Fréttablaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 12
12 2. maí 2009 LAUGARDAGUR
© GRAPHIC NEWS
Fyrstu hundrað dagarnir
Efnahagsmál: Obama
undirritaði 787 milljarða dala
efnahagspakka með skattalækk-
unum og nýjum útgjöldum sem
eiga að bjarga Bandaríkjunum út
úr verstu kreppu frá stríðslokum.
Kynnir 3.550 milljarða fjárlög,
sem gætu leitt af sér methalla
upp á 1.800 milljarða á þessu
ári og tvöfaldað skuldir ríkisins
næsta áratuginn.
Bankakreppan:
Timothy
Geithner
fjármálaráð-
herra glímir
við vandann
eftir að
hafa komið
fjármálafyrir-
tækjum til
bjargar með
dýrum og umdeildum
fjárstuðningi.
Tryggingafélagið AIG
stendur á brauðfótum en þarf að endurgreiða umdeildar
bónusgreiðslur eftir að hafa tekið við fjárstuðningi frá ríkinu.
Bílaiðnaðurinn: Obama
segir fyrirtækjunum að endur-
skoða áætlanir um uppstokk-
anir - en telur að ferlið gæti
endað með gjaldþroti Gener-
al Motors eða Chrysler.
Guantanamo-flói: Boðar lokun fangabúðanna innan árs.
Pyntingar: Ákvað að birta minnisblöð Bush-stjórnarinnar
um harkalegar yfirheyrsluaðferðir. Útilokar ekki rannsókn á
málinu.
Stofnfrumur: Afléttir takmörkunum
á ríkisstuðningi til rannsókna á stofn-
frumum úr mönnum.
I N N A N L A N D S M Á L A L Þ J Ó Ð A M Á L
Rússland: Hefur reynt að
endurnýja tengslin við Rússland
með viðræðum um nýjan samn-
ing um fækkun kjarnorkuvopna í
stað START II-samningsins.
Írak, Afganistan: Boðar
brotthvarf Bandaríkjahers frá
Írak á næsta ári, en ætlar að
fjölga í herliðinu í Afganistan
til að berjast þar gegn al
Kaída og talibönum.
Íran: Sendir bandarískan
samningafulltrúa til samstarfs
við Evrópuríki um að fá Írani
ofan af meintum áformum
sínum um að koma sér upp
kjarnorkuvopnum.
Norður-Kórea:
Fordæmir tilraun Norður-
Kóreu með langdrægt
flugskeyti, en er engu
að síður staðráðinn í að
fá Norður-Kóreu aftur
að samningaborði um
kjarnorkuafvopnun.
Kína: Segir bága stöðu
mannréttindamála í Kína skipta
Bandaríkin máli, án þess þó að
þurfa að trufla samskiptin við
Bandaríkin.
Mið-
Austur-
lönd: Býður
leiðtogum
Ísraels,
Palestínu
og Egyptalands í Hvíta
húsið að ræða friðar-
málefni.
Kúba: Heim-
ilar Kúbverjum,
sem eru með
bandarískan
ríkisborgararétt,
að ferðast til Kúbu og senda ætt-
ingjum sínum þar peninga.
Venesúela: Tók í höndina
á vinstri-leiðtoganum Hugo
Chavez, þrátt fyrir harða gagn-
rýni hans á Bandaríkin meðan
George W. Bush var þar forseti.
Ferðalög erlendis: Til Kanada,
Bretlands, Frakklands, Þýska-
lands, Tékklands, Tyrklands, Íraks,
Mexíkó og Trinídad.
Ljósmyndir: Getty
FRÉTTASKÝRING: Hundrað dagar forsetans
Barack Obama fagnaði á
miðvikudag þeim áfanga
að hafa verið hundrað daga
í einu valdamesta embætti
heims. Stuðningsmenn
forsetans segja afrek hans
þessa rúmu þrjá mánuði
staðfesta að Obama-æði
heimsbyggðarinnar hafi
átt fullan rétt á sér.
