Morgunblaðið - 05.11.2008, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.11.2008, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008 Í HNOTSKURN »Gasvinnsla mun afla Norð-mönnum tekna langt fram eftir öldinni og má nefna að gasvinnslan á Tröllasvæðinu mun að óbreyttu standa yfir allt til ársins 2060, að mati Hege Marie Norheim, aðstoð- arforstjóra birgða- og við- skiptaþróunar á norska land- grunninu hjá StatoilHydro. »Til að gasvinnsla muniborga sig á Drekasvæðinu þarf gasmagnið í hverri lind að vera mjög mikið. „ÞAÐ er óhætt að álykta að hátt olíuverð muni framlengja olíu- vinnsluskeiðið í Noregi. Hátt verð þýðir að meiri olíu verður dælt upp en ella. Það er erfitt að segja til um hversu lengi vinnslan mun standa yfir. Ef olíuleitin gengur vel er það hvati til frekari leitar og öf- ugt,“ segir Øystein Michelsen, að- stoðarforseti StatoilHydro, á sviði olíuvinnslu í Norður-Noregi, um horfurnar í iðnaðinum. Líkt og greint var frá í Morgun- blaðinu á sunnudag eru taldar góð- ar líkur á að olíuvinnsla sé raun- hæfur möguleiki á Drekasvæðinu, norðaustur af Íslandi, og má því segja að þróunin í norska olíu- iðnaðinum, um fjórum áratugum eftir upphaf olíuvinnslu á Norð- ursjó, muni koma Íslendingum að góðu gagni. Þegar sú vinnsla hefst er nær öruggt að olíuverðið verði hátt, þróun sem ýta mun undir vinnsluna. Fleiri þættir hafa áhrif Inntur eftir því hver áhrif olíu- verðsins hafi haft á norska olíu- iðnaðinn upp á síðkastið bendir Michelsen á fleiri áhrifaþætti. Hátt olíuverð sé aðeins einn margra þátta. Neikvæðar hliðar mikilla olíuverðshækkana komi fram í geysilegum verðhækkunum á öllum aðföngum, búnaði og þjón- ustu. Allir vilji hlut í gróðanum. Engu að síður hafi hagnaður StatoilHydro, sem er með yfir- burðastöðu í norskum olíuiðnaði, aukist verulega síðustu misseri, auk þess sem mjög góðum árangri hafi verið náð við olíuleit í ár. „Það hefur verið stöðug þróun í olíuleit og framleiðslu. Það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með því hvað við höfum afrekað á þessu sviði síðustu tíu til fimmtán árin,“ segir Michelsen og nefnir framfarir við gerð tölvulíkana sem dæmi um miklar framfarir í iðnaðinum. Þá hafi orðið stórstígar framfarir við olíuboranir. Allt hafi þetta stórhækkað vinnsluhlutfallið í einstökum lind- um, ásamt því að auka líkur á olíu- borun á erfiðum svæðum. Hvað varði Jan Mayen-svæðið hafi StatoilHydro skoðað fýsileika vinnslu þar. Hann geti hins vegar ekki tjáð sig frekar um málið. Þá hafi fyrirtækið fylgst mjög vel með þróuninni á norðurskautinu, en líkt og með Jan Mayen, sé hann bund- inn þagnareiði. Enn á ekki komið á ratsjána Norðmenn hafa úr mörgum verkefnum að velja og enn sem komið er er þeirri stefnu stjórn- arinnar fylgt að leggja áherslu á ol- íu- og gasvinnslu í Barentshafi og Norðursjó áður en litið sé til ann- arra svæða. Þetta segir Gunnar Gjerde, stjórnandi í olíu- og gasiðn- aðardeild norska olíu- og orku- málaráðuneytisins, sem tekur undir með Michelsen að athugun á fýsi- leika olíuvinnslu á Jan Mayen- svæðinu sé skammt á veg komin. Árið 2020 sé ráðgert að olíu- vinnslan í Noregi verði á milli 1-1,5 milljón tunnur á dag, samanborið við um 2,4 milljónir tunna í dag. Samdrátturinn verði því hraður. Miklar framfarir í olíutækni Øystein Michelsen Ljósmynd/Aker Drilling/Kim Laland Gunnar Gjerde  Framþróun í norska olíuiðnaðinum hækkar vinnsluhlutfall einstakra linda  Á sama tíma hefur himinhátt olíuverð stóraukið kostnaðinn við olíuvinnsluna Fari svo að olíuvinnsla hefjist á Drekasvæðinu síðar á öldinni munu Ís- lendingar njóta góðs af norskri tækniþróun. Svokölluð halavinnslu- fyrirtæki gætu þá orðið á hvers manns vörum. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „HALAVINNSLA kemur til sög- unnar þegar bróðurparturinn af ol- íunni er búinn, þá minnkar vinnslan og það stefnir í lokun svæðisins,“ segir Jón Steinar Guðmundsson, prófessor í olíuverkfræði við Tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU), um þennan tiltölulega ný- tilkomna iðnað í Noregi. „Stóru olíufélögin þurfa mikla vinnslu til að hún sé hagkvæm, það kemur að þeim tímapunkti þegar vinnslan er farin að minnka og það borgar sig ekki lengur fyrir þau að halda henni áfram. En litlu olíufélögin hafa ekki eins mikla yfirbyggingu og geta því haldið hagkvæmri vinnslu í gangi í mörg ár á svæðum sem eru ekki lengur hagkvæm fyrir þau stóru. Det norske, olíufélag hér í Þránd- heimi, er eitt af þeim fyrstu í Nor- egi sem sér- hæfa sig í halavinnslu. Fé- lagið keypti svæði af Norsk- Hydro fyrir eina krónu, og hefur nú unnið þar í 6-8 ár, ef ég man rétt. Kan- adískt fyrir- tæki, Talisman Energy, er stærst á þessu sviði. Fyrirtækið, sem starfar í Noregi, stundar ekki rannsóknir eða olíu- leit. Yfirbyggingin er lítil og þess vegna getur það keypt gömul svæði og unnið olíu og gas úr þeim á hagkvæman hátt, en olíuleit er kannski stærsti kostnaðarliðurinn í olíuvinnslunni sem er undanskilinn í starfsemi halavinnslufélaganna.“ Sporgöngumenn þeirra stóru Jón Steinar Guðmundsson OLÍUVINNSLA í Noregi hefur þeg- ar náð hámarki og munu nýir olíu- fundir á næstu áratugum fram- lengja vinnsluna fram eftir öldinni, þegar vægi jarðgassins tekur að aukast. Hátt olíuverð og bætt vinnslutækni gerir kleift að vinna meiri olíu úr lindum en ella, þar með talið á svæðum sem stóru olíu- félögin hafa yfirgefið. Svona dregur Torgeir Anda, tals- maður olíufyrirtækisins Det norske, saman sýn fyrirtækis, sem sér mikil sóknarfæri í vinnslu á yf- irgefnum svæðum, á borð við Frey, þar sem vinnslu lauk 2001 (sjá ramma um viðskiptalíkan hala- vinnslunnar). Sérfræðingar Det norske hafi fundið út að enn var töluvert eftir í lindunum, það er olía fyrir 30 millj- arða norskra króna eða fyrir sem svarar 575 milljörðum íslenskra króna, út frá þeirri forsendu að tunnan kosti 100 dali. Óhætt er að fullyrða að þess- ar framfarir í ol- íuvinnslutækni muni síðar á öld- inni gagnast Ís- lendingum, að því gefnu að olíuvinnsla hefjist á Drekasvæðinu, jafnvel þegar eftir tíu ár, eins og Terje Hagevang, ol- íuverkfræðingur hjá Sagex Petro- leum ráðgerir, gangi allt að óskum. Áhersla á opnun nýrra linda Inntur eftir því hvaða hlutverki ný olíusvæði á norðurslóðum muni gegna á næstu áratugum segir Anda að aukinn áhersla verði lögð á að hefja vinnslu úr nýjum lindum. Á sama tíma telji Norðmenn brýnt að hefja olíuvinnslu á nýjum svæðum í Barentshafinu, sem séu frá sjónarhóli umhverfisins síður umdeild en vinnsla úr nýjum lind- um annars staðar á landgrunninu. Anda setur olíuvinnsluna á norð- urslóðum nú um stundir í sögulegt samhengi og bendir á að talið sé að heimsvinnslan muni senn staðna í 100 milljónum tunna á dag og því ekki fara í 120 milljón tunnur 2030, líkt og Alþjóðaorkustofnunin hafi spáð, en svo dregið til baka. Með hliðsjón af vaxandi olíuþörf í heiminum, sem er nú hátt í 90 millj- ón tunnur á dag, muni vægi olíu frá landgrunninu á norðurslóðum því fara vaxandi í framtíðinni. Af þeim sökum telur Anda að markaðs- aðstæður muni skapa viðvarandi þrýsting á að halda olíuverðinu háu næstu áratugi. Röðin komin að norðrinu Torgeir Anda 38.000 milljarðar íslenskra króna. Verðmæti norska olíusjóðsins í júnímánuði 2008. 2.808 milljarðar íslenskra króna. Hagnaður StatoilHydro árið 2007 fyrir skatta. 7,7 milljarðar íslenskra króna. Hagnaður StatoilHydro árið 2007 fyrir skatta á dag. 93.000 milljarðar íslenskra króna. Áætlað verðmæti olíunnar á Drekasvæðinu í dag. 1905 Norsk Hydro er stofnað um framleiðslu áburðar úr köfnunarefni. Orka úr vatnsaflsvirkjunum er nýtt til vinnslunnar. Einar Benedikts- son skáld hreifst af hinum nýja iðnaði, mörgum áratug- um fyrir stofnun Áburðar- verksmiðjunnar á Íslandi. 1972 Norska olíufyrirtækið Statoil er stofnað. Tveimur ár- um síðar finnst mikið magn ol- íu á Statfjordsvæðinu. Vinnsl- an hófst svo árið 1979 og er ráðgert að hún standi yfir allt til ársins 2019. Aðkoma hala- vinnslufyrirtækja gæti orðið til að lengja vinnslutímann. 2007 Sameining Norsk Hydro og Statoil verður að veruleika. Úr verður orkurisinn Statoil- Hydro, sem, eins og sýnt er hér til hliðar, gegnir gífurlega mikilvægu hlutverki í norska þjóðarbúskapnum. Samein- ingin þótti efla sóknarfæri fyrirtækjanna utan landsins. StatoilHydro Ljósmynd/Statoil/Øyvind Hagen Ljósmynd/Statoil Ný staða í norðri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.