Morgunblaðið - 05.11.2008, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.11.2008, Qupperneq 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008 Elsku afi. Ég vissi að það væri ekki allt með felldu þegar ég leit á símann minn eftir langan vinnudag og sá að ég hafði misst af 11 símtölum frá pabba. Með símann í hendinni leiddi ég skjálfandi hugann að því hvað gat hafa komið upp á. Í þeim hugleiðing- um hringir pabbi í tólfta sinn og segir mér að þú, Ívar afi minn, værir farinn yfir í annan heim. Heim sem ég trúi að þér líði betur í en á lokasprettinum í þessum. Á meðan ég sat með Signýju í dag þar sem við rifjuðum upp okkar inni- legustu gleðistundir með þér þá voru okkur báðum efst í huga þessar fyrstu sekúndur í hvert skipti sem við hittumst. Við fylltumst af einhverri vellíðan sem líkja mætti við fyrstu daga nýs sumars þegar hlýna fer í lofti og sólin hættir að vera feimin. Þú bjóst yfir einhverjum sjarma sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Ég man svo vel þegar við bjuggum á Jörfabakkanum og ég sá þig koma út úr undirgöngunum á leið í heimsókn til okkar. Þá var ég að reyna að hjóla án hjálpardekkja og var alveg að tak- ast það þegar þú birtist. Ég henti frá mér hjólinu og hljóp af stað. Vinum Ívar Reynir Steindórsson ✝ Ívar ReynirSteindórsson frá Teigi fæddist í Reykjavík 5. febr- úar 1942. Hann lést á Landspítalanum fimmtudaginn 16. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hjalla- kirkju 24. október. mínum fannst alltaf skrítið að ég vildi þjóta inn úr sólinni og væri tilbúin til að yfirgefa miðjan leik í hvert sinn sem Ívar afi kom í heimsókn. Við eigum eftir að sakna sjarm- ans og hlýjunnar í aug- unum þínum. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína eg glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson.) Guð geymi þig og englarnir verndi þig, elsku afi. F.h. Tótabarna, Íris Þórarinsdóttir. Hann kom heim til okkar í Aust- urgerðið og var svo gjafmildur að maður hafði aldrei kynnst öðru eins. Ég hélt reyndar lengi vel að Íbbi frændi ætti peningaprentsmiðju. Hann sat í eldhúsinu með gítar í fangi, söng og lék. Hann sagði sögur og hló á við þrjá. Gleðin var tak- markalaus og útgeislunin var þess eðlis að undrun vakti. Brosið alltaf svo hlýtt og glettnin alltaf til staðar. Þótt við frændurnir ættum aldrei því láni að fagna að vera sammála í pólitík og þótt okkur lánaðist aldrei að deila aðdáun á ráðamönnum, þá vissi ég alltaf að ég átti Ívar frænda sem bandamann í einu og öllu. Jafn- vel þegar á fótboltavöllinn kom og harðasti stuðningsmaður Skaga- manna skein úr andliti Ívars, þá átti hann það til að óska okkur Blikum til hamingju með sigurinn. Við frænd- urnir sameinuðumst í eilífri aðdáun okkar á rokki, lífsgleði og Manchest- er United. Og svo áttum við það sam- eiginlega mottó í lífinu að standast allt nema freistingar. Nú húmar að í hinsta sinn er harpa lífsins þagnar og fegurðinni fagnar hinn frjálsi hugur þinn. Nú húmar að í hinsta sinn, þér heilsar nóttin dimma. Er endar gangan grimma er gott að komast inn. Nú húmar að í hinsta sinn um heiminn vegir þrengjast. Er lífsins skuggar lengjast þú lofar Drottin þinn. Nú húmar að í hinsta sinn en heimsins ljós þig seiðir og eilíft alvald leiðir þig upp í himininn. (K.H.) Ég kveð í dag þann frænda minn sem gaf mér svo mikla gleði. Það var nóg að vita af honum og þá fór hlýja um hjartað. Þannig ætla ég að hafa það áfram – það verður nóg fyrir mig að vita af því að Ívar frændi hafi verið til og um hjarta mitt fara unaður og hlýja. Á landsleik var sama þótt Ísland væri nokkrum mörkum undir – á besta stað í stúkunni sat Ívar frændi og öskraði: – Áfram Íslendingar, þið eigið leikinn! Þessi orð skrifa ég fyrir hönd fjöl- skyldu minnar og við eigum þá ósk heitasta að allir aðstandendur Ívars finni andlegan stuðning við fráfall þessa merkilega manns. Hann var dásamlegur maður og minning hans mun lifa. Kristján Hreinsson, skáld. Hetjulegri baráttu er lokið. Ívar vinur okkar er farinn á vit feðra sinna en eftir er stórt skarð sem ekki er hægt að fylla. Vissulega