Morgunblaðið - 05.11.2008, Side 40

Morgunblaðið - 05.11.2008, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008 Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is TÍMI er kominn til að taka það til skoðunar hvort kvikmyndin sé besti miðillinn þegar kemur að hryllings- sögum. Það eru nefnilega engar ýkjur að tölvuleikurinn Dead Space markar viss tímamót í hryllingi og kemur ekki á óvart að leikurinn fær glimr- andi dóma hjá öllum gagnrýn- endum. Sá sem þetta skrifar prísar sig sælan að hafa purfukeyrt leikinn á litlu og lélegu sjónvarpi með ósköp venjulegu hljóðkerfi. Ef leikurinn hefði fengið að njóta sín til fulls á stóru háskerputæki og hljóðið hefði verið alltumlykjandi er alls óvíst að taugarnar hefðu þolað álagið. Klassík í stað klisju Dead Space fæst við gamalkunn- ugt þema: drungaleg geimstöð þar sem ógurleg skrímsli ganga laus og stökkva þegar síst væntir fram úr myrkum skúmaskotum. En í stað þess að búa til klisju hafa smiðir leiksins náð að skapa klassík og leggst þar allt á eitt að skapa rétta andrúmsloftið: skrímslin, umhverfið og söguþráðurinn. Í tölvuleik öðlast hryllingurinn dýpt sem ekki er hægt að ná í gegn- um kvikmynd. Maður þarf nefnilega sjálfur að taka ákvörðun um að halda áfram niður dimma ganginn (og er oft skapi næst að segja þetta gott og slökkva á tölvunni!). Ekki dugar heldur að skjóta bara og skjóta held- ur þarf að halda sönsum og nýta sér veikleika skrímslanna ef maður vill eiga einhverja von um að komast óétinn af geimskipinu ógurlega. Limlestingar í þyngdarleysi Drungi geimsins er nýttur til hins ýtrasta, flöktandi ljós í rangölum skipsins veita sáralítinn fyrirvara um að blóðþyrstir og afskræmdir upp- vakningar séu að koma til að finna eitthvað gott að narta. Fjölbreytnin er líka til staðar og í sumum köflum þessarar 15 klst. löngu hryllingssögu eru spilendur minntir á að í þyngd- arleysi geta óvinirnir komið úr öllum áttum, og að í lofttæmi heyrðirðu ekki í þeim urrið og korrið heldur bara eigin andardrátt, hjartslátt og sársaukaöskur þegar óvættirnar læsa í þig klónum. TÖLVULEIKIR» DEAD SPACE Með hjartað í buxunum Dead Space minnir á að í þyngdarleysi geta hætturnar komið úr öllum áttum Gettu hver! Gaman er að segja frá því að í nýjustu auglýsingunni fyrir Dead Space er Sigur Rósar-lag látið skapa stemninguna, og á furðu vel við líkamsleifar og blóðslettur svífandi um í myrkri og þyngdarleysi. Hér má sjá hvar söguhetja leiksins er í þann mund að fá óvænt faðmlag. Erlendir dómar GameSpy: 100/100 Game Informer: 93/100 GameShark: 91/100 GameSpot: 90/100 / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 6D - 7:30 - 8:30D - 10:10 B.i. 12 ára DIGITAL HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 5:30 LÚXUS VIP EAGLE EYE kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára EAGLE EYE kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP SEX DRIVE kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára NIGHTS IN RODANTHE kl. 8 LEYFÐ THE DARK KNIGHT kl. 10:10 B.i. 12 ára DARK KNIGHT SÝND Í TAKMARKAÐAN TÍMA V/ FJÖLDA ÁSKORANA GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ ZACH EFFRON OG VANESSA HUDGENS GERA ALLT VITLAUST Í HIGH SCHOOL MUSICAL 3! SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELDOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSI TOPP GRÍNMYND SEX DRIVE FER FRAM ÚR AMERICAN PIE Á 100 KM HRAÐA! „VIÐBJÓÐSLEGA FYNDIN OG SKEMMTILEG GRÍNMYND. KLÁRLEGA EIN AF ÓVÆNTARI RÆMUM ÁRSINS. TÉKKIÐ Á HENNI!” -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 5:40D - 8D - 10:30D LEYFÐ DIGITAL EAGLE EYE kl. 8D - 10:30D B.i. 12 ára DIGITAL SEX DRIVE kl. 8:20 - 10:30 B.i. 12 ára JOURNEY TO THE CENTER ... kl. 5:503D LEYFÐ 3D - DIGITAL WILD CHILD kl. 5:50 LEYFÐ „STÆRSTA OPNUN Á DANS & SÖNGVAMYND ALLRA TÍMA Í U.S.A“ VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Þetta er handbókin í ár fyrir stjórnendur sem eiga eftir að ákveða hvað fyrirtækið ætlar að gefa samstarfsaðilum, viðskiptavinum og eigin starfsfólki í jólagjöf. Glæsilegur blaðauki um allt sem snýr að jólagjöfum frá fyrirtækjum til starfsfólks og viðskiptavina fylgir Viðskiptablaði Morgunblaðsins 13. nóvember. Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir í síma 569 1134 og 692 1010 eða sigridurh@mbl.is Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 10. nóvember. Jólagjafir frá fyrirtækjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.