fyrri
reynslu gera þeir fyllilega ráð fyrir
að viðskipti eigi eftir að aukast
næstu mánuði.
Einn þeirra muna sem ratað hafa í
búðina hjá Jónasi nýverið, er skrif-
púlt sem hann segir ekki komið úr
ómerkari húsakynnum en Lærða
skóla. Skrifpúltinu á eldri maður að
hafa bjargað frá því að enda á haug-
unum fyrir mörgum áratugum
síðan, er til stóð að henda því
úr Lærða skóla á haugana.
„Þetta er áhugaverður
munur sem ber með sér
mikla sögu,“ segir
Jónas og vísar þar
til útskorinna
nafna sem rist
hafa verið í
borðplötuna.
Skrifpúltið
hefur líka vakið
mikla athygli
þeirra sem kíkt
hafa í verslunina,
en sjálfur telur Jón-
as ekki ólíklegt að
púltið eigi eftir að
enda í minja- og
handverkshúsinu
Kört í Trékyllisvík.
annaei@mbl.is
Sagan skorin
í skrifpúltið
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
F
ri
kk
i
Úr Lærða skóla
Jónas Hall-
dórsson með
skrifpúltið góða
sem bjargað var
frá því að lenda
á haugunum.