milda allar góðu minningarnar söknuðinn. Við munum fyrst eftir Ívari sem yngsta barni stórfjölskyldunnar á Teigi á Seltjarnarnesi. Ívar ólst upp í góðu atlæti í stórum og mjög uppátækja- sömum systkinahópi. Strax á ung- lingsárunum lá leið hans á sjóinn, fyrst sem messagutti á fraktskipi, síðan á togurum og svo var hann lengi á bátaflotanum. Sjómannslífið á þessum ungdómsárum Ívars og ann- arra einkenndist oft af hörkuvinnu úti á sjó en síðan var slegið í gleðskap þegar í land var komið og þar kunni hann við sig, alltaf hrókur alls fagn- aðar og til í ýmislegt, spilaði á gítar og söng Elvis Presley með miklum tilþrifum. Kynni okkar Ívars hófust þegar hann flutti á Hellissand árið 1965 og fór svo stuttu seinna að bera víurnar í stúlku í Ólafsvík, Sólveigu Jóhannes- dóttur sem átti son með bróður Sig- urlaugar, Ólaf Björn. Eignuðust þau svo Rúnar og Kolbrúnu saman. Þau bjuggu í Ólafsvík þar sem Ívar stund- aði nánast alfarið sjóinn en árið 1988 var stefnan sett á Kópavog og þá vor- um við svo heppin að fá þau í ná- grennið. Síðan höfum við notið góðs af. Við fórum karlarnir að vinna sam- an á Nýju-Sendibílastöðinni, það var fjörugur og skemmtilegur tími. Ívar var eldfljótur, með lipurð sinni og léttleika, að koma sér í fasta vinnu og átti m.a. langt og farsælt samstarf hjá Sláturfélagi Suðurlands. Ekki minkaði fjörið þegar Rúnar sonur hans kom á stöðina líka. Mikil og ein- læg vinátta var með okkur alla tíð, það er svo margs að minnast sem við getum yljað okkur við. Við fórum í margar ferðir saman, aðallega til Spánar. Ívar féll svo vel inn í um- hverfið að hann hafði stundum á orði að það væri nokkuð til í því að hann hlyti að hafa lifað í fyrra lífi á Spáni. Við ráðum ekki för okkar í lífinu nema að litlu leyti, það er almættið sem ræður og við verðum að taka því. Heilsu Ívars fór að hraka fyrir um þremur árum, jafnvel fyrr en þrátt fyrir erfiða sjúkdóma og hvert stórá- fallið á fætur öðru þá var það með ólíkindum hvað hann var alltaf fljótur að komast aftur til meðvitundar og þá blasti framtíðin við. Fregnin um andlát hans kom nokkuð snöggt vegna þess að daginn áður lögðum við á ráðin um hvað við ætluðum að gera næsta sumar, fara til Spánar. Hann vissi að hann væri veikur en batinn var alltaf rétt að koma. Við vorum þó fyrir löngu búin að átta okkur á því að hann hafði alveg ein- staka kjölfestu sér við hlið. Hann hafði Sollu sína, börnin og síðast en ekki síst barnabörnin, þau voru líf hans og yndi. Hann var einstaklega góður og skemmtilegur afi. Við viljum þakka einlæglega fyrir samferðina með Ívari. Elsku Solla og aðrir aðstandendur. Við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur við fráfall góðs drengs og biðjum Guð að varðveita ykkur og styrkja. Sigurlaug og Ingi Dóri. Meira: www.mbl.is/minningar Íbbi Steindórs, fimmta febrúar, fjörutíu og tvö, Teigi á Nesi. Þetta var það fyrsta sem Ívar Steindórs- son, Íbbi, sagði við mig. Það var í upphafi vetrarvertíðar, um borð í Valafellinu frá Ólafsvík. Ég, óharðn- aður unglingur að byrja til sjós og kvíðinn því sem framundan var. Gekk hræddur mjóan ganginn í átt að mat- salnum. Skyndilega birtist óvenju fríður og geðþekkur maður, rétti fram höndina og sagði: Íbbi Stein- dórs, fimmta febrúar, fjörutíu og tvö, Teigi á Nesi. Ljóst var að við þennan mann þurfti ég ekki að vera feiminn og ekki hræddur. Sá strax að Íbbi Steindórs var fínn gaur. Það mat mitt var rétt. Það var merkilegt samfélag um borð í Valafellinu. Jónas skipstjóri var einkar geðþekkur maður, kunni sitt og sýndi það hávaðalaust, Erling- ur sonur hans var stýrimaður og hamhleypa til vinnu, kröfuharður og fylginn sér, harðastur við sjálfan sig, Einar fyrsti vélstjóri launfyndinn og skemmtilegur, Íbbi kokkur var fljót- astur að svara, orðheppinn, uppá- tækjasamur og skemmtilegastur. Ívar Steindórsson var breyskur maður. Þegar sá gállinn var á honum vissu það allir. Okkar maður fór ekki með veggjum. Hvort sem hann var edrú eða ekki var hann áberandi. Fallegur, hreykinn og bar sig þannig að allir sáu. Eftir að hafa kynnst köllunum á Valafellinu, sem