Morgunblaðið - 05.11.2008, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
ÞAÐ verður í höndum nýrra bankaráða, sem kosin
verða í þessari viku, hverjir fara með stjórn Glitnis,
Kaupþings og Landsbanka. Þetta sagði Björgvin G.
Sigurðsson viðskiptaráðherra að loknum fundi rík-
isstjórnarinnar í gær.
„Þarna var fólk sem stökk í mjög erfið og stór
störf á mikilvægum augnablikum í lífi þjóðarinnar.
Það skipti mestu máli á þeirri stundu að halda
bankakerfinu gangandi. Svo er ýmislegt sem við
þurfum að laga og höfum ekki gert nógu vel í öllum
flýtinum og kapphlaupinu,“ segir hann.
Björgvin sagði að ekkert benti til þess að lán
starfsmanna Landsbanka og Glitnis hefðu fengið sér-
meðferð eins og vísbendingar væru um að gert hefði
verið hjá Kaupþingi. „Gjörningurinn er riftanlegur
ef hann hefur verið óeðlilegur.“ Spurður hvort ekki
eigi að víkja þeim starfsmönnum sem verði rannsak-
aðir sagði Björgvin: „Forstjóri bankans var tekinn
utan frá. Hitt er verið að rannsaka. Ég ætla ekki að
dæma neinn fyrirfram en ég lít málið mjög alvar-
legum augum.“
Björgvin sagði Fjármálaeftirlitið nú rannsaka mál
bankastjóra Glitnis, Birnu Einarsdóttur, sem ætlaði
að kaupa í Glitni banka en kaupin gengu ekki eftir
vegna mannlegra mistaka. „Ég lýsi ekki yfir van-
trausti á nokkurn mann fyrirfram og treysti henni
að sjálfsögðu á meðan ekkert annað hefur komið
fram.“
Spurður um fregnir af því að starfsmenn Kaup-
þings hefðu stofnað einkahlutafélög um skuldir sínar
svarar Björgvin. „Það er örugglega margt sem hefur
verið gert í fjármálaumhverfi okkar sem er löglegt
en siðlaust. Við erum að fara í gegnum það núna
hvernig við byggjum upp nýtt, betra og heilbrigðara
fjármálakerfi í landinu.“
KAUPÞING EINN
MEÐ SÉRKJÖRIN
Ný bankaráð sem kosin verða í vikunni ráða hverjir
stjórna bönkunum Óeðlilegum viðskiptum verður rift
Morgunblaðið/Kristinn
Viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðsson útilokar ekki að nýir stjórnendur bankanna víki. Það sé í höndum
nýrra bankastjórna sem kosnar verði í vikunni. Núverandi stjórnendur hafi átt að halda bönkunum gangandi.
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Sam-
son, sem keypti Landsbankann af
ríkinu fyrir sex árum, fær ekki lengri
greiðslustöðvun. Það er úrskurður
Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í
gær. Bíða forsvarsmenn félagsins nú
eftir því að einhver lánardrottna óski
eftir gjaldþrotaskiptum þess.
Einn lánardrottna þeirra, Com-
merzbank International, höfðaði mál
og mótmælti framlengingu greiðslu-
stöðvarinnar, sem félagið fékk allt til
þriðjudagsins 28. október. Samson
skuldar Commerzbank annars vegar
tæplega 7,8 milljarða króna og hins
vegar nær 15,6 milljarða.
Í úrskurði héraðsdóms bendir verj-
andi bankans á að forsvarsmönnum
Samsonar sé fyllilega ljóst að virði
hlutarins í Landsbanka Íslands sé af-
ar takmarkað og vísar í fundargerð
þar sem stendur að yfirgnæfandi lík-
ur séu á því að ekkert eigið fé sé í fé-
laginu og að umtalsverðar líkur séu á
því að eignir bankanna hafi rýrnað
það mikið að eigið fé sé ekkert. Því sé
óþarfi að framlengja greiðslustöðv-
unina til að bíða og sjá hvers virði
eignarhlutur Samsonar sé í Lands-
bankanum eftir þjóðnýtinguna.
Magnús Hrafn Magnússon, lög-
maður Commerzbank, vildi ekki tjá
sig um hvort bankinn ætlaði að óska
eftir gjaldþrotaskiptum Samsonar en
í dómnum stendur að bankinn telji að
Samson sé þegar sýnilega orðið skylt
að krefjast gjaldþrotaskipta. Taldi
bankinn að jafnvel þótt það tækist að
innheimta allar kröfur Samsonar sem
og selja allar óveðsettar eignir á
markaði, fyrir utan óveðsett bréf í
Landsbanka, væri fjarri því að félagið
gæti staðið í fullum skilum við lán-
ardrottna sína.
Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður
Björgólfsfeðga sem eiga Samson,
segir að félagið hafi ekki átt aðrar
eignir en Landsbankann að heitið
gat. „Þannig að þau lán sem hvíldu á
Samson voru í uppnámi við setningu
neyðarlaganna.“ Því hefði verið óskað
greiðslustöðvunar og svo framleng-
ingar á henni sem ekki fékkst. „Frá
okkar bæjardyrum séð þýðir úr-
skurðurinn að nú sé í hendi kröfuhafa
að fara fram á gjaldþrotaskipti fé-
lagsins.“ Hann gefur ekki upp hverjir
helstu kröfuhafarnir eru en það sé
ekki Commerzbank. „Þetta er fyrst
og fremst afleiðing neyðarlaganna.
Þar sem Samson var fyrst og fremst
eignarhaldsfélag um hlut í Lands-
bankanum hefur úrskurðurinn ekki
bein áhrif á önnur félög í eigu Björg-
ólfs Thors Björgólfssonar og Björg-
ólfs Guðmundssonar.“ Hlutabréfin í
Landsbankanum hafi verið metin á
um 90 milljarða króna fyrir yfirtök-
una 6. október. Ólíklegt sé að lán-
ardrottnar fái eitthvað upp í kröfur
sínar.
