Fréttablaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 36
KARLAKÓR REYKJAVÍKUR er á tónleika- ferðalagi á Norðurlandi þessa helgi. Í dag syngur hann á tónleikum í Blönduóskirkju klukkan 16. Á efnisskránni eru fyrst og fremst þekkt íslensk lög. Í maímánuði verður vorinu fagnað á Hornafirði með hátíðinni Vorið í ríki Vatnajökuls. „Við viljum vekja athygli á öllum þeim góðu hlutum sem eru að gerast í ferðaþjónust- unni, menningunni og matvæla- framleiðslunni,“ segir Rósa Björk Halldórsdóttir framkvæmdastjóri í ríki Vatnajökuls. „Við munum vekja athygli á okkur með ýmsum hætti þennan mánuð bæði með auglýsingum og uppákomum,“ segir Rósa en núna um helgina verður svokallað fugla- festival á Höfn á Hornafirði og á Djúpavogi. „Þar verður hægt að fá leiðsögn á klukkutíma fresti um Einarslund og Ósland,“ segir Rósa, en Hornfirðingar fagna nú einnig því að humarvertíðin er byrjuð. Einhverja helgi í maí er svo ætlunin að gera matvælum frá Héraði góð skil að Smyrlabjörg- um í Suðursveit. „Matvælafram- leiðsla er nokkur hér fyrir aust- an og margir smáframleiðendur sem framleiða matvæli í matvæla- smiðju Matís sem er hér á Horna- firði,“ segir Rósa og bætir við að í pípunum sé að markaðssetja þess- ar matvörur undir einu vörumerki í framtíðinni. Ferðamenn setja sitt mark á sveitarfélagið. „Ferðir upp á jökul eru löngu hafnar og hingað hrannast ferðamenn á leið sinni á Hvannadalshnúk,“ segir Rósa. Öflug afþreyingarfyrirtæki er að finna í ríki Vatnajökuls sem skipu- leggja ferðir upp á jökul í jökla- göngu, vélsleðaferðir og göngu- skíðaferðir. Seinna í mánuðinum er ætlunin að ná ísjaka úr Jökulsárlóni sem ísskurðarsnillingur á að skera út í. Mikið frost hefur verið hingað til í lóninu en um leið og losnar um jak- ana verður ráðist í það verkefni. „Svo eru siglingarnar byrjaðar í Jökulsárlóni og þar getur fólk séð mikið lífríki,“ segir Rósa en fyrir utan ríkt fuglalíf er fjöldi sela í lóninu sem orðnir eru vanir ferða- mönnum og því ótrúlega spakir. „Þá eru hér hreindýr um allt og vert að vara ökumenn við þeim,“ segir Rósa en hátíðinni líkur fyrstu helgina í júní með opnun á Papasýningu í Þórbergssetri og á Djúpavogi. solveig@frettabladid.is Vorið í ríki Vatnajökuls Ríki Vatnajökuls fagnar vorkomunni með ýmsum hætti í maímánuði. Núna um helgina verður fugla- festival á Höfn á Hornafirði og á Djúpavogi þar sem boðið er upp á leiðsögn á klukkutíma fresti. Selir eru í hundraðatali á Jökulsárlóni. Hér eru tveir spakir selir á litlum jaka, en siglingar á lóninu eru hafnar. MYND/RUNÓLFUR HAUKSSON Dagur myndlistar er haldinn hátíðlegur í dag og af því tilefni ætla listamenn um víðan völl að opna vinnustofur sínar. „Við myndlistarmenn höfum á tilfinningunni að myndlistin sé svolítið falin. Ekki eru til mikl- ar hagtölur um myndlist, fram- lag myndlistarmanna og annað. Þetta er nokkuð stór grein og vax- andi en er einhvern veginn svo- lítið ósýnileg þó svo myndir séu að vísu út um allt og sýnilegar,“ segir Áslaug Thorlacius mynd- listarkona og heldur áfram: „Með Degi myndlistarinnar viljum við vekja athygli á myndlistinni á jákvæðan hátt og bjóða fólki að heimsækja vinnustofur mynd- listarmanna, en alltaf er ákveðin forvitni fyrir því að koma inn á vinnustofur.“ Dagur myndlistar er árviss við- burður, haldinn fyrsta laugardag í maí, en þá opna myndlistarmenn vítt og breitt um landið vinnustof- ur sínar fyrir gestum og gang- andi. „Að þessu sinni verður opið hús milli klukkan 13 og 16 í dag á fjölmörgum vinnustofum vítt og breitt um landið. Til dæmis í Reykjavík, Kópavogi og Hafnar- firði, á Ísafirði, Skagaströnd, Akureyri og í Freyjulundi við Eyjafjörð, á Egilsstöðum, Seyðis- firði og í Hruna,“ segir Áslaug áhugasöm. Dagur myndlistar- innar er skipulagður af Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM) en á vefsíðu þeirra, www.sim.is, gefur að líta ítarlegri dagskrá. hrefna@frettabladid.is Listamenn bjóða gesti velkomna Áslaug Thorlacius kennir smíði í Melaskóla og er það því oft hennar vinnustofa. Myndlistarmenn vítt og breitt um landið ætla að opna vinnustofur sínar fyrir gestum og gangandi í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Klæðskerameistarinn Diuedonne frá Lomé í Tógó opnar í dag búð og saumaverk- stæði á Skólavörðustíg 22. Búðin verður aðeins opin á föstudögum og laugardög- um í maí eða eftir samkomulagi í síma 659-7515. Í búðinni verða til sölu vörur í fatamerkinu TOGO TO GO. Fötin hafa verið til sölu hér á landi um nokkra hríð og hafa hettujakkarnir verið töluvert vinsælir. Koma klæðskerameistarans tengist samtökunum Sóley & félagar en þau standa fyrir söfnunarátaki í maímánuði til styrktar barnaheimili nunnunnar Victo í Tógó. Þess má geta að forsögu fatamerkisins TOGO TO GO má rekja til þess þegar Sóley & félagar keyptu nokkrar saumavélar og tóku þannig þátt í að stofna saumaverkstæði í samstarfi við Victo. Dieudonne frá Lomé hefur keyrt til Victo tvisvar í viku til að sauma með tveimur mönnum sem Victo kostaði til klæðskera- náms á sínum tíma. Klæðskeri frá Tógó opnar búð í bænum KLÆÐSKERINN DIUEDONNE FRÁ LOMÉ Í TÓGÓ ER KOMINN HINGAÐ TIL LANDS TIL AÐ SAUMA LITRÍK FÖT UNDIR FATAMERKINU TOGO TO GO. Fötin frá TOGO TO GO eru litrík og falleg. NÝ SEN DIN G Áður 19.900 Nú 9.900 Stærðir 10-24 2 týpur Litur: svart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.