Fréttablaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 66
42 2. maí 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is > FÉKK AÐ KYSSA BEYONCÉ Breski leikarinn Idris Elba fékk óvæntan glaðning á fyrsta tökudegi kvikmyndarinnar Obsessed. Þá fékk hann að kyssa mótleikkonu sína, Beyoncé Knowles. „Þetta var undarlegt. Það voru ekki tuttugu mínútur liðnar frá því við hittumst þar til við vorum að kyssast. Ég gat ekki kvartað,“ segir Elba, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í hinum frábæru sjónvarpsþáttum The Wire. „Við fengum 995 atkvæði, stefndum alltaf að því að koma manni inn og fá þannig eitthvað fjármagn í kassann,“ segir Bjarki Björgúlfsson, nemi í Bret- landi. Hann var á lista Náttúrlagaflokkans í Alþingiskosningunum árið 1995 sem boðaði þar innhverfa íhugun til hjálpar Íslendingum; að lítill hópur fólks myndi stunda þessa hugleiðslutækni og ná þannig að virkja kraft þjóðarinnar enn frek- ar. Þetta hringir kannski einhverjum bjöllum enda sami boðskapur og bandaríski kvikmyndaleikstjór- inn David Lynch hyggst flytja á fyrirlestri sínum í Háskólabíói á laugardaginn. „Þetta er óneitanlega nokkuð skondið og eflaust hefði framboð okkur hlotið meiri hljómgrunn í dag en þá,“ segir Bjarki. Hann kveðst í dag ekki vera dyggur fylgismaður innhverfr ar íhugunar en grípur til hennar þegar mikið liggur við. Og ber henni vel söguna. „Já, ég get alveg sagt að mér leið öðruvísi, ég var yfir- vegaðari og betur í stakk búinn að takast á við vanda- mál, það var eins og maður hefði einhverja óútskýran- lega ró og kraft,“ útskýrir Bjarki. Ekki loku fyrir það skotið að þessi tækni gæti nýst íslenskum stjórnmálamönnum þegar þeir takast á við efnahagsvandann. Forsvarsmaður hópsins var Jón Hannes Halldórsson ferðamálafrömuður en hann lést skömmu eftir kosningar. Framboð- ið lognaðist í kjölfarið út af og hefur lítið til þess spurst. Reyndar voru bæði systir og bróðir Bjarka á lista og hann hlær þegar hann rifjar upp kosningabar- áttuna, „Já, já, þau voru send í þjóðmálaumræðuþætti og ég veit ekki hvað, þetta var rosa- lega skemmtilegt og kannski hefðum við átt að bjóða okkur aftur fram í ár.“ - fgg N-listinn aftur í sviðsljósið DEILA SÖMU HUGSJÓNUM David Lynch og N-listinn sálugi deila sömu hugsjónum; að hugleiðsla lítils hóps geti haft veruleg áhrif á þjóðarsálina, virkjað kraftinn. Krummi Björgvinsson fetar í fótspor Rúnars Júlíus sonar á minningartónleikum í kvöld þegar hann syngur Am I Really Living. Sannkölluð veisla fyrir augu og eyru verður í Laugardalshöllinni í kvöld þegar minningartónleikar um Rúnar Júl fara fram. Rjóminn af íslensku tónlistarfólki kemur saman til að heiðra minningu Hr. Rokk og verður af nægu að taka fyrir alla. Löngu er uppselt á tón- leikana. Jón Ólafsson verður kynn- ir á tónleikunum og mun hann fá viðmælendur uppá svið til að ræða um ferilinn og lífið með Rúna Júl. Þá verður til sölu sérstakur Trú- brots-kassi þar sem finna má plötur þessarar goðsagnakenndu hljómsveitar á sérstöku tónleika- tilboði. Þau Eiríkur Hauksson, Shady Owens og Helgi Björnsson fljúga sérstaklega til landsins til að taka þátt í þessari miklu veislu. Eirík- ur mun syngja GCD-syrpu, Helgi verður með Unun en Shady Owens tekur sér auðvitað bara sína stöðu með Hljómum og Trúbroti. