Morgunblaðið - 05.11.2008, Side 27

Morgunblaðið - 05.11.2008, Side 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008 Eftirminnilegur og ljúfur drengur er all- ur. Hugurinn leitar til baka til minna fyrstu prestskaparára í Ólafsfirði. Á þeim árum vantaði víða presta og lækna á landsbyggðinni. Það varð til þess að ég kynntist mörgum læknum sem þjónuðu í Ólafsfirði, flestir í afleysingum í einn til tvo mánuði. Sá sem lengst var mér samtíða þar eða í fjögur ár var Jósef Skaftason. Mjög góð kynni tókust milli heimila okkar og vil ég ekki láta hjá líða að minnast þeirra samveru- stunda nú er leiðir skiljast um sinn. Við settumst gjarnan niður og spiluðum brids með eiginkonum okk- ar og urðu það dýrmætar kvöld- stundir í góðum félagsskap. Jósef var flinkur fagmaður og glöggskyggn að greina sjúkdóma. Hann hafði þó veikst alvarlega er hann var í framhaldsnámi og náði sér aldrei af þeim veikindum en bjó vel að því sem hann hafði áður átt. Hann var greindur, velviljaður, hjálpsamur og góður félagi og vildi allra götu greiða. Ekkert er eins mikilvægt og hafa góða heilsu. Við kynnumst því prest- arnir að kjör manna eru æði misjöfn hvað það varðar og á öllum aldri get- ur orðið heilsubrestur og stundum alvarlegur eða jafnvel ótímabær dauði. Ekkert eigum við öruggt í þeim efnum, árin verða misjafnlega mörg, ævidagar og verkefni kyn- slóða frábrugðin. Ég lít svo á að ekki skipti öllu máli hve lengi okkar krafta nýtur við eða hverju við komum í verk heldur er aðalatriði að við höfum verið til og nöfnin skráð í lífsins bók. Þá bjarg- föstu reglu hef ég tileinkað mér að efast aldrei um réttlæti Guðs hvern- ig svo sem allt veltist og stampast í veröldinni. Er gott fyrir okkur að hugsa til þess í umróti okkar sam- tíma. Ég þakka Jósef Skaftasyni fyrir allan hans kærleika og vináttu á liðn- um árum. Ég bið algóðan Guð að blessa hann og vonast eftir að sjá hann heilan og sælan á góðum stað hjá Drottni. Guð blessi eiginkonu hans, dóttur og fjölskyldu og gefi þeim góðar stundir. Úlfar Guðmundsson. Látinn er í Reykjavík, mikill öð- lingur og kær vinur, Jósef Skafta- son, eftir löng og erfið veikindi. Við sem eftir stöndum drúpum höfði í söknuði, en jafnframt unnum honum langþráðar hvíldar. Það eru liðin rúm fjörutíu ár síðan við kynntumst fyrst, Þá stundaði Jósef nám við Háskóla Íslands af kostgæfni og samviskusemi. Þeim eiginleikum sem einkenndu hann allt lífið. Þetta voru tímar mikilla sam- félagsbreytinga þar sem stúdentar víða fóru fyrir hópum með mótmæl- um og hávaða. Rólegur og yfirveg- aður að vanda lét Jósef ekkert slíkt trufla sig. Hann hafði ekki þörf fyrir að láta á sér bera. Að námi loknu fóru þau hjón til Bandaríkjunum Þar sem hann stundaði framhaldsnám. Þar urðum við nánast nágrannar og kynni okkar af þeim hjónum urðu því nánari en áður hafði verið. Fyrir okkur var það ómetanleg stoð að vita af þessu góða fólki, Elínu og Jósef, í akstursfjar- lægð. Við hittumst oft og bundumst nánum vináttuböndum sem aldrei brá skugga á. Lífið blasti við bjart og fagurt. Það reyndist mikið áfall, þegar hann greindist með mein í höfði. Allt var gert í mannlegu valdi til lækn- inga. En þrátt fyrir þeirra tíma bestu meðferð endurheimti hann Jósef Skaftason ✝ Jósef Skaftasonfæddist í Hvera- gerði 8. september 1943. