Morgunblaðið - 05.11.2008, Page 8

Morgunblaðið - 05.11.2008, Page 8
8 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008 „ÞAÐ ER sársaukafullt að vera Íslendingur um þessar mundir. Bankarnir sviku þá, stjórnmála- menn brugðust þeim, bresk stjórnvöld segja þá glæpamenn og nú eru þeir pólitískur boxpúði í Skotlandi – það er ekki skrítið að Íslendingum finn- ist þeir illa leiknir.“ Þannig hefst grein Sally Magn- usson, fréttamanns hjá BBC í Bretlandi, sem birt- ist í skoskri útgáfu dagblaðsins Daily Mail í gær. Óréttlæti í garð Íslendinga Í greininni kemur Sally Íslendingum til varnar og segir þá ævareiða yfir því hvernig bresk stjórn- völd hafi beitt sér gegn þeim, m.a. með því að tengja þá við hryðjuverkastarfsemi. „Jafn leitt og þeim þykir að bæjarstjórnir og líknarstofnanir skuli hafa tapað fjárfestingum sínum í íslenskum bönkum, spyrja þeir jafnframt hvaða ríkisstjórn annarri yrði gert að bæta fjárfestum í einka- reknum banka erlendis tap,“ segir í greininni. Íslendingar séu reiðir og ráðvilltir vegna kú- vendingar á stöðu sinni í alþjóða- samfélaginu. Sally er hálfíslensk því hún er dóttir fjölmiðlamannsins kunna, Magnúsar Magnússonar, sem bjó í Skotlandi nærri allt sitt líf en hélt ávallt tengslum við Ísland, m.a. með þýðingum íslenskra bókmennta á ensku. Hún segir að stolt föður síns sem Íslendings hafi haft mikil áhrif á sig. Það hafi m.a. verið ástæða þess að hún lagði litla fjárhæð, sem hún fékk að gjöf frá honum, inn á Icesave- reikning. Hún segist fá fréttir frá vinum sínum á Íslandi og að Íslendingar séu ævareiðir. Reiðin beinist þó ekki alfarið gegn Gordon Brown. Þeir séu reiðir valda- klíkunni sem hafi látið það líðast að fyrrverandi for- sætisráðherra hafi verið gerður að seðlabanka- stjóra, reiðir milljarðamæringunum sem hafi sýnt glapræði í lántökum og einnig reiðir því að breskur almenningur og stofnanir hafi skaðast. Íslendingar séu einnig reiðir því að vandræði þjóðarinnar hafi blandast inn í sjálfstæðisumræð- una í Skotlandi. Verkamannaflokkurinn hefur not- að íslenska efnahagsvandann gegn Skoska þjóð- arflokknum sem rök fyrir því að Skotland sé betur komið innan Bretlands. jmv@mbl.is Íslendingar illa leiknir  Sally Magnusson skrifar grein til varnar Íslendingum  Mikil reiði sé ríkjandi í íslensku samfélagi sem beinist ekki síst gegn yfirvöldum og fjármálamönnum Sally Magnusson STUNDUM langar mann helst að skipta um stöðu við köttinn. Engum lætur betur en kettinum að slaka á og skeyta engu um heiminn í kringum sig. Þegar kötturinn fer svo á stjá lætur hann sig litlu varða troðnar slóðir og hefur bara eðlishvötina að leiðarljósi. Hann bara lifir og kann ekki annað. Morgunblaðið/Kristinn Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is MAKASKIPTI verða sífellt algeng- ari greiðslumáti í fasteignavið- skiptum, eftir því sem harðnar á dalnum í efnahagslífinu. Lausa- fjárskortur leikur ekki aðeins fjár- málastofnanir grátt, heldur einnig heimilin. Eftir sem áður verður fólk þó að búa í húsnæði sem hæfir fjöl- skyldunni og hagræðir búsetunni eft- ir því með margvíslegum aðferðum. Fasteignamat ríkisins hefur tekið saman hversu algeng skipti á hús- næði hafa verið síðan 1993, sem hlut- fall af heildarfjölda viðskipta á höf- uðborgarsvæðinu. Skipst á eignum þá og nú Þetta hlutfall var hátt á árunum 1994-1996, fór allt upp fyrir 40% ein- staka mánuði. Fasteignaverð rétti úr kútnum eftir efnahagslægðina á tí- unda áratugnum og fór að hækka á árinu 1998. Það gerðist þó ekki fyrr en eignaskipti af þessu tagi voru orð- in sjaldgæfari. Makaskipti voru orðin mjög fátíð árið 2000, enda þá orðið auðveldara að fjármagna kaupin eftir hefðbundnum leiðum. Þegar útlán bankanna voru svo í algleymingi í síðustu uppsveiflu voru makaskipti á fasteignum fáheyrð. Til dæmis var hlutfall kaupsamninga í hverjum mánuði, þar sem greitt var með skiptum á annarri fasteign, á tæplega eins og hálfs árs tímabili, frá mars 2005 til júlí 2006, að meðaltali 0,63%. Á sama tímabili mældist tólf mánaða raunhækkun á húsnæð- isverði yfirleitt í tugum prósenta. Nóg framboð var af lánsfé. Nú lækkar hins vegar raunverð fasteigna og kaupsamningum þar sem eignaskipti eiga sér stað fjölgar. 