Fréttablaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 34
● Forsíðumynd: Nordicphotos/Getty Útgáfufélag:
365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000
Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og
Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar:
Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður:
Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is.
heimili&hönnun
LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009
AFMÆLISÚTGÁFA
Framleiðsla á Skötunni
eftir Halldór Hjálmars-
son hefur verið hafin
að nýju í tilefni af 50
ára afmæli stólsins.
Hann kemur brátt á
markað. BLS. 3
HÖNNUN DALÍS
Málaranum Sal-
vador Dalí var margt
til lista lagt. Meðal
annars fékkst hann
við húsgagnahönnun í
anda súrrealisma.
BLS. 4
Hugmyndir að vorlegum og fallegum blómapottum
sem passa jafnt innan- sem utandyra. BLS. 2
POTTAR
TIL PRÝÐI
● heimili&hönnun
● GEGN KRABBA Krabba-
meinsfélag Íslands hefur gert
samning við Einar Farestveit &
co hf., umboðsaðila Kitchenaid
á Íslandi um að 10.000 krónur
af söluandvirði hverrar bleikr-
ar Kitchenaid-hrærivélar renni
til styrktar félaginu. Einari Far-
estveit & co hf. og Kitchenaid
þótti við hæfi að styðja starf
félagsins þar sem vélin er tákn
ytra fyrir stuðning Kitchenaid
gegn brjóstakrabbameini.
„Ein af mínum fyrstu minningum
er að ég var að brasa í skúrnum hjá
pabba og hann var að smíða stól. Nú
er sonur minn að upplifa nákvæm-
lega það sama,“ segir arkitektinn
Örn Þór brosandi. „Ég er að dúlla
við það á kvöldin að framleiða Sköt-
una – og það eru fleiri sem koma að
því. Lappirnar eru framleiddar hjá
Sóló-húsgögnum og gúmmífesting-
arnar eru sérsteyptar hjá Gúmmí-
steypu Þ. Lárussonar, þeirri sömu
og fyrir fimmtíu árum. Þarna eru
heiðursmenn sem eiga þakkir skil-
ið fyrir að nenna að standa í þessu
með mér.“
Þá er það sagan: „Pabbi lærði
í Kaupmannahöfn frá 1953 til
1956. Akkúrat þá var Maurinn
að koma fram og margir að þróa
stóla í sama efni. Skatan er unnin
í þeim anda en höfðað til Íslands
með fiskforminu. En eftir að við
gengum í EES lagðist framleiðsla
á húsgögnum hér niður eins
og mörgu öðru,“ lýsir
Örn Þór.
Aðspurður kveðst
Örn Þór nota tekk, eik,
hnotu og litaðan við í þá stóla
sem hann framleiði
og lappirnar
séu með króm-
húð. Grindin er
framleidd hér á
landi en setan
og bakið koma
frá stór r i
verksmiðju í
Þýskalandi.
„Ég lét útbúa
mót eftir upprunalega stólnum,“
segir Örn. En hafa forsend-
urnar ekki breyst eftir að
kreppan kom?
„Jú, ég hefði aldrei
farið í gang með þetta
verkefni í þessu árferði
því innflutti hlutinn er um
þriðjungur kostnaðarins,“
viðurkennir hann.
Örn Þór segir af-
mælisútgáfu Skötunn-
ar væntanlega hvað úr
hverju og hún verður
sérmerkt. „Afmælis-
útgáfan er úr tekki og
eik og lappirnar með
upprunalegri nikkel-
húð,“ lýsir hann. - gun
Höfðað til Íslands
með fiskforminu
● Hálf öld er frá því Halldór Hjálmarsson hannaði stólinn Sköt-
una sem var framleiddur til 1973. Skatan er klassík og nú er byrj-
að að smíða hana að nýju fyrir tilstilli Arnar Þórs, sonar Halldórs.
Arkitektinn Örn Þór segir það áhugamál
hjá sér að framleiða Skötuna. Með því
heldur hann líka merki fðður síns á lofti.
Skatan er form-
fagur stóll.
G lerperlur eru viðfangsefni glerlistakonunnar Nadine Martin á sýningunni Skarað að eldi perlunnar sem er haldin á skörinni hjá
Handverki og hönnun við Aðalstræti 10 í Reykjavík. Er þar líkast til fyrsta
einkasýning á glerperlum á Íslandi.
Auk þess að sýna glerperlur sýnir Marin ýmsa muni unna úr þeim,
til að mynda bókamerki, höld, tölur, skartgripi og fleira. Flestar eru
perlurnar innan við 25 milli-
metra í þvermál, settar alls kyns
smáatriðum í litum og mynstri.
Algengt er að fólk telji að
málað sé á glerkúlur. Stað-
reyndin er hins vegar sú að að
allt mynstrið, litirnir og perlan
öll er fullunnin í gasloga áður
en hún er sett í ofn til herslu.
Hver og ein perla er því verð-
ugt verkefni fyrir augað.
Sýningin stendur til 18. maí.
Salurinn er opinn virka daga frá klukkan 9 til 18, fimmtudaga til klukkan
22 og sunnudaga milli klukkan 12 og 17.
Glerperlur og gersemar
1. Stór útipottur Þessi stóri úti-
pottur er úr ryðfríu stáli, fæst í
IKEA, og kostar 3.990 krónur.
2. Ker Vel fer um eininn í þessu
keri frá Garðheimum sem kostar
4.900 krónur.
3. Leirpottur Þessir hangandi leir-
pottur fæst í IKEA og kostar 1.990
krónur.
4. Úr ryðfríu stáli Þessi rúmar
fullt af blómum og jafnvel lítið tré
og kostar 3.990 krónur í IKEA.
5. Snotur Vel fer um sumar blómin
í þessum snotra blómapotti frá
IKEA. Hann kostar 295 krónur.
6. Klassískur Þessi pottur
frá Garðheimum færi vel
við útidyrahurðina. Kostar
3.500.
Pottar eru pallaprýði
● Rigning stöku sinnum er engin afsökun fyrir því að gleyma því að sumarið er komið. Fallegir
pottar og ker, fullir af litríkum sumarblómum, eru tilvalin leið til að lífga upp á pallinn.
Hægt er að fegra garðinn með flottum pottum á veröndinni.
1
3
5
2
4
6
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
viðarparket
Auglýsingasími
– Mest lesið
2. MAÍ 2009 LAUGARDAGUR2