Morgunblaðið - 05.11.2008, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 05.11.2008, Qupperneq 13
Fréttir 13ALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008 Opinn fundur á vegum BSRB í dag kl. 16:30 - 18:00 í BSRB - húsinu Grettisgötu 89. Fjallað verður um skuldastöðu heimilanna og úrræði sem ákveðið hefur verið að grípa til vegna hækkandi lána. Framsögu hafa: Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri félags- og tryggingamálaráðuneytisins Svanhildur Guðmundsdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs Íbúðalánasjóðs Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna Fundarstjóri: Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB Að loknum stuttum framsögum verður opnað fyrir spurningar úr sal. Skuldirnar og heimilin - Hvað er að gerast? Vesturröst - Laugavegi 178 - S. 551 6770 - www.vesturrost.is Byssutilboð Remington 870 Express, 3" mag skiptanlegar þrengingar. Verð kr. 44.900 Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is EINN maður gæti öðlast yfirráð yfir næstum öll- um fjölmiðlum landsins, að Ríkisútvarpinu und- anskildu, og við blasir sú undarlega staðreynd að ríkisbanki virðist hafa átt frumkvæði að þeim gjörningi. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katr- ínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í utan- dagskrárumræðum um fjölmiðla á Alþingi í gær og vísaði hún til kaupa Rauðsólar ehf., félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, á fjölmiðlum 365, sem eru sögð hafa verið gerð með hjálp Landsbankans. Rauðsól er rosabaugur Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar og málshefjandi, sagði talað um afskriftir upp á fimm til sex milljarða og vildi skýr svör við því hvort ríkisbanki ætti hlut að máli. Sagði hann suma hluthafa í 365 vera ósátta við að verðmætustu eignir félagsins væru seldar til stærsta hluthafans áður en öðrum hluthöfum gæfist svigrúm til að at- hafna sig. Mögulega hefðu aðrir viljað kaupa fé- lagið án þess að þurfa að taka lán. Spurði Guðni hvort ríkisbanki, sem bæri fólk út af heimilum sín- um vegna vanskila, ætti að fjármagna einn at- hafnamann með þessum hætti. Væru allir frjálsu fjölmiðlarnir gjaldþrota hlyti að vera réttara fyrir ríkisbankana að selja þá á frjálsum markaði. „Ég fer fram á það að gjörningurinn verði stöðvaður,“ sagði Guðni og kallaði Rauðsól „rosabaug“. Þorgerður Katrín lagði áherslu á gegnsæi við allar ákvarðanir ríkisbankanna. „Það má ekki ger- ast að spurningar vakni um það hvort verið sé að hygla ákveðnum einstaklingum eða fyrirtækjum á kostnað heildarhagsmuna,“ sagði Þorgerður og kallaði eftir skýringum frá Landsbankanum. Yrði af kaupunum væri staðan mjög alvarleg fyrir fjölmiðla í landinu. „Það er með engu móti hægt að færa rök fyrir því að slík samþjöppun sé heilbrigð þegar litið er til lýðræðislegrar um- ræðu,“ sagði Þorgerður og áréttaði að fjölmiðla- lögin sem forseti Íslands neitaði að undirrita árið 2004 hefðu betur tekið gildi. Viljum ekki eitt ríkisútvarp Þá minnti Þorgerður á starfshóp sem mun fara yfir umhverfi fjölmiðla og á að skoða hvort rétt sé að takmarka umfang Ríkisútvarpsins á auglýs- ingamarkaði, til lengri eða skemmri tíma. „Við viljum ekki hafa hér eitt ríkisútvarp,“ sagði Þor- gerður en taldi þó varhugavert að færa einum manni allan auglýsingamarkaðinn á silfurfati. Skoða þyrfti vel rekstrargrundvöll RÚV, enda hlutverk þess mjög mikilvægt yrði samþjöppun frjálsu fjölmiðlanna að veruleika. Morgunblaðið/Kristinn Fjölmiðlar Fjölmiðlalögin, sem forsetinn neitaði að undirrita árið 2004, hefðu betur tekið gildi, sagði Þorgerður Katrín á Alþingi í gær. Einráður í fjölmiðlum  Rosabaugur segir Guðni Ágústsson um Rauðsól ehf.  