Þorgerður Erlendsdóttir kvað upp
úrskurðinn. Þar stendur að þar sem
stærsti hluti félagsins hafi verið
41,85% hlutur í Landsbanka Íslands
hf. sé ekkert tilefni til að telja
greiðsluörðugleika hans aðeins tíma-
bundna. Því sé óþarfi að framlengja
greiðslustöðvunina.
Eignarhaldsfélagið Samson, stærsti eigandi gamla Landsbankans, fær ekki lengri greiðslustöðvun
Eigendur ætla að bíða þar til lánardrottnar óska eftir gjaldþrotaskiptum Kröfur fást ekki greiddar
Samson skal fara í gjaldþrot
Morgunblaðið/Golli
Björgólfur eldri Björgólfsfeðgar
áttu tæp 42% í Landsbankanum.
ÓLÍKLEGT er að Íslendingar komi
að stjórnun makrílveiða á næsta ári.
Á fundi í London í síðustu viku var
fjallað um þessar veiðar og var Ís-
lendingum í fyrsta skipti boðið að
senda áheyrnarfulltrúa á fund sem
þennan. Stefán Ásmundsson, skrif-
stofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu,
segist gera sér vonir um að Ísland
komi að stjórnun makrílveiða árið
2010.
Á fundinum í London hafi þátttaka
Íslands í málinu ekki verið mikið
rædd, þar sem ESB og Noregur og
Færeyjar hafi átt eftir að ganga frá
ýmsum málum í veiðistjórnuninni.
„Það er hins vegar alveg augljóst að
við höfum rétt til að nýta auðlindir
innan okkar lögsögu,“ sagði Stefán.
„Boð um þátttöku á fundinum þýðir í
mínum huga að við munum koma að
stjórnun veiðanna sem strandríki þótt
það verði væntanlega ekki á næsta ári
úr því sem komið er,“ sagði Stefán.
Aðspurður um stjórnun á veiðum á
kolmunna og norsk-íslensku síldinni
sagðist hann vonast til að gengið yrði
frá þeim málum í tengslum við árs-
fund NEAFC í næstu viku.
aij@mbl.is
Ísland
ekki að
stjórninni
Gæti komið að stjórn
makrílveiða 2010
GÍSLI Norð-
dahl, bygging-
arfulltrúi í
Kópavogi, mun
kynna sér hvað
fór úrskeiðis er
glerklæðning
féll af þriðju
hæð turnsins
við Smáratorg í
Kópavogi. Litlu
mátti muna að
alvarlegt slys yrði, en níu ára dreng-
ur skarst lítillega er glerbrotum
rigndi yfir hann.
Gísli Norðdahl sagði að embættið
hefði ekkert formlega með þetta
óhapp að gera þar sem húsið væri
fullbúið og starfsemi hafin þar.
„Hins vegar hljóta allir aðilar sem
tengjast þessari byggingu að kanna
hvað fór úrskeiðis og við munum
kanna málið,“ sagði Gísli Norðdahl.
Steinar Harðarson hjá Vinnueft-
irliti ríkisins sagði að starfsmenn
embættisins hefðu frétt af þessum
atburði í Morgunblaðinu í gær. „Þar
sem ekki er um vinnustað á bygging-
arstigi að ræða heldur fullbúið hús
heyrir atvik sem þetta ekki undir
Vinnueftirlitið,“ sagði Steinar.
aij@mbl.is
Skoða að-
stæður í
Turninum
Glerklæðning féll af
þriðju hæð hússins
Eftir Helga Ólafsson
Ólafsvík|Veturinn er genginn í garð
og jörð er hvít frá fjöru til fjalls.
Vegna hrakviðris að undanförnu
eru kindur komnar að húsi. Bekr-
arnir kumra í sinni kró.
Hrafnarnir eru komnir aftur og
kroppa bein og skrápa samkvæmt
gömlum afleiðusamningi. Smáfuglar
róta í moði.
Og mýsnar sjást líka í fjárhús-
unum. Þær hafa löngum þótt leiðir
gestir og margt verið gert þeim til
ömunar.
En nú hefur ýmislegt breyst.
Þær eru látnar í friði. Þeim er bara
gefið hornauga þegar þær eru að
skjótast. Nú er kominn skilningur á
að músaherinn sé samfélag í vanda
statt og þurfi því að hafa úti allar
klær til að þreyja veturinn. Er því í
gildi þegjandi samkomulag við
mýsnar um að reyna að þrauka
þetta saman.
Músaherinn í
vanda staddurBOGI Nilsson,
fyrrverandi ríkis-
saksóknari,
hyggst ekki stýra
því verkefni að
vinna skýrslu um
starfsemi Glitnis,
Landsbankans og
Kaupþings, þar
sem honum finnst
hann ekki lengur
njóta nægilegs almenns trausts til að
sinna því. Þetta kemur fram í til-
kynningu sem Bogi sendi fjölmiðlum
í gær.
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari
fór þess á leit við Boga um miðjan
síðasta mánuð að hann stýrði gerð
slíkrar skýrslu og féllst Bogi á það.
Var markmiðið einkum að skoða
starfsemi viðskiptabankanna
þriggja síðustu mánuði áður en
bankarnir sigldu í þrot og kanna
hvort eitthvað í starfsemi bankanna
gefi tilefni til lögreglurannsóknar.
Yfirlýsingu Boga má lesa í heild
sinni á www. mbl.is
Bogi Nilsson
hyggst hætta
Bogi Nilsson