voru ekki svo gaml- ir, nema í augum unglingsins að sunnan, myndaðist vinátta. Fyrst við Íbba og mest við Íbba. Og við Sollu, konuna hans Íbba. Merkileg hjón. Húsið þeirra stóð öllum opið. Fullt af kátínu og fjöri. Orðaleikir, orð- heppni, húmor, húmor af bestu gerð, hlátur, sönn vinátta, væntumþykja, elskulegheit. Sandholt 15 var ekki stórt hús. En í því rúmaðist fimm manna fjölskylda, fastagestirnir; ég og Bjössi og Gvendur heitinn Tu. Ég og Bjössi komum oft til Íbba og Sollu. Oftast af því okkur langaði eða þurftum, en stundum var Ólafur Björn sendur eftir okkur og okkur sagt að koma í mat. Það voru góðir sunnudagar. Svo færðust árin yfir. Hver fór sína leið. Ég mína og Íbbi og Solla sína. Samt vissum við alltaf hvert af öðru. Í gegnum Bjössa eða Rúnar fékk ég fréttir af Íbba síðustu árin. Vissi um veikindin. Nú hafa þau tekið hann. Að lokum vil ég þakka Íbba djúpa vináttu og einstaklega skemmtileg og gefandi kynni. Solla mín, þinn þáttur í lífi vinar míns var svo sannarlega stór. Þér á ég líka mikið að þakka. Víst er að þú gerðir mér vistina í Ólafsvík léttari. Það var ekki ónýtt að eiga þig að þegar kalt var og óþrosk- aður unglingur var langt að heiman. Ég votta ykkur öllum, aðstandend- um Ívars, þeim sem ég þekki og eins hinum, mína dýpstu samúð við brott- hvarf hans. Sigurjón M. Egilsson.                                           ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, TÓMAS BJÖRN ÞÓRHALLSSON pípulagningameistari, Forsölum 1, Kópavogi, lést mánudaginn 3. nóvember á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 11. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélagið eða Sunnuhlíðarsamtökin. Kristjana Sigurðardóttir, Helga Tómasdóttir, Herbert Már Þorbjörnsson, Halla Tómasdóttir, Björn Skúlason, Harpa Tómasdóttir, Haraldur Helgi Þráinsson, Kristjana Ýr Herbertsdóttir, Helgi Már Herbertsson, Tómas Bjartur Björnsson, Auður Ína Björnsdóttir, Unnur Helga Haraldsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GUÐLAUG ÓLAFSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 4. nóvember á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Lára M. Gísladóttir, Halldór J. Guðmundsson, Dagný Ó. Gísladóttir, Ragnar Tómasson, Helga J. Gísladóttir, Sigurgeir Sigurjónsson, Guðrún G. Þórarinsdóttir,Kristján Þórðarson, Vilborg Þórarinsdóttir, Sigmundur Örn Arngrímsson. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Elsku mamma og tengdamamma. Við viljum þakka fyr- ir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Áður en þú veiktist keyrðum við þig heim í sveitina þína og þú hafð- ir svo gaman af því. Á heimleiðinni fengum við okkur ís á Hvolsvelli. Þegar þú lagðist inn á spítala kom- um við til þín daglega og þar varst þú að hjálpa öðrum þó að þú hefðir varla þrek til þess. Svona varst þú bara elsku mamma og tengdamamma. Guð blessi minninguna þína. Ómar og Elín Björg. Elsku tengdamamma. Það er sárt að kveðja þig. Okkar leiðir lágu sam- an fyrir um 30 árum þegar ég 18 ára ✝ Ágústa KristínÞorvaldsdóttir fæddist í Kirkju- landshjáleigu í A- Landeyjum 5. ágúst 1935. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu aðfaranótt 12. október síðastliðins Útför Kristínar fór fram frá Selja- kirkju 22. okt. sl. kom til að heimsækja stelpuna sem ég hafði kynnst í síldinni. Þið hjónin tókuð vel á móti mér og gerðuð æ síðan. Oft komuð þið til okkar í sveitina og hjálpuðuð þið okkur við hin ýmsu störf á meðan þrek leyfði. Útilegurnar urðu nokkrar ferðir í Þjórs- árdalinn og vestur á Patró og ein ferð austur á Mýrar. Elsku tengda- mamma. Hinar minningarnar ætla ég að hafa fyrir mig og kveð þig með tveimur erindum eftir Guðmund Guð- mundarson. Ástarþakkir! – Þú varst stór og göfug, þú varst laus við tildur, glys og prjál. Sérhver var þín hugsjón þung og höfug há og fögur, – viðkvæm lund og sál. Þú ert frjáls, sem frelsi unnir lengi, frelsi systra þinna. – Sofðu rótt! Englar drottins sterka gígju strengi stilli við þitt hjarta. – Góða nótt Kveðja. Þinn tengdasonur, Friðrik. Kristín Þorvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.