Fréttablaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 78
54 2. maí 2009 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
LÁRÉTT
2. dúkur, 6. í röð, 8. skar, 9. meðal,
11. til, 12. yfirstéttar, 14. vinna,
16. tveir eins, 17. sönghópur, 18. í
viðbót, 20. golf áhald, 21. gefa frá sér
reiðihljóð.
LÓÐRÉTT
1. kvk nafn, 3. skammstöfun, 4. gras-
svörður, 5. fiskilína, 7. lengst í suður,
10. ílát, 13. yfirbreiðsla, 15. frjáls, 16.
þvottur, 19. gjaldmiðill.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. segl, 6. rs, 8. hró, 9. lyf,
11. að, 12. aðals, 14. starf, 16. tt, 17.
kór, 18. auk, 20. tí, 21. urra.
LÓÐRÉTT: 1. erla, 3. eh, 4. grasrót, 5.
lóð, 7. syðstur, 10. fat, 13. lak, 15. frír,
16. tau, 19. kr.
Rúnar Rúnarsson
Aldur: 32 ára
Starf: Kvikmyndagerðarmaður og
nemi.
Stjörnumerki: Í kínverskri stjörnu-
spá er ég rís-
andi dreki en í
þeirri venjulegu
er ég stundum
steingeit og
stundum vatns-
beri, það fer
eftir því í hvaða
blaði það er.
Búseta: Bý í
Kaupmannahöfn.
Fjölskylda: Er giftur Claudiu
Hausseld og við eigum dótturina
Esju sem er tveggja og hálfs árs.
Stuttmyndin Anna eftir Rúnar var valin
á Cannes-hátíðina í maí, en þetta er í
annað sinn sem hann hlýtur þann heiður.
„Við munum einhenda okkur í að
fá vínveitingaleyfið hið fyrsta. Svo
maður þurfi nú ekki að vera hér
edrú alla daga. Það hefur aldrei
farið mér mjög vel að vera alveg
edrú. Mjúkur er ég langbestur,“
segir Ragnar Gunnarsson, öðru
nafni Raggi Sót í Skriðjöklunum.
Raggi hefur nú vent sínu kvæði í
kross. Frægastur er hann fyrir að
fara fyrir hinum akureyrsku Skrið-
jöklum en hefur samhliða því að
vera poppstjarna rekið járnabind-
ingafyrirtæki. Nú ætlar Raggi að
reyna fyrir sér í veitingarekstri.
Hann opnar fiskbúð á mánudag-
inn en þar verður einnig veitinga-
staður – borð fyrir 20 til 30 gesti.
En aðallega er búðin hugsuð fyrir
hinar vinnandi stéttir, þær sem
starfa í Höfðahverfinu, þannig
að þær geti tekið með sér hina
ýmsu fiskrétti sem Raggi lofar að
verði sannkallað lostæti. Fiskbúð-
in/veitingastaðurinn hefur feng-
ið nafnið Bryggjuhúsið. „Já, það
er nú þannig að ég er fæddur og
uppalinn í Bryggjuhúsinu á Akur-
eyri. Og þess vegna er nú þetta
nafn. Svo býður þessi búð upp á
gott útsýni yfir bryggjuhverfið í
Reykjavík þannig að nafngiftin
var ekki úr vegi.“
Aðspurður tekur Raggi því víðs
fjarri að þessi bransi sé sér ókunn-
ugur með öllu. „Nei, nei, nei, pabbi
var með útgerð. Smábátaútgerð og
fiskaði. Svo keypti hann sér gaml-
an lögreglubíl og keyrði með fisk-
inn út í sveitir. Og seldi á hlaðinu.
En það var eitt við þennan lög-
reglubíl að pabbi ætlaði aldrei að
læra að fara inn í hann að fram-
an. Var svo vanur að fara inn aftan
megin,“ segir þessi nýjasti fiski-
kóngur á höfuðborgarsvæðinu og
kímir. Hann bætir því við að þegar
frægt karlaathvarf var rekið í
Dugguvogi var hann vert, þjónn,
kokkur og allt í senn. „Klúbburinn
var meðal annars svona vinsæll
af því að þar fengu menn svo gott
að borða,“ segir Raggi. Og krefst
þess að einnig verði sagt frá því
að í Bryggjuhúsinu verði útlærð
smurbrauðsdama sem sér um að
framreiða slíkt fínerí. Á verði sem
gerir fólki kleift að leyfa sér það af
og til. „Ég mun kaupa hráefni hér
og þar, stefni að því að kaupa fisk
á markaði og vinna hann. Er með
ágæta karla í það í Hafnarfirði.