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seljakirkju 24. október. ekki fulla heilsu. En lífið hélt áfram og Jós- ef reyndi af fremsta megni að gera sem minnst úr sínu heilsu- leysi og njóta þess sem notið varð. Eftir fram- haldsnámið stundaði hann starf sitt bæði í dreifbýli og í þéttbýli og átti að baki langan og farsælan starfsferil þegar hann vegna heilsubrests lét af störfum árið 2000. Í einkalífi sínu var Jósef gæfumaður. Hann eignaðist einstakan lífsförunaut í Elínu Guð- mundsdóttur. Þeirra samband ein- kenndist af gagnkvæmri umhyggju, stuðningi og ást. Dóttirin Kamilla Sigríður reyndist mikill sólargeisli, enda prýdd kost- um foreldra sinna. Í gegnum tíðina er margs að minn- ast. Það var alltaf tilhlökkunarefni að hitta þau hjón, enda einstaklega gestrisin og höfðingjar heim að sækja. Þau nutu þess að dvelja á sumrin í sumarbústaðnum í Skorra- dal og ferðast bæði innan lands og utan.Við eigum kærar minningar frá skemmtilegum ferðum og ógleyman- legum samverustundum. Jósef var vel lesinn og hafði stál- minni. Hann hafði mikinn áhuga á ættfræði og var mjög fróður um menn og málefni. Ósjaldan þurfti hann að leiðrétti okkur hin þegar farið var með fleipur og reyndist hann þá oftast hafa rétt fyrir sér. Nú þegar leiðir skiljast í bili vilj- um við þakka okkar kæra vini trausta og óeigingjarna vináttu í gegnum árin. Missirinn er mestur hjá Ellu og Kamillu. Við biðjum allar góðar vættir að vernda þær á þess- um erfiðu tímum. Öðrum ættingjum og vinum vottum við innilega samúð. Jakob og Olga Góður vinur, Jósef Skaftason læknir, hefur kvatt eftir löng og ströng veikindi. Jósef var einn af okkar hópi, einn af eiginmönnum kvenna sem áttu það sameiginlegt að vinna við litningarannsóknir. Ára- tugum saman höfum við hist og gert okkur glaðan dag. Fljótlega mynd- uðust sterk vinabönd, ekki síst milli eiginmannanna, þrátt fyrir að þeir kæmu úr ólíku umhverfi; læknir, dýrafræðingur, efnafræðingur, sál- fræðingur, múrari og ljósmyndari. Bakgrunnur þessara manna kallaði oft á fjörugar umræður en læknirinn í hópnum, eðlisgreindur og rökfast- ur, passaði ávallt uppá að allir næðu tryggri lendingu færu menn á flug. Jósef fór ekki hátt, en þessi hægláti, yfirvegaði félagi okkar gat svo auð- veldlega komið auga á broslegu hlið- ar tilverunnar. Hann lífgaði upp á þessar samverustundir og eigum við öll ljúfar minningar um þennan hóg- væra, skemmtilega mann. Þegar hópurinn sótti þau Ellu heim, hvort sem var í Hagaselið eða í Skorradal- inn sinnti hann vel gestgjafahlut- verkinu á sinn þægilega máta. Okkur er sérlega minnisstætt hvernig hann sinnti börnunum, ekki þá síst Kamillu sem honum þótti svo undur vænt um. Við fórum í ógleym- anlegar gönguferðir, í berjamó og sveppatínslu og svo leiddi hann hóp- inn um æskuslóðir sínar í nágrenni Hveragerðis. Jósef var áhugasamur um stangaveiðar og seigur veiðimað- ur þótt hann kærði sig kollóttan þó enginn fiskur fengist, naut þess að- eins að vera úti í náttúrunni. Við sendum Ellu og Kamillu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minn- ing um góðan mann lifir. Halla og Guðmundur, Margrét