„Við eigum fullan rétt á Obama-
æðinu okkar,“ skrifar Jean-Mar-
cel Bourguereau, ritstjóri franska
fréttatímaritsins Le Nouvel
Observateur, og telur upp nokk-
ur helstu afrek Bandaríkjaforseta
þessa fyrstu hundrað daga.
Fáum dylst að Obama hefur
ekki setið auðum höndum síðan
hann tók við einu valdamesta
embætti heims.
Meðal afrekanna má nefna
væntanlega lokun Guantanamo-
búðanna, bann við pyntingum,
væntanlegt brotthvarf frá Írak,
horfur á bættum samskiptum við
Rússland og múslimaheiminn,
við Kúbu, Íran og jafnvel Norður-
Kóreu, og er þetta engan veginn
tæmandi upptalning.
Obama hefur greinilega gert
sér far um að kúvenda frá stefnu
fyrri stjórnar í sem flestum
málum og hann virðist vilja fara
sáttaleiðina frekar en að efna til
ágreinings og átaka.
Skiptar skoðanir
Skoðanakannanir sýna að almenn-
ingur í Bandaríkjunum er harla
ánægður með frammistöðuna,
þótt repúblikanar hafi sumir
hverjir harðlega gagnrýnt það
sem Obama hefur tekið sér fyrir
hendur fyrstu hundrað dagana.
Dick Cheney, fyrrverandi
varaforseti, og fleiri segja hann
til dæmis stefna öryggi Banda-
ríkjanna í voða með glannalegri
eftirgjöf við óvini þjóðarinnar
og uppljóstranir um umdeildar
starfsaðferðir leyniþjónustunn-
ar.
Mannréttindasmtökin Amnesty
International eru síðan á þver-
öfugri skoðun og segja alltof lítið
hafa gerst. Þrátt fyrir að Obama
hafi til dæmis lofað að loka Guant-
anamo-búðunum og tryggja föng-
unum þar réttláta meðferð, þá
hafi ekkert gerst í málum þeirra.
Hundrað dögum eftir valdatök-
una mega þeir enn dúsa í klefum
sínum, sumir eftir nærri átta ára
fangelsi án dóms og laga.
Bara byrjunin
Sjálfur tekur Obama fram að
margt sé vissulega ógert af því
sem hann ætlar að taka sér fyrir
hendur.
„Ég held að þetta sé góð byrjun,
en þetta er samt bara byrjunin,“
sagði hann á blaðamannafundi
í Washington á miðvikudaginn,
þegar hann fagnaði hundrað daga
áfanganum. „Ég er stoltur af því
sem okkur hefur tekist að gera,
en það er ekki nóg.“
Að mörgu leyti hafa Obama og
ríkisstjórn hans þó haldið áfram
á sömu braut og Bush-stjórnin.
Í glímu sinni við efnahags-
kreppuna hefur Obama til dæmis
að mestu leyti fylgt þeirri leið,
sem mörkuð var af Bush-stjórn-
inni, enda kom áfallið í haust
honum jafn mikið á óvart og
öðrum. Kosningabaráttan hafði
ekki snúist um viðbrögð við efna-
hagshruni og þar af leiðandi hafði
engin sérstök stefna verið mótuð í
kosningabúðum Obama.
Tækifæri í kreppunni
Obama hefur vissulega þurft að
glíma við erfiðari verkefni strax
frá fyrsta degi sínum í embætti
en flestir forverar hans.
Fyrir utan efnahagskreppuna,
sem bjartsýnir hagfræðingar
segjast þó farnir að sjá fyrir end-
ann á, höfðu Bandaríkin einangr-
ast rækilega á alþjóðavettvangi í
stjórnartíð George W. Bush. Þótt
Obama njóti velvildar víðast hvar
í heiminum, þá er varla von á því
að aftur grói um heilt alls staðar
alveg á næstunni.
