Morgunblaðið - 05.11.2008, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.11.2008, Qupperneq 17
Fréttir 17VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008 Bankastjórar og framkvæmdastjórar gamla Landsbank- ans höfðu fengið 115 milljónir króna að láni hjá bank- anum samkvæmt hálfs árs uppgjöri. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins var stjórnendum bankans ekki lánað til að kaupa hlutabréf í bankanum, ólíkt því sem tíðkaðist bæði hjá Glitni og Kaupþingi. Þegar Sigurjón Árnason, þá bankastjóri Landsbank- ans, var spurður um lán til stjórnenda við kynningu á uppgjöri fyrsta ársfjórðungs þessa árs í Iðnó 6. maí, sem þá nam 158 milljónum króna, sagði hann þetta mest lán til fasteignakaupa. Sáralítið af þessum lánum hefðu hann og Halldór J. Kristjánsson, sem einnig gegndi stöðu bankastjóra, tekið. Enn óljóst með lán í Glitni Ekki er enn búið að ákveða hvað gert verður við lán sem stjórnendur Glitnis tóku til hlutabréfakaupa í bankanum samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Þegar sex mánaða uppgjör bankans er skoðað námu skuldir forstjóra og helstu stjórnenda Glitnis rétt rúm- lega níu milljörðum króna. Þessar skuldir jukust um 7,2 milljarða á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Á fundi með starfsmönnum Glitnis 29. september sl. lét Lárus Welding forstjóri þau orð falla að hann myndi „persónulega“ sjá til þess að „komið yrði til móts við“ þá starfsmenn sem ættu hlutabréf í bankanum og stæðu illa þegar til stóð að ríkisvæða bankann. Skoða hvort rifta eigi ákvörðun Samkvæmt yfirlýsingu frá stjórn Nýja Kaupþingi í gær var persónuleg ábyrgð starfsmanna á lánunum til hluta- bréfakaupa í bankanum takmörkuð þegar söluréttur á bréfunum var felldur niður á árinu 2005. Persónuleg ábyrgð starfsmanna var síðan alfarið felld niður í sept- ember 2008. „Stjórn Nýja Kaupþings banka hf. hafði frumkvæði að því að fá utanaðkomandi álit lögmanns á því hvort ákvörðun frá því í september síðastliðnum væri riftanleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þegar slík álitsgerð liggi fyrir muni stjórn bankans innheimta kröfurnar í samræmi við gerða lánasamninga. bjorgvin@mbl.is Landsbankinn sér á báti Morgunblaðið/Sverrir Stjórnendum var ekki lánað til að kaupa hlutabréf bankans Ólíkur Ekki tíðkaðist í Landsbanka að lána stjórnendum til hlutabréfakaupa ólíkt því sem gilti í Kaupþingi og Glitni.    . /.01 /201     34. . /04 /.0    !" # $#%& 131 3. /01 /02   '()* + 32 3.4 /0 /0     2 .2 50 /20    !" #              !""# $%#& '( #  &# +, #-., + /01/ 23., 0045/1/ 23., *67#., 8,*7 #073,9:;# %# <-  %7/1/ 23., =23>7 : 0., / ., )?@$ )/2 2/A2// #'B /,C., D##2/., ) (*(%+ ## + 7-+7/!E# + 7-? /  2 ?F' *70 07 'G/ E 0 $H. /B7., I7 #2#57 ., $ (,( +-# . J 2/E+2 7 2 J  81/ %7., 8 37B ., /   (  02 02  6 . 01 .0 4101 420  40  40 4..0 6 6             I7#0737 %:#7 # (7C K 0%:#L =23)       A     A   A A   A A A     A A   A  M  M  M  A  A M  A A  M A A  M A A  A A A A A A  A A A M  A  A  M  A A  M A A 'B5%7 47#073 A  A   A  A A A A A A A  A  :#  7 : 47#04 /#       A               +( +( +( +( +(  +( +( ÞETTA HELST ... „ÞETTA er langtímafjárfesting,“ segir Guðmundur Örn Þórðarson, en Birgir Bieltvedt og Guðmundur, sem eiga saman BG Partners, leiða hóp fjárfesta sem keypti 81% í Skeljungi á dögunum. Guðmundur segir að engin áform séu uppi um breytingar á innviðum félagsins eða stjórnenda- teymi þess. Glitnir, sem á í dag 19% í Skelj- ungi, hafði áður sölutryggt félagið en það hafði verið í söluferli í tæpt ár hjá fyrri eiganda, Fons eignarhalds- félagi. Ekkert liggur fyrir um áform Glitnis