17,1% þinglýstra samninga á höf- uðborgarsvæðinu í síðasta mánuði var þess eðlis. Mikil aukning hefur orðið á þessu síðan í apríl, úr 4% í á bilinu 15-30%. Lausafjármunir fyrir fasteign Það er auðvelt að ímynda sér að svona viðamikil viðskipti verði erfið þegar peningar finnast ekki til að miðla milli eftirspurnarhliðar og framboðshliðar. Í stað þess að finna einn mann sem á peninga til að kaupa hús og þrjá aðra sem eiga íbúð, sum- arbústað og hraðbát til að selja þarf efnaður húseigandi nú að finna einn mann sem vill láta allt þetta þrennt í skiptum fyrir einbýlishús. Gangi hon- um vel að leita! FMR hefur einnig tekið saman, frá júní 2006, hversu algengt er að greitt sé með lausafé. Aukningin er ekki dramatísk en allmörg dæmi eru um að greitt sé með bílum. Þá eru dæmi um vélsleða, bát, aflamark, hlutabréf og fleira en vitað er að ýmislegt fleira er boðið í fasteignaviðskiptum um þessar mundir, svo sem byssusöfn og frímerkjasöfn svo eitthvað sé nefnt. Húsið fyrir íbúð og bát  Þegar framboð lánsfjár og reiðufjár er lítið tekur fasteignasala á sig aðra mynd  Makaskipti á íbúðum algeng. Bílar, bátar, kvóti og hlutabréf tekin sem greiðsla                             "% '  $%     "  !( )% *'&'+, -!     „ÉG er ekki í óþægilegri stöðu en það skiptir máli að allt komi upp á borðið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra. Eig- inmaður hennar, Kristján Arason, er einn þeirra starfsmanna gamla Kaupþings sem skráðir voru fyrir hlutum í forgangsrétt- arútboði árið 2004. Kristján var formaður eignarhlutafélagsins 7 hægri sem geymdi ævisparnað þeirra hjóna. „Það er óþolandi ef ég og ekki síst minn maður er settur í tortryggilega stöðu. Það verður allt að koma upp á borðið. Allir verða að tala hreinskilnislega og það hefur enginn neitt að fela í þessu,“ segir Þorgerður. „Langt er síðan til þessa félags var stofnað. Kristján hafði mikla trú á fyrirtækinu eins og menn höfðu í febrúar. Virði fyr- irtækisins jókst eftir það. Við ákváðum að setja okkar sparnað í þetta félag, trúðum því að íslenskt efnahagslíf myndi standa sig, trúð- um því að bankakerfið væri sterkt og eins og margir Íslendingar erum við búin að tapa miklum fjármunum. Þannig er nú einu sinni lífið þessa dagana.“ Þorgerður segir fjárhags- stöðu þeirra hjóna óljósa. „Það á eft- ir að gjaldfella skuldirnar.“ Hjónin séu þó ekki gjaldþrota. „Nei við er- um ekki gjaldþrota, en við höfum minna en áður, en það er eins og líf- ið er.“ gag@mbl.is Þorgerður ekki í þrot en staðan óljós Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir NÝTT háskólaráð Háskóla Íslands hefur verið skipað samkvæmt nýj- um lögum um opinbera háskóla. Í ráðinu eiga sæti Kristín Ingólfs- dóttir, rektor HÍ, formaður, Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við HÍ, Elín Ósk Helgadóttir, nemi við lagadeild HÍ, Gunnar Ein- arsson, bæjarstjóri í Garðabæ, Gunnlaugur Björnsson, vís- indamaður í stjarneðlisfræði við HÍ, Hilmar B. Janusson, efnafræðingur og framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs Össurar hf., Sig- ríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur og ráðgjafi, Sigrún Ingibjörg Gísla- dóttir, nemi við lagadeild HÍ, Val- gerður Bjarnadóttir, viðskipta- fræðingur og sviðsstjóri á Landspítala, Þorbjörg Helga Vig- fúsdóttir, námssálfræðingur og borgarfulltrúi og Þórður Sverr- isson, forstjóri Nýherja. Nýtt háskóla- ráð skipað Íslenska gámafélagið Rangt var farið með heiti Íslenska gámafélagsins í frétt í blaðinu í fyrradag, um minna sorp í krepp- unni. A. Agnes Gunnarsdóttir, sem rætt var við, er framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Íslenska gáma- félaginu. Skilgreining á neikvæðni Í grein eftir mig sem birtist í Morg- unblaðinu 4. nóvember og titlaðist „Máttur neikvæðrar hugsunar“ mis- ritaði ég skilgreiningu á neikvæðni. Í greininni stóð að neikvæðni væri fólgin í því að hugsa um vandamál og möguleika – hið rétta er að nei- kvæðni felst í því að hugsa um vandamál og fyrirstöður. Með þá skilgreiningu í huga öðlast greinin annað samhengi. Hægt er að lesa greinina með réttri skilgreiningu á www.gudjon- bergmann.blog.is. Guðjón Bergmann. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.