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun Páll Óskar hefja dagskrána með lögunum Rokk og Ról og Söng um lífið og svo kemur einvalalið listamanna koll af kolli. Nægir þar að nefna Hjalta- lín, Björgvin Halldórsson og Sál- ina hans Jóns míns. Meðal þess sem áhorfendur fá að sjá og heyra er þegar Krummi fetar í fótspor Rúnars og syngur með Trúbroti og Karlakór Keflavíkur hið ódauð- lega lag sveitarinnar, Am I Really Living. Mezzoforte-liðarnir Jóhann Ásmundsson og Gunnlaugur Briem munu spila með sveitinni. freyrgigja@frettabladid.is KRUMMI SYNGUR MEÐ TRÚBROTI MIKIL VEISLA Rjóminn af íslenskum tónlistarmönnum verður samankominn í Laugardalshöll á laugardaginn þegar minning Rúnars Júl verður heiðruð. Páll Óskar flytur fyrstu tvö lögin og Krummi syngur Am I Really Living með Karlakór Keflavíkur og Trúbroti. Leikkonan Meryl Streep fær afhent heiðurs- verðlaun fyrir æviframlag sitt til leiklistar- innar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Róm sem verður haldin í október. Tékkneski leikstjórinn Milos Forman verður formaður dómnefndar á hátíðinni. Hann hefur aldrei leikstýrt Streep en lék þó aukahlutverk í mynd hennar Heart- burn árið 1986. Streep hefur oftast allra leikkvenna verið tilnefnd til Óskarsverð- launa, eða fimmtán sinnum. Tvívegis hefur hún hlotið styttuna, fyrir myndirnar Kramer vs Kramer og Sophie´s Choice. Meryl Streep heiðruð í Róm MERYL STREEP Bandaríska leikkonan fær afhent heiðursverðlaun fyrir ævi- framlag sitt til leiklistarinnar í Róm. Breski kvikmyndaleikstjórinn Guy Rit- chie og bandaríska poppdívan Madonna hafa náð samkomulagi um að strákarnir þeirra, hinn átta ára gamli Rocco og hinn fjögurra ára gamli David Banda, verði hjá honum yfir sumartímann. Madonna er að halda í tónleikaferðalag um Evrópu og sættist á þau rök fyrrver- andi eiginmanns síns að skynsamlegast væri fyrir strákana að vera hjá pabba sínum í stað þess að vera á stanslausum þvælingi. Þetta er nokkuð óvænt vopnahlé að mati fréttaskýrenda því stutt er síðan Madonna fékk þann úrskurð að lögheimili David og Rocco væri í Bandaríkjunum. Guy leist ekkert á þá niðurstöðu og lýsti því yfir að hann væri hundfúll. Nú getur hann aftur á móti tekið gleði sína á ný og hyggst leikstjórinn breyta nokkrum hlutum á heimili sínu í Ashcombe í tilefni af komu strákanna sinna. Guy hyggst meðal annars byggja sundlaug, sem Madonna lagðist gegn á hjúskap- arárum þeirra. „Hann ætlar að gera þetta að sumri sem þeir gleyma seint eða aldrei,“ sagði einn heimildarmaður breska blaðsins The Sun. Og Guy virðist njóta pipar- sveinalífsins því hann hefur sést í örmum ungra kvenna. Náinn vinur Guy sagði við The Sun að hann hygð- ist ekki gera sömu mistök aftur; að stofna til sambands við sér eldri mey. „Þær konur sem Guy hefur verið að hitta eru á svipuðu reki eða aðeins yngri en hann.“ Guy Ritchie fær strákana í þrjá mánuði MEÐ PABBA David og Rocco verða með pabba. Lourdes situr hins vegar eftir heima í Bandaríkjunum með móður sinni, Madonnu. Gjöfin þín* Ef þú verslar vörur frá Estée Lauder fyrir 4.500 eða meira í Debenhams dagana 30. apríl – 6. maí. Gjöfin inniheldur: Soft Clean Cleanser – 30ml froðuhreinsi, Advanced Night Repair – viðgerðardropa 7ml Advanced Night Repair Eye recovery – augnkrem 5ml High Gloss – litur Pearl Pleasures – ilmvatn Fallega bleika snyrtibuddu Verðgildi gjafarinnar er 7.900 kr. *meðan birgðir endast Þú setur hann bara af stað, burstinn sér sjálfur um verkið. kynnir Nýtt: TurboLash All Effects Motion Mascra Sjálfknúinn titrandi burstinn þéttir augnhárin, lengir þau, aðskilur og sveigir fallega. Og gerir þetta allt í einu. Annað eins hefur ekki áður sést. Sótt hefur verið um einkaleyfi á þessari heimsnýjung í Bandaríkjunum og heim allan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.