Morgunblaðið - 05.11.2008, Síða 34

Morgunblaðið - 05.11.2008, Síða 34
34 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008 ELLEFU rithöfundar hafa nú lýst opinberlega yfir stuðningi sínum við tékkneska höfundinn Milan Kundera sem hefur setið undir ásökunum um að hafa verið upp- ljóstrari fyrir leynilögreglu komm- únista. Í breska blaðinu Independent var birt brot úr yfirlýsingu rithöfund- anna: „Orðspor eins besta núlifandi skáldsagnahöfundar heims hefur verið svert á vægast sagt hæpnum forsendum. Við höfum vanþóknun á þessari skipulögðu ófrægingar- herferð og lýsum hér með yfir sam- stöðu með Milan Kundera.“ Meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið voru Nóbelsverðlaunahafarnir J. M. Coetzee, Gabriel Garcia Marquez, Nadine Godimer og Orhan Pamuk. Fyrir þremur vikum birti tékk- neska vikublaðið Respekt grein þar sem fullyrt var að sagnfræðingar hefðu fundið gögn úr skjalasafni leynilögreglunnar sem sönnuðu að Kundera hefði árið 1950 bent á Mi- roslav Dvoracek sem njósnara, en hann sat í fangelsi fyrir það í fjór- tán ár. Kundera hefur neitað ásökunum og hótað að fara í mál við tímaritið. Hann var félagi í kommúnista- flokknum sem ungur maður, en var rekinn þaðan fyrir að gagnrýna flokkinn sem einræðisafl. Rithöfundar styðja Milan Kundera Kundera Neitar allri sök. Í FYRIRLESTRI Kristínar Bragadóttur, Rósabekkir og bókahnútar í prentverkum fyrri alda, verður fjallað um þær bækur íslenskar sem mikill prentlistarlegur metn- aður var lagður í á sínum tíma. Þetta er hluti af röð há- degisfyrirlestra í tilefni af aldarafmæli bókbandsstofu safnsins. Fyrirlest- urinn verður haldinn í fyrirlestrasal Þjóð- arbókhlöðu á morgun og hefst klukkan 12:05. Í fyrirlestrinum verða m.a. sýndar titilsíður og skreytingar á bókum sem prentaðar voru á Hól- um, Núpufelli, Skálholti og í Viðey. Fræði Kristín kynnir ís- lenskt prentverk Í Þjóðarbókhlöðu Í DAG heldur Sinfón- íuhljómsveit Íslands í tónleikaferð um Austur- land. Tvennir tónleikar verða haldnir, þeir fyrri í Kirkju- og menningar- miðstöð Fjarðabyggðar á Eskifirði í kvöld og þeir síðari í íþróttahús- inu á Höfn í Hornafirði annað kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir. Á efnisskránni verður m.a. hin sívinsæla fimmta sinfónía Beethovens og verk eftir Dvorák, Grieg, Árna Björnsson og Sibelius. Stjórnandi á tónleikunum er Petri Sakari. Tónlist Sinfónían í tónleika- ferð á Austfjörðum Petri Sakari Á LAUGARDAGINN klukkan 16 verður opnuð sýning í Nor- ræna húsinu á sér- hönnuðum prjóna- fatnaði frá norska hönnunarfyrirtækinu DUODU í Þránd- heimi. Fatahönnuðirnir Rita Nylander og Anne Grut Sörum hafa rekið fyrirtækið saman frá árinu 1998. Í sambandi við sýninguna mun Halldór Gísla- son, arkitekt og deildarforseti hönnunardeildar Kunsthögskolen í Osló, halda fyrirlestur um norska hönnun kl. 15, áður en sýning DUODU verður opnuð í sýningarsal í kjallara hússins. Hönnun Ný norsk hönnun í Norræna húsinu Norræna húsið Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is LEIKFÉLAG Kópavogs hefur tekið nýtt leikhús í notkun sem er fyrst og fremst ætlað til leiksýninga og leik- listariðkunar almennt. „Við vorum með aðsetur í Félags- heimili Kópavogs. Bæjarskrifstof- urnar eru þar til húsa og það var ljóst fyrir nokkru að þær þyrftu að leggja allt húsið undir sig. Við fengum vilyrði frá bænum um að þeir myndu hjálpa okkur að koma okkur fyrir á nýjum stað,“ segir Hörður Sigurðarson, for- maður Leikfélags Kópavogs. „Bærinn kaupir húsið en við höfum þar öll yfirráð gegn því að við upp- fyllum og sinnum ákveðnum sam- starfssamningi sem m.a. kveður á um unglinga- og barnastarf.“ Aðrir leikhópar vilja inn Hörður segir það gjörbreyta starf- semi leikfélagsins að vera komið í eig- ið húsnæði. „Þetta þýðir að við getum verið með meiri og fjölbreyttari starf- semi og höfum frjálsari hendur um það sem við gerum.“ Húsið sem hefur hlotið nafnið Leikhúsið var vígt um miðjan október með frumsýningu á nútímalegri uppfærslu á Skugga- Sveini í leikstjórn Ágústu Skúladótt- ur. „Það er mikil starfsemi fyrirhuguð á þessu leikári sem væri ekki mögu- leg nema vegna nýja húsnæðisins. Í vetur munum við einnig setja upp barnasýningu, unglingadeildin verður með sýningu og með vorinu stefnum við á að vera með gamanleikrit. Næsta sumar höfum við í huga að vera með tómstundastarf fyrir börn á leiklistarsviðinu.