og Kristján, Sigurborg og Oddi, Ástrós og Karl, Erla og Grétar. Gaman hefði verið að kynnst Jósef áður en barátta hans við drekann byrjaði. Jósef beitti sér af alefli í þessari baráttu og vann dýrkeyptan sigur í fyrstu atrennu þó helsærður væri. Æðruleysi einkenndi hans tilveru, jafnt sem læknis annarra, í þeirra baráttu við sjúkdóma og vanlíðan, og með þátttöku í lífi fjölskyldunnar heima og heiman. Hann vissi ná- kvæmlega hvar hann stóð og tók því með jafnaðargeði. Aldrei heyrðist Jobba, eins og hann var alltaf kall- aður, hrjóta af vörum orð styggðar eða kvörtunar í annarra garð. Kynni okkar vöruðu ekki í mörg ár. En alltaf var gaman að tala við Jobba, í gönguferðum eða matarboð- um, hann var fróðleiksbrunnur um alla ættfræði og persónusögu og naut þessa áhugamáls síns í ríkum mæli. Aldrei kom maður að tómum kofanum hjá Jobba þegar slík mál- efni bar á góma, oft áttum við karl- arnir skemmtilegar samræður um slík mál á gönguferðum, þegar syst- urnar spúsur okkar voru komnar langt á undan okkur eitthvað út í móa. En enginn má sköpum renna, bar- áttan við drekann harðnaði með ár- unum, Jobbi hætti reglulegri vinnu vegna heilsubrests, þrekið dvínaði hægt og hægt og hann þurfti æ oftar að leita til sjúkrahússins. Síðasta ár var honum og fjölskyldunni erfitt. Jósef Skaftason var ein af kyrr- látum hetjum hversdagslífsins sem svo sjaldgæfar eru í dag. Hans verð- ur saknað af vinum og vandamönn- um. Jósef hefði ekki lengi haldið út stríðið gegn drekanum án félaga. Kona hans Elín stóð við hlið hans öll erfiðleikaárin, fram til síðustu orr- ustu sem nú er yfirstaðin. Þau hjón urðu þeirrar ánægju aðnjótandi að dóttir þeirra Kamilla lauk lækna- prófi fyrir nokkru og mun nú bera áfram fána föður síns. Þær mæðgur eiga samúð okkar alla. Jónas, Kristín Erna, Guðmundur og Guðrún Erna. Á fyrstu árum heilsugæslustöðva í Reykjavík réðst Jósef til starfa sem læknir á heilsugæslustöðina í Asp- arfelli, sem síðar varð Heilsugæslan Efra-Breiðholti. Hann kom þangað strax við stofnun stöðvarinnar 1. júní 1978 ásamt konu sinni Elínu, sem starfaði þar sem meinatæknir þar til rekstri rannsóknarstofunnar var breytt og hann færður í hendur Landspítalans. Jósef hafði áður starfað í fjögur ár við heilsugæsluna á Ólafsfirði, þá nýkominn frá námi í heimilislækningum í Bandaríkjun- um. Mikil bjartsýni ríkti um hlutverk og framtíð heimilislækninga á þess- um árum. Þeir læknar sem tóku til starfa í höfuðborginni höfðu mikinn metnað í að sýna fram á að heilsu- gæslan væri þjónustuform sem ætti ekki síður heima þar en í dreifbýli. Jósef gekk til allra verka á stöð- inni þótt hann ætti við heilsubrest að stríða, sem háði honum nokkuð. Jósef var maður meðalhár vexti, grannur og stæltur. Hann hafði létta lund og og húmor. Jósef var stál- minnugur og mátti fletta upp í hon- um varðandi gamlan menntaskóla- lærdóm sem virtist ekki fenna yfir hjá honum eins og okkur hinum. Einkum var hann sleipur latínumað- ur og sá um að læknisfræðiheiti væru beygð eftir latneskri málfræði en ekki látin lúta beygingarsnauðum enskum áhrifum. Jósef lét af störfum í Efra Breið- holti fyrir aldur fram vegna veikinda sinna árið 2002. Var hans sárt saknað af mörgum