Fréttablaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 28
28 2. maí 2009 LAUGARDAGUR I nnan veiðigeirans er talað um Vestfirði sem par- adís skotveiðimannsins. Blaðamaður Fréttablaðs- ins ákvað að láta á þetta reyna og lagði land undir fót ásamt veiðifélögum sínum. Stefnt var á Suðureyri við Súg- andafjörð. Með sjálfvirka hagla- byssu í farangrinum. Hugmyndin var að skjóta svartfugl og reyna sig við sjóstöng. Það gaf góða von að leiðsögumaður er goðsögn í veiðimennskunni. Sjálfur Róbert Schmidt – fæddur Súgfirðingur. Og það verður að segjast að hann stóð undir væntingum og vel það. Leiðangursmenn hittu á fyrir- taks veður og á flugvellinum á Ísafirði tók Róbert á móti hópn- um, keyrði með hann um Vest- fjarðagöngin. Um leið og hann sagði sposkur að göngin væru ein „dýrasta flóttaleið landsins,“ fræddi hann farþega sína um að þar hefðu fundist öflugar vatns- lindir sem sköffuðu Ísfirðingum neysluvatn. Þeir máttu áður búa við vatn sem máfarnir gerðu sér að leik að skíta í. Svo var beygt til hægri og í Súgandafjörð. Ekki er nema tuttugu mínútna akstur á Suðureyri. Fjörðurinn skartaði sínu fegursta. Þarna ólst Róbert upp og varð snemma heltekinn af veiðum af kajak. Hann komst að því að komast mátti í dauðafæri við sjófugl þannig. Sautján ára var hann farinn að róa um fjörð- inn öllum stundum og veiða fugl. Róbert gantaðist með að heima- menn fullyrtu að fuglalíf þar hefði braggast mjög eftir að hann flutti af staðnum. En fólk ætti ekki að hafa áhyggjur af hóflegum veið- um. Nóg er af sjófugli, hann er í milljónavís – og herramanns matur. Róbert starfar hjá fyrirtækinu Hvíldarkletti, eða fisherman.is, og ber þann mikla titil sjóstanga- veiðileiðsögumaður. Hvíldarklett- ur rekur hótelið og veitingastaðinn Talisman sem dregur nafn sitt af þilskipi frá Akureyri sem strand- aði utan fjarðar árið 1922. Svartfugl bætist við sjóstangveiðina Meðal annars vegna krónu- ómyndar innar búast margir við sprengju í ferðalögum innan- lands. En þó fagurgali um ferða- þjónustu sé mikill þá eru sorg- lega fáir tilbúnir að taka á móti ferðamönnum eða hafa hugsað til þess að eitthvað þurfi við að vera. Þetta á ekki við um Súgfirðinga. Af miklum myndarskap hefur Hvíldar klettur komið upp glæsi- legri aðstöðu til sjóstangveiða. Sérsmíðaðir bátar, 22 talsins, sem hver um sig kostar hátt í níu milljónir hafa verið keyptir. Um þá þarf að smíða hús og þá ekki síður ferðamennina sem væntan- legir eru. Á undanförnum árum hafa komið um tvö þúsund þýsk- ir sjóstangveiðimenn til Suður- eyrar. Þeir fyrstu eru væntanlegir um miðjan maí og er þegar búið að bóka um 1.800 þýska gesti. „Júní og júlí eru nokkuð þétt bókaðir,“ segir Róbert. „Síðustu viðskipta- vinir okkar fara síðan í september en þá fer þeim verulega fækkandi enda langt liðið á haustið og dag- inn tekið að stytta og allra veðra von með haustlægðum.“ En þýsku ferðamennirnir voru ekki hinum vonglöðu veiðimönn- um efst í huga þegar þeir vöknuðu fyrir allar aldir næsta dag. Með í för voru Dúi Landmark kvik- myndagerðarmaður og Magða- lena Einarsdóttir. Dúi er þaulvan- ur veiðimaður og hefur starfað um heim allan við gerð veiðimynda – einkum í Frakklandi. Hann var mættur til að gera kynningar- myndband fyrir Hvíldarklett. Menn skálmuðu niður á kæja með tæki og vistir. Dúi og Lena fóru með Guðmundi Svavarssyni á bát en Guðmundur er faðir Elíasar sem er framkvæmdastjóri Hvíldar- kletts sem gerir út 11 báta frá