Morgunblaðið - 05.11.2008, Side 14

Morgunblaðið - 05.11.2008, Side 14
FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is INNLENDIR framleiðendur á mat- vöru margs konar, hreinlætisvörum og pappír, sem Morgunblaðið ræddi við, segjast flestir hafa nægt hráefni til að vinna úr en fari gjaldeyr- isviðskipti ekki að komast í samt lag gætu einhverjir lent í vandræðum strax í næsta mánuði. Þó að búast megi við samdrætti í jólaversluninni eru framundan mikilvægir mánuðir í rekstri fyrirtækja sem framleiða vöru sína fyrst og fremst fyrir inn- anlandsmarkað. Vegna hækkunar á innfluttum vörum og tafa á innflutn- ingi á þeim hefur sala á íslenskum vörum aukist töluvert, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, og nem- ur aukningin í mörgum tilvikum nokkrum tugum prósenta á síðustu vikum. Birgjar verið erfiðir Íslensk-ameríska er stór aðili á markaðnum. Það á og rekur Myll- una, Ora, Frón og Kexsmiðjuna, auk fleiri fyrirtækja, með alls um 350 manns í vinnu. Egill Ágústsson, framkvæmdastjóri Íslensk- ameríska, segir að í meginatriðum hafi gengið vel að afla hráefnis fyrir framleiðslufyrirtækin „Að vísu hafa nokkrir birgjar verið okkur erfiðir og beðið um fyrirframgreiðslu en sem betur fer eru þeir fáir og yf- irgnæfandi meirihluti hefur sýnt stöðu okkar skilning,“ segir Egill. Um sölu á vörunum segir hann hana hafa tekið mikinn kipp, Íslend- ingar séu greinilega fljótir að átta sig á að miklu máli skipti að styðja við bakið á íslenskum iðnaði. „Ef við flyttum þessar sömu vörur inn vær- um við með brot af þessum fjölda í vinnu og notuðum mun meiri gjald- eyri,“ segir Egill. Talsmenn þeirra iðnfyrirtækja sem rætt var við höfðu svipaða sögu að segja. Þórður Kárason, fram- kvæmdastjóri Papco, segir fyr- irtækið hafa sérkjör hjá Seðlabank- anum um að fá gjaldeyri fyrir hráefni en Papco framleiðir m.a. sal- ernispappír og eldhúsrúllur. Við- skiptin taki langan tíma en mestur vandinn sé sá að greiðslufrestur fyr- irtækja erlendis sé enginn, ekkert fáist nema gegn staðgreiðslu. Von- andi opnist fyrir ábyrgðir á íslensk fyrirtæki í desember en takist það ekki gæti framleiðslan komist í upp- nám. Papco hefur náð að bregðast við aukinni eftirspurn með því að setja á tvöfaldar vaktir en hjá fyr- irtækinu starfa um 25 manns. Hefur framleiðslan aukist um 40-50% síð- ustu mánuði. Mjöll-Frigg framleiðir margs kon- ar hreinlætisvörur, er með verk- smiðju á Akureyri en höfuðstöðvar í Kópavogi. Kristján Grétarsson framkvæmdastjóri segir fyrirtækið enn hafa nægt hráefni síðan í stórum innkaupum í sumar. En hvað úr hverju fer fyrirtækið að lenda í vandræðum ef allar umsóknir um gjaldeyri fást ekki afgreiddar. Hið jákvæða við kreppuna segir Kristján vera að salan hafi aukist verulega. Guðrún Á. Jóhannsdóttir, rekstr- ar- og fjármálastjóri Kötlu, segir fyrirtækið hafa náð að afla sér nægj- anlegs hráefnis til framleiðslunnar en Katla flytur inn, pakkar og fram- leiðir ýmsar neytendavörur, m.a. bökunarvörur sem nú eru eftirsóttar fyrir jólin. Enda segist Guðrún hafa orðið vör við stóraukna sölu á Kötlu- vörunum. „Við höfum orðið að for- gangsraða í okkar pöntunum og náð að bjarga okkur hingað til. Gjaldeyr- iskaup sem áður tóku tvær mínútur geta núna tekið upp undir viku,“ segir Guðrún. Gætu lent í vanda Morgunblaðið/Golli Íslenskt Myllan er meðal þeirra íslensku framleiðslufyrirtækja sem eru töluvert háð innflutningi á hráefni. Innlendir framleiðendur hafa náð að bjarga sér um gjaldeyri en rætist ekki úr gæti framleiðslan raskast í næsta mánuði Í HNOTSKURN »Mjólkursamsalan hefurnáð að útvega allar um- búðir fyrir mjólkurvörurnar. Magnús Ólafsson forstjóri tel- ur fyrirtækið vera framarlega á lista Seðlabankans. » Í auknum mæli hafa ís-lensk fyrirtæki náð að flytja inn vörur með við- skiptum um erlenda banka- reikninga sem þau hafa fengið aðgang að. 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008 Skipulagsauglýsing Breyting á deiliskipulagi í landi Húsafells III: Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í landi Húsafells III. Um er að ræða deiliskipulag vatnsaflsvirkjunar og flugbrautar. Megin breyting á skipulaginu er að hætt er við færslu farvegar Kaldár yfir í Kiðá ofan við flugbraut. Tillagan verður til sýnis frá og með 5. nóvember til 10. desember. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum til 10. desember. Athugasemdum skal skila til verkefnastjóra skipulagsmála í ráðhús Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 Borgarnesi. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir. Framkvæmdasvið Borgarbyggðar. VEXTIR á lánum lífeyrissjóðsins Stapa lækka 1. desember úr 5,7% í 5,2%. Kári Arnór Kárason fram- kvæmdastjóri segir að háir vextir skili ekki endilega hærri vaxta- tekjum þar sem há greiðslubyrði auki líkur á útlánatöpum. „Við teljum því rétt að lækka vexti fremur en hækka við þessar aðstæður,“ segir Kári á heimasíðu Stapa. Stapi lækkar vexti af lánum sjóðsins SKRIFAÐ hefur verið undir sam- starfssamning milli Ungmenna- félags Íslands, Bændasamtaka Ís- lands og Kvenfélagasambands Íslands um félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr“. Nokkur námskeið hafa þegar verið haldin en hlutverk þeirra er að sjá fé- lagsmönnum fyrir fræðslu í ræðu- mennsku og fundarsköpum. Þátt- takendur fá æfingu í framkomu, framsögn og þjálfun í fund- arsköpum. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, for- maður UMFÍ, sagðist eftir undir- skriftina vonast eftir því að nám- skeiðin yrðu þátttakendum til skemmtunar og umfram allt gagn- leg. Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtaka Íslands, tók undir orð formanns UMFÍ og sagði tímasetningu námskeiðanna góða í þeim erfiðleikum sem samfélagið væri að fara í gegnum um þessar mundir. Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands, lýsti ánægju með samstarfið sem væri Kvenfélagasambandinu ómet- anlegt. Hún vonaðist eftir að konur yrðu duglegar við að taka þátt í námskeiðunum. Sigurður Guðmundsson hefur verið ráðinn til að stjórna félags- málafræðslunni en hann er íþrótta- fræðingur að mennt. Samið Haraldur Benediktsson frá BÍ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir frá UMFÍ og Sigurlaug Viborg frá Kvenfélagasambandinu eru samtaka. Samið um félagsmálafræðsl- una „Sýndu hvað í þér býr“ ÞANN 1. október sl. tóku gildi breytingar á umferðarlögum sem miða að því að fækka óskoðuðum ökutækjum í umferð. Að jafnaði eru um 20.000 ökutæki í notkun sem ekki hafa verið færð til skoðunar, sum þeirra jafnvel stórhættuleg vegna ástands þeirra. Samkvæmt lagabreytingunni skal setja 15.000 króna gjald sem eigandi eða umráðamaður ökutæk- is skal greiða við almenna skoðun og endurskoðun hafi ökutækið ekki verið fært til skoðunar á réttum tíma. Heimilt er að lækka gjaldið um allt að 50% verði það greitt inn- an tiltekins frests eftir að það er lagt á. Einnig má hækka gjaldið um allt að 100% verði það ekki greitt við almenna skoðun sé þess krafist. Eins og fram kemur að ofan tóku lögin gildi í október sl. en áhrifa þeirra mun ekki gæta fyrr en 1. jan- úar nk. Þá munu eigendur og for- ráðamenn ökutækja sem ekki hafa verið færð til skoðunar þurfa að greiða fyrrnefnt gjald. Morgunblaðið/Golli Skoðun Stefnt er að því að sekta þá sem trassa skoðunarskylduna. Bílaskoðun eða sekt Á laugardag nk. kl. 10.30-14.00 stendur SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla, fyrir málþingi á Háskólatorgi um netnotkun barna og unglinga. Það er nauðsynlegt að foreldrar geri börnum sínum grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir að vera í netsambandi við aðra ein- staklinga. SAFT ásamt lögreglunni, Microsoft á Íslandi og Landssamtökum um örugga netnotkun barna og unglinga á Íslandi vill í ljósi frétta um að börn setji klámmyndir inn á netið til að áreita og leggja önnur börn í einelti vekja athygli á því að hægt er með auðveldum hætti að rekja slóð fólks á netinu. Gildir þá einu hvort um sé að ræða skilaboð sem send eru á félagsnetsíðum eins og Myspace og Facebook og samskipta- forritun á borð við msn eða þegar einstaklingar hakka sig ólöglega inn á netsvæði annarra. Sömuleiðis er mikilvægt að muna að allt efni sem sett er á netið er öllum opið og aðgengilegt. Ótrúlega auðvelt er að rekja slóð fólks á netinu STJÓRN Sambands íslenskra aug- lýsingastofa (SÍA) segir, í tilefni af umræðu um auglýsingar í sjón- varpi, að stuðla þurfi að eðlilegri samkeppni á íslenskum auglýs- ingamarkaði. Telur SÍA hæpið að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði miðað við óbreytt ástand og umhverfi á auglýsingamarkaði. Um leið vill stjórn SÍA hvetja til þess að ákvarðanir um aðkomu RÚV á auglýsingamarkaði séu teknar með langtímasjónarmið í huga og jafnvel sé horft til ná- grannalanda í þeim efnum. SÍA er reiðubúið til að taka þátt í þeirri umræðu enda hagsmunir um- bjóðenda sambandsaðila ríkir hvað þetta varðar, segir í ályktun sem stjórn SÍA sendi fjölmiðlum í gær- dag. Vilja ekki að RÚV hverfi af auglýs- ingamarkaði STUTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.