Gamli refurinn Henry Kiss-
inger, sem var utanríkisráðherra
í stjórn Richards Nixons á átt-
unda áratugnum, segir reyndar
í nýlegri blaðagrein að efnahags-
kreppan gefi Obama einstakt
tækifæri til að ná fram grund-
vallarbreytingum á fjölmörgum
sviðum heimsmálanna: „Efna-
hagskreppan sýgur til sín orku
allra helstu ríkjanna; hver svo
sem ágreiningsefni þeirra eru, þá
þurfa þau öll að hvíla sig á milli-
ríkjadeilum,“ skrifar Kissinger í
Washington Post.
Segja Obama-æðið
hafa átt rétt á sér
FJÖLSKYLDAN MEÐ NÝJA HUNDINN Þótt
hundurinn, sem dætur forsetans fengu
á dögunum, hafi ekki mikla heimspólit-
íska þýðingu vakti hann þó mikla athygli
í fjölmiðlum víðs vegar um heiminn.
NORDICPHOTOS/AFP
FRÉTTASKÝRING
GUÐSTEINN BJARNASON
gudsteinn@frettabladid.is
Útflutningsráð Íslands stendur fyrir námskeiði um erlend
útboð, þar sem farið verður yfir tilboðsferlið, allt frá
upplýsingaöflun til hagnýtra ráða við tilboðsgerð.
Námskeiðið fer fram miðvikudaginn 13. maí
kl. 09.00-17.00 á Radisson SAS Hótel Sögu.
Fyrirlesarar eru Richard Hall og Toni Saraiva frá EISC Ltd. -
Enterprise Europe Network í Bretlandi. Þeir hafa m.a.
haldið námskeið í Bretlandi og á Norðurlöndunum.
Efni námskeiðsins:
Hvað er opinbert útboð og hvernig er útboðsferlið?
Upplýsingar um útboð erlendis.
Ákvörðunarferli, mat og kauphegðun opinberra aðila.
Undirbúningur og hagnýt ráð fyrir tilboðsgerð.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á að taka þátt
í erlendum útboðum og stækka þar með markaðssvæði sitt.
Þátttökugjald er 18.500 kr., hádegisverður er innifalinn.
Skráning fer fram með tölvupósti á
utflutningsrad@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000.
Nánari upplýsingar veita Inga Hlín Pálsdóttir,
inga@utflutningsrad.is og Erna Björnsdóttir,
erna@utflutningsrad.is.
Námskeið 13. maí
Náðu árangri
í erlendum útboðum
RRR
P
A
R
P
A
R
P
A
R
P
IP
A
R
A
RR
A
RRR
A
R
A
R
P
A
R
P
A
R
P
A
R
P
A
R
P
A
R
P
A
R
IP
A
R
A
R
P
IP
A
R
P
IP
A
RRR
A
R
P
IP
AAAAAAAAAAA
IPPPP
P
IP
P
IP
P
IPI
P
I
P
I
P
I
PPPP
S
Í
S
Í
•
S
Í
S
Í
•
S
Í
S
Í
S
Í
S
Í
•
S
Í
•
S
Í
S
Í
S
ÍÍÍÍÍÍÍÍ
•
S
Í
S
•
SSSSSSSSSS•
SSSSSSS
•
SSSSS
•
SS
•
S
•••••••••••••••••••••••
•
9
A
•
9
A
•
9
A
•
9
A
•
9
A
•
9•
9
A
•
9•
9
A
•
9
A
•
9
A
•
9
A
•
9
A
•
9
A
•
9
A
•
9
A
•
99
A
•
99
9
A
•
99
•
99
A
•
999
•
9
A
•
9
A
•
9
A
•
9
A
•
A
•
AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA
0
6
57
0
6
57
0
6
57
0
6
57
0
6
57
6
57
0
6
57
0
6
57
0
6
57
0
6
57
0
6
57
0
6
57
0
6
57757
0
6
57
0
6
5777
0
6
57777575777
6
57
0
6
5
6
555
6
5
6
55
6
0000000000
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • www.utflutningsrad.is