“ Aðspurður segir Hörður að þegar sé mikil eftirspurn eftir að komast í húsið hjá öðrum leikhópum og allt líti út fyrir að það verði fullnýtt þegar fram í sækir. „Draumasmiðjan er þegar farin að æfa hjá okkur og frum- sýnir um miðjan mánuðinn. Það er engin spurning að það er mikil þörf fyrir húsnæði fyrir áhuga- og at- vinnuleikhópa. Það er nóg af húsum út um allt en fæst þeirra eru hugsuð sem leikhús en þetta er hannað og smíðað eins og best verður á kosið fyrir leiklistarstarfsemi,“ segir Hörð- ur en Leikhúsið tekur um sjötíu manns í sæti. Mikil þörf á sérhæfðu húsnæði fyrir starfsemi áhuga- og atvinnuleikhópa Þýðir fjölbreytt- ari starfsemi Morgunblaðið/Árni Sæberg Í nýja húsnæðinu „Það er mikil starfsemi fyrirhuguð á þessu leikári sem væri ekki möguleg nema vegna nýja húsnæðisins,“ segir formaðurinn. Í HNOTSKURN » Leikfélag Kópavogs varstofnað 5. janúar 1957 og hóf sína starfsemi í barnaskóla bæj- arins. Árið 1959 fékk það inni í félagsheimili Kópavogs og var þar fram til október 2008. » Leikhúsið er í gömlu versl-unarhúsnæði í Funalind 2. » Heimasíða Leikfélags Kópa-vogs er: www.kopleik.is. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is PÓLSKI fiðluleikarinn Szymon Kuran setti mikinn svip á ís- lenskt tónlistarlíf, allt frá því að hann fluttist hingað til lands um miðjan níunda áratuginn og þar til hann lést fyrir þremur árum. Hann var annar konsertmeistari hjá Sinfóníuhljóm- sveit Íslands um árabil, auk þess sem hann samdi eigin tón- verk, spilaði í djasshljómsveitum og lék kvikmyndatónlist. Á morgun verður dagskrá í versluninni 12 Tónum um þennan merka tónlistarmann. „Þetta var einn af okkar allra bestu fiðluleikurum, hann gat spilað hvað sem var og spunnið hvað sem var,“ segir Ragnhildur Þórarinsdóttir sem stendur að kynningunni ásamt Jóhönnu Margréti Thorlacius. Ragnhildur hefur unnið að því að halda nafni Szymons á lofti, meðal annars með útgáfu á verkum hans og tónleika- haldi. „Hann gerði mjög margt fyrir íslenskt tónlistarlíf, ég get tekið hljómsveitina Súld sem dæmi. Hún flutti fram- úrstefnutónlist sem vakti athygli í Norður-Ameríku og hér heima. En mörg verka hans eru klassísk“ Dagskráin fer fram á milli klukkan 17 og 18 og eru allir vel- komnir. Verk Szymons sem til eru á geisladiskum verða kynnt og vinir hans og samstarfsfólk fjalla um feril hans bæði í tali og tónum. Meðal þeirra eru Vilborg Dagbjartsdóttir sem les ljóð, Hilmar Örn Hilmarsson sem kynnir kvikmynda- tónlist og Ólafur Þórðarson mun fjalla um djass og jað- artónlist. Farið yfir feril tónlistarmannsins Szymons Kurans Spilaði og spann hvað sem er Morgunblaðið/Ásdís Við píanóið Szymon Kuran gerði margskonar tónlist. JÓN Karl Helgason bókmenntafræð- ingur vinnur nú að bók um Ragnar Jónsson, sem yfir- leitt var kenndur við smjörlíkisgerð- ina Smára. „Það kemur fyr- ir að maður les ævisögur þar sem er rakið nákvæmlega hvað viðfangs- efnið hefur fengist við frá einu ári til annars, en manni finnst maður ekki þekkja manneskjuna neitt sérstakleg vel. Ég hef stundum sagt að mig lang- aði að skrifa bók þar sem fólk finnur lyktina af Ragnari í Smára.“ Ragnar í Smára hafði mikil umsvif í iðnaði, en hann hafði ekki síður ítök í menningarlífinu þar sem hann var forleggjari bókaútgáfunnar Helga- fells, formaður Tónlistarfélagsins í Reykjavík og öflugur listaverka- safnari. Bókin kemur út á næsta ári, en Jón Karl heldur í dag hádegisfyrir- lestur um aðferðir sínar við skrift- irnar. „Í stað þess að skrifa svona hefðbundinn ævisagna-annál, sem hefst á því að rekja ættir hans og segja frá æskunni, langar mig að leiða augum þrjá daga í lífi hans,“ segir Jón Karl. Þetta þriggja daga tímabil ber upp á umbrotatíma í lífi Ragnars, án þess að Jón Karl vilji gefa meira upp. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.05 í dag í Reykjavíkurakademí- unni. Annað kvöld klukkan 20 fjallar Jón Karl um svipað efni í Safnahús- inu á Húsavík. Að finna lyktina af Ragnari í Smára Jón Karl Helgason ræðir aðferðir í ævisagnaritun í hádeginu í dag Jón Karl Helgason Nú hefur Bond svarað kalli tímans, er orðinn metrósexúal og meiri tilfinningavera... 41 » Leiðrétting ÞAU leiðu mistök urðu við vinnslu fréttar af tónleikum Snorra Sigfúsar Birgissonar í blaðinu í gær að nafn Þorkels Sigurbjörnssonar var mis- ritað. Snorri Sigfús og lesendur blaðsins eru beðnir velvirðingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.