varðandi sinn eignarhlut. Ásamt Birgi og Guðmundi sitja í nýrri stjórn Ríkharður Ottó Rík- harðsson, Eygló Björk Kjartans- dóttir og Svanhildur Nanna Vigfús- dóttir. Að beiðni fyrri eiganda, Fons eignarhaldsfélags, er kaupverðið trúnaðarmál. Fráfarandi stjórn hef- ur þegar látið af störfum. thorbjorn@mbl.is Teymi fjárfesta keypti Skeljung ● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 1,3% í gær sem var mjög frábrugðið því sem gerðist í öllum helstu kauphöllum í nágranna- löndunum, en hækkanir voru miklar víðast hvar. Viðskipti með hlutabréf námu samtals um 169 milljónum króna, mest með hlutabréf Føroya banka, eða fyrir um 117 milljónir, og hækk- uðu bréf bankans um 3,1%. Hlutabréf Atorku lækkuðu mest í gær, 23%, en þau hækkuðu um 30% í fyrradag. Þá lækkuðu bréf Bakka- varar um 8,0%. gretar@mbl.is Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni lækkaði Langmest lánað til stjórnenda Samkvæmt efnahagsreikningi Kaupþings lánaði bankinn alls rúm- lega 50 milljarða króna til starfs- manna svo þeir gætu keypt hluti í fé- laginu. Langstærsti hluti þessara lánveitinga var til stjórnenda og val- inna lykilstarfsmanna. Heimildir Morgunblaðsins herma að stærstu lánin hafi verið veitt til Hreiðars Más og Sigurðar Einarssonar, fyrrver- andi stjórnarformanns bankans. Lánveitingar til fyrrverandi fram- kvæmdastjóra bankans, sem margir hverjir eru meðal helstu stjórnenda Nýja Kaupþings í dag, vógu einnig þungt. Auk þess fékk fjöldi almennra starfsmanna lánaðar milljónir króna hver til að kaupa hluti í Kaupþingi. Veðköll voru í lánasamningum Hluti þeirra starfsmanna sem fengu lán settu fram viðbótartrygg- ingar sem áttu að bera hluta af lán- unum. Öllum lánasamningum fylgdu veðköll sem gerðu Kaupþingi kleift FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is YFIRLÝSINGUNA sem hópur stjórnenda og lykilstarfsmanna Kaupþings er með í höndunum um að þeir þurfi ekki að greiða lán sem þeir fengu til að kaupa hluti í félaginu gaf Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og fyrri stjórn bankans samþykkti hana. Hún var gerð í lok september síðastliðins, rétt áður en að Kaupþing féll, og fól í sér að ekki yrði gengið á persónulegar ábyrgðir hópsins. Einu tryggingarn- ar sem bankinn hafði fyrir lánveiting- unum til þessara starfsmanna voru því veð í hlutum þeirra, sem í dag eru verðlausir. að kalla eftir auknum tryggingum ef hlutir í bankanum færu að lækka í verði. Þeim var aldrei beitt þrátt fyrir að gengi bréfanna hefði fallið mikið á liðnu ári. Þess í stað hvöttu stjórn og stjórnendur Kaupþings starfsmenn sína til að selja ekki bréfin sín til að veikja ekki tiltrú markaðarins. Samþykkt að breyta skuldum Fjölmiðlar hafa sagt frá því á und- anförnum dögum að sumir starfs- menn Kaupþings hafi fært eignar- hluti sína í bankanum yfir í einkahlutafélög skömmu áður en að hann var þjóðnýttur. Við slíkar til- færslur minnka persónulegar ábyrgðir þeirra á lánunum. Þegar flestir starfsmannanna hófu að kaupa hluti í bankanum mátti slíkt hins veg- ar ekki vegna tilskipunar frá Evrópu- sambandinu (ESB) um gagnsæi í eignarhaldi. Þeim reglum var síðar breytt. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru dæmin um færslur af þessu tagi þónokkur. Til þess að hægt sé að færa skuldir einstaklinga yfir í félög þarf að framkvæma skil- málabreytingu á upphaflegu láni til þeirra. Slíkar breytingar þarf stjórn- andi í bankanum að heimila. Því er ljóst að stjórnendum bankans var það fullljóst að tilfærslurnar áttu sér stað. Heimildir Morgunblaðsins herma að nú standi yfir athugun á því hjá innri endurskoðun Kaupþings hvernig á þessu standi og hver hafi heimilað til- færslurnar. Forstjóri fríaði starfsmenn ábyrgð  Hreiðar Már gaf yfirlýsingu um takmarkaða ábyrgð á hlutum í septemberlok  Stjórn Kaupþings samþykkti hana  Rúmlega 50 milljarðar lánaðir til starfsmanna til að kaupa í bankanum Sala hluta- bréfa rannsökuð Sænsk lögreglu- yfirvöld rannsaka sölu Moderna í Carnegie LÖGREGLUYFIRVÖLD og fjár- málaeftirlitið í Svíþjóð hafa tekið sölu Moderna Finance á 7,5% hlut í sænska fjárfestingabankanum Carnegie í síðasta mánuði til rann- sóknar. Moderna Finance er dóttur- félag íslenska fjárfestingafélagsins Milestone sem er í eigu Karls Wer- nerssonar og fjölskyldu. Moderna Finance greindi frá því hinn 8. október síðastliðinn að félag- ið hefði minnkað hlut sinn í Carnegie úr 17,6% í 10,1%. Í frétt á fréttavef sænska blaðsins Dagens Industri (DI) segir að um tveimur vikum síð- ar hafi Carnegie birt mjög slæmt þriggja mánaða uppgjör. Sænski seðlabankinn veitti Carnegie neyð- arlán upp á 5 milljarða sænskra króna vegna slæmrar stöðu bankans. Í kjölfarið lækkaði gengi hlutabréfa Carnegie mikið, eða um liðlega 60% á einum degi, eftir að greint hafði verið frá neyðarláninu. Mál þetta er tilkomið vegna þess að Anders Fällman, aðstoðarfor- stjóri Moderna, sem á einnig sæti í stjórn Carnegie, flokkast sem inn- herji og má því ekki eiga aðild að sölu hlutabréfa í félagi í minnst 30 daga áður en uppgjör er birt. gretar@mbl.is FLUGFÉLÖGIN Air Berlin og Norwegian og ónefnt arabískt flugfélag eru sögð hafa áhuga á að kaupa að minnsta kosti hluta af danska lággjaldaflugfélaginu Sterl- ing. Segir í frétt Jótlandspóstsins að hugsanlega muni takast að ganga frá samningum fyrir vikulokin. Fons, fé- lag í eigu Pálma Haraldssonar og Jó- hannesar Kristinssonar, fór í síðustu viku fram á gjaldþrotaskipti Sterling. gretar@mbl.is Tilboð í þrota- bú Sterling ● ÚTGEFENDUR skuldatrygginga á skuldabréf Landsbankans munu greiða meira en 1,3 milljarða evra til þess að jafna afleiðusamninga sem urðu virkir þegar íslenska ríkið tók yf- ir stjórn bankans í síðasta mánuði, að því er fram kemur á vef Bloom- berg. Á uppboði með skuldatrygg- ingar á skuldabréf bankans í gær seldust tryggingarnar fyrir 3,375 sent á móti evru. Verðið þýðir að út- gefendur skuldatrygginga munu þurfa að greiða kaupendum skulda- bréfa rúmlega 96,6% af kaupverð- inu. Uppboðið í gær var fyrsta upp- boðið af þremur í þessari viku á skuldatryggingum á skuldabréf ís- lensku bankanna. thorbjorn@mbl.is Tryggingar fóru fyrir 3,4% af verði bréfa Hjá Kaupþingi var mjög ríkt að starfsmenn samsömuðu sig með bankanum og lagt mikið upp úr því að árangur lykilstarfsmanna tengdist heildarárangri bankans. Slíkt var tryggt með kaupréttar- samningum sem gerðu þessum hópi kleift að fá lánað hjá bank- anum fyrir hlutum í honum og setja hlutina sjálfa sem veð fyrir láninu. Því ríkara sem Kaupþing varð, þeim mun ríkari urðu starfs- mennirnir. Stærsti hluti þessa hóps starfaði enn hjá Kaupþingi þegar bankinn féll og hafði aldrei selt sína hluti. Þegar halla fór und- an fæti hjá bankanum seinni hluta ársins 2007 fór að bera á því að starfsmennirnir hefðu áhyggjur af stöðunni þar sem veðið, bréfin sjálf, fóru hríðlækkandi í verði. Stjórn og stjórnendur Kaupþings þrýstu þá mjög á starfsfólkið að selja ekki bréfin sín vegna þess að það hefði veikt tiltrú markaðarins á bankanum ef stjórnendur og lyk- ilstarfsmenn færu að selja. Þess í stað voru þeir fullvissaðir um að ekki yrði gengið á persónulegar ábyrgðir. Einn fyrir alla og allir fyrir Kaupþing banka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.