Menntamálaráðherra kallar eftir skýringum frá Landsbanka um lánveitingu til Jóns Ásgeirs Brennt þjóðfélag Þingfundur hófst í gær með óund- irbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Nóg var af spurningum sem brunnu á þingmönnum og beindu flestir máli sínu til for- sætisráðherra. Í svari sínu til Ögmundar Jón- assonar sagði Geir H. Haarde nauðsynlegt að koma í veg fyrir að öfl sem ekki hefðu hagsmuni þjóðarbúsins að leiðarljósi misnot- uðu evrópskar reglur. „Það er eitt og annað í regluverki okkar sem eftir á hyggja reyndist ekki vel og krosseignarhald, eignarhald eign- arhaldsfélaga á hlutabréfum í bönkunum og fleira af því tagi eru atriði sem við höfum brennt okkur illilega á,“ sagði Geir. Rannsaka sjálfa sig Steingrímur J. Sigfússon, VG, vildi vita hvað liði hvítbókum og öðrum rannsóknum og þótti sem fram- kvæmdavaldið og „þeir aðilar sem komið hafa efna- hag landsins í kaldakol“ ætl- uðu aðeins að rannsaka sig sjálfir. Geir H. Haarde sagðist þegar hafa rætt við for- seta Alþingis. Eðlilegt væri að þingið hefði ákveðna forystu í þessum efnum. Varanleg ráð bráðum Guðni Ágústsson, Framsókn, kall- aði eftir upplýsingum um hvenær ný bankaráð tækju við stjórn- artaumum í hinu nýja ríkisbanka- kerfi, en einungis hefur verið skip- að í ráðin til bráðabirgða. Geir sagði ætlunina að ganga frá skip- un varanlegra bankaráða á næstu dögum og í samráði við stjórn- arandstöðuna. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 13.30 með óundirbúnum fyrirspurnum og síð- an eru fjórar fyrirspurnir á dag- skrá. ÞETTA HELST … Ögmundur Jónasson Geir H. Haarde LAUNÞEGI sem verður fyrir því að starfshlutfall hans er skert vegna samdráttar en missir síðar vinnuna vegna gjaldþrots fyrir- tækis síns mun fá tekjutengdar at- vinnuleysisbætur sem miðast við hans fyrra starfshlutfall. Frum- varp þessa efnis var lagt fram á Alþingi í gær en í því er einnig kveðið á um að það tímabil sem fólk á rétt á hluta tekjutengdra at- vinnuleysisbóta verði lengt. Lækki starfshlutafall launamanns í 75% mun hann því eiga rétt á 25% tekjutengdum atvinnuleysisbótum í tólf mánuði. Tilgangurinn með þessum breyt- ingum er að koma til móts við breyttar aðstæður á vinnumarkaði en forysta atvinnulífsins hefur hvatt til þess að fyrirtæki lækki fremur starfshlutfall starfsmanna sinna en að grípa til uppsagna. halla@mbl.is Bætur miðist við 100% starf VALGERÐUR Bjarnadóttir sviðs- stjóri tekur sæti Samfylkingarinnar í bankaráði Seðlabankans í stað Sig- ríðar Ingibjargar Ingadóttur, sem sagði sig nýverið úr ráðinu. Alþingi kaus einnig nefndarmenn í þróunarsamvinnunefnd í gær. Í henni sitja: Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur, Haukur Már Har- aldsson kennari, Drífa Hjartardóttir framkvæmdastjóri, Guðrún Ög- mundsdóttir, fyrrverandi alþingis- maður, Sigfús Ólafsson viðskipta- fræðingur, Katrín Ásgrímsdóttir garðyrkjubóndi og Ásgerður Jóna Flosadóttir stjórnmálafræðingur. Valgerður í seðlabankaráð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.