Suðureyri og 11 frá Flateyri. Þeir Hvíldarklettsmenn hafa áhuga á að lengja ferðamannatímabilið og bjóða upp á ferðir á svartfugl en tímabilinu lýkur 10. maí. Aðeins kostar tuttugu þúsund að leigja bát yfir daginn en við bætist olía, gisting og leiðsögumaður ef vill. Stórsnjallir og nískir þýskir veiðimenn Siglt var út spegilsléttan Súganda- fjörð. Og voru menn ekki komnir nema rétt út í fjarðarmynnið þegar fyrstu fuglarnir tóku að birtast. Við stýrið var sjálfur veiðimaður Íslands, Róbert Schmidt, og það verður að segjast eins og er að á stundum heyrðust hlátrasköll inni í káetunni þegar veiðimenn- irnir voru að hitta illa. „Til ham- ingju,“ heyrðist þegar búið var að plaffa fimm skotum á einn fugl þá loks hann féll. En við tók tíu tíma veiðitúr og af báðum bátum voru heimtur um tvö hundruð fugl- ar sem telst ágætt. „Við veiddum svartfuglinn grunnt út af Skálvík, Deildinni og Galtarvita sem og við Aðalvíkina. Aflinn var blandaður álku og langvíu,” segir Róbert. Svo ákafir voru skotveiðimennirnir að lítið var reynt við sjóstangveiðina. Og það er einmitt það sem dreg- ur þýsku veiðimennina alla leið til Suðureyrar. Róbert ber þýsku veiðimönnunum vel söguna – þó aðsjálni þeirra sé við brugðið. Þeir koma með allan kost til lands- ins, jafnvel bjór og stundum lykta föggur þeirra af bjórsvækju eftir að einhver dósin hefur sprungið. En Róbert segir þá algera snill- inga þegar sjóstöngin er ann- ars vegar. Og mættu íslenskir veiðimenn margt af þeim læra. „Eins og flestir vita sem fylgj- ast með sjóstangaveiði hérlend- is, þá er aðalmarkmið erlendra Svartur sjór af fugli við Suðureyri Metnaðarfull uppbygging í ferðamannaþjónustu er á Suðureyri við Súgandafjörð. Fyrirtækið Hvíldarklettur hefur fjárfest fyrir hundruð milljóna í 22 sérsmíðuðum bátum og gistiaðstöðu, en von er á hátt í tvö þúsund þýskum ferðamönnum sem mæta gagngert til að fara á sjóstöng. Jakob Bjarnar Grétarsson fór vestur og hitti þar fyrir veiðimann Íslands – sjálfan Róbert Schmidt. RÓBERT MUNDAR BYSSUNA Á tíma komust bátverjar í fluglínu við svartfuglinn og þá sýndi meistaraskyttan Róbert úr hverju hann er gerður og tók eina fjóra eða fimm fugla á flugi. Þetta er við Aðalvík. FRÉTTABLAÐIÐ/ATLI DÚI FILMAR Dúi Landmark er þaulvanur veiðimaður auk þess að hafa gert fjölda veiðimynda. Hann var á staðnum og filmaði við kjöraðstæður. KAPTEINN GUÐMUNDUR SVAVARSSON Hefur lagt gjörva hönd á uppbyggingar- starfið á Suðureyri og í mörg horn að líta. Sonur hans, Elías, er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins en Guðmundur er maðurinn á vettvangi. STÍMT YFIR DJÚPIÐ Nokkuð gaf á bátinn þegar stímt var yfir Djúpið en þegar í Aðalvík var komið reyndist gott skjól frá fjöllunum. MEISTARASKYTTAN REYNDIST MEISTARAKOKKUR Stór hluti veiðimennskunnar er að kunna að njóta bráðarinnar og að kvöldi dags var efnt til meiriháttar villibráðarveislu á Talisman a la Róbert Schmidt. LYSTAUKI: Beykireyktur lundi með hind- berjasósu, hunangsmelónu og ferskum rifsberjum. FORRÉTTUR: Heitreyktur dílaskarfur á salatblaði með sætri sojasósu, ferskum bláberjum og ristuð- um furuhnetum. MILLIRÉTTUR: Beikonvafin stórlúða = Á spjóti í Mango Chutney marineringu með papriku og rauðlauk. AÐALRÉTTUR: Léttsteiktar langvíubringur með villisveppasósu, sykurgljáðum kartöflum og steiktu grænmeti. EFTIRRÉTTUR: Kaffi og koníak. MATSEÐILL A LA RÓBERT Á TALISMAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.