sjúklinga sinna og samstarfsfólki. Við þökkum honum samfylgdina og vottum Ellu og Kamillu samúð okkar. F.h. starfsfólks Heilsugæslunnar í Efra-Breiðholti Þórður G. Ólafsson. Jósef eða Jobbi er um margt minnisstæður maður. Hæglátur maður og rólyndur. Með sitt dökka hár og sterku andlitsdrætti ríkti yfir honum allt að því magísk ró, þar sem hann sat og hlustaði á okkur hin rök- ræða daginn og veginn. Dægurmál- in. Við fjölskyldan kynntust Jobba fyrir hartnær 15 árum, þegar Kristín mágkona hans og faðir minn tóku saman og upp úr því hittumst við fjölskyldurnar iðulega hjá pabba og Stínu. Þær eru ófáar stundirnar sem við áttum saman við borðstofuborðið í Búðargerðinu, þar sem við nutum Arnarbælislaxins eða íslenska lambakjötsins með líflegum um- ræðum og kannski dreitli af hrúta- berjalíkjör með eftirréttnum. Dreitli í tímans glas. Þrátt fyrir hæglátt fas fannst fljótt að þarna var enginn aukvisi á ferð, heldur maður sem kunni að fara vel með skoðanir sínar. Kímni- gáfan var heldur aldrei langt undan. Þegar litið er um öxl, lifir þó aðallega einlæg greiðvikni hans í minning- unni, þessi allt of sjaldséða mann- gæska sem eflaust hefur hvergi notið sín betur en í störfum Jobba sem læknir. Síðustu árin dró smám saman af Jobba af völdum þess meins sem hafði háð honum. Það var eins og hann hyrfi hægum skrefum undir þreytuhjúp. Þennan sjúkdóm tókst hann á við af ærðuleysi, þótt eflaust hafi hann fallið Jobba þyngra í skaut en nokkurt okkar hinna gat grunað. Aldrei kveinkaði hann sér þó, þótt örlögin hafi ætlað honum það erfiða hlutskipti, sem þessi sjaldgæfi sjúk- dómur lagði á hann síðustu æviárin. Eftir stendur minning um einstak- an mann, góðan dreng. Blessuð sé minning þín. Ellu og Kamillu vottum við okkar einlægu samúð. Helga, Kristinn og börn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Hjartkær móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, RAGNHEIÐUR HILDUR SKARPHÉÐINSDÓTTIR, Rúrý, Njörvasundi 33, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 11. nóvember kl. 15.00. Hildur Imma Gunnarsdóttir, Anna María Ingadóttir, Hildur Ágústsdóttir, Skarphéðinn Valdimarsson, Ragna Dúfa Skarphéðinsdóttir, Guðmundur Kjalar Jónsson, Ágúst Skarphéðinsson, Jóhann Þröstur Skarphéðinsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, EINAR PÁLMASON skipstjóri frá Snóksdal, Sóltúni 5, Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 2. nóvember. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 6. nóvember kl. 14.00. Jarðsett verður í Snóksdal laugardaginn 8. nóvember. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á krabbameinsdeild Landspítalans. Jóhanna Auður Árnadóttir, Árni Jens Einarsson, Júlíana Guðrún Júlíusdóttir, Erna Pálmey Einarsdóttir, Kristgeir Arnar Ólafsson, Ólafur Oddgeir Einarsson, Ólína Þuríður Lárusdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA ELÍSDÓTTIR, Þórustíg 13, Njarðvík, lést á heimili sínu mánudaginn 3. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Guðmundsdóttir, Reynir Guðsteinsson, Elís Guðmundsson, Jenný Johansen, Ágústa Guðmundsdóttir, Sigurjón Torfason, Esther Guðmundsdóttir, Walter Leslie.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.