Já, ég fullyrði að þetta verður ein
flottasta fiskbúð landsins.“ Nokkuð
hefur borið á því að fiskbúðir bjóði
upp á aukið úrval og Raggi segir
samkeppnina af hinu góða. Verði
til þess að menn vandi sig og leiti
betra vöruverðs. En þetta hljóta
að vera viðbrigði fyrir Ragga að
fara í slorið – hann sem sjálfur er
náttúrulega fyrst og fremst fræg-
ur sem poppstjarna. „Já, en þær
þurfa náttúrulega að lifa eins og
aðrir. Þannig að við prófum þetta.
Annars getur vel verið að maður
þurfi að taka fram míkrófóninn
með þessu ef ekki verður nóg að
gera. Ekki vantar eftirspurnina.
Já, eða að vertinn syngi nokkra
sjóaraslagara í búðinni.“
jakob@frettabladid.is
RAGGI SÓT GUNNARSSON: MJÚKUR ER ÉG LANGBESTUR
Poppstjarna opnar fiskbúð
„Þú getur spurt hvaða Pólverja
sem er um Robert, það þekkja
hann allir,“ segir Michal Gier-
watowski, vararæðismaður Pól-
lands, um pólska sjónvarpskokk-
inn Robert Maklowicz. Hann er nú
staddur hér á landi í tengslum við
pólska daga og hefur hannað pólsk-
an matseðil fyrir Brasserie Grand
auk þess sem hann tekur upp þrjá
þætti fyrir sjónvarpsseríu sína.
„Í þáttum sínum ferðast Robert
til hinna ýmsu landa, kynnir mat-
armenningu hvers lands og eldar
á framandi stöðum. Þættirnir
hans eru sýndir á stöð 2 í Póllandi
tvisvar í viku og eru mjög vinsæl-
ir. Hann ætlar að taka upp einn
þátt í Reykjavík, einn við Bláa
lónið og einn við Gullfoss og Geysi,
auk þess sem hann ætlar að heim-
sækja Íslendinga og Pólverja hér á
landi til að sjá hvað er líkt og ólíkt
í matarmenningu þeirra,“ útskýr-
ir Michal. Gert er ráð fyrir að
þættirnir verði sýndir í Pól-
landi í ágúst. Annað kvöld
verður stærsti viðburður
pólskra daga og þá verður
gala-kvöldverður á Grand
hóteli með klass- ískum
tónleikum, en
3. maí er þjóð-
hátíðardagur
Pólverja. Stef-
án Þór Arnar-
son, veitinga-
stjóri Brasserie
Grand, segir Róbert
vera búinn að setja
þjóðlega pólska rétti
í nýstárlegan búning,
en á matseðlinum er
meðal annars rauðróf-
usúpa, nautakjöt, bleikja, og fjórir
mismunandi eftirréttir.
„Allir þekkja franska og ítalska
matarmenningu, en þarna
teygjum við okkur til Austur-
Evrópu sem er ekki síður
spennandi. Róbert er snilling-
ur í sínu fagi og hérna langar
hann náttúrulega að vinna úr
hráefninu okkar eins og
lambakjötinu, fiskinum
og svo langar hann að
elda hvalkjöt,“ segir
Stefán. - ag
Pólskur sjónvarpskokkur
tekur upp efni á Íslandi
FERÐAST UM ALLAN
HEIM Sjónvarpskokkur-
inn Robert Maklowicz er
nú staddur hér á landi
í tengslum við pólska
daga og tekur upp þrjá
sjónvarpsþætti.
„Við erum byrjuð að skrifa saman,
ég og Björgvin. Hann verður
áfram umsjónarmaður þáttar-
ins og ég verð svona aukakarakt-
er. Svo bregð ég mér í ýmis hlut-
verk,“ segir leikkonan Anna Svava
Knútsdóttir, sem ráðin hefur verið
annar umsjónarmanna Stundar-
innar okkar næsta vetur.
Anna Svava útskrifaðist úr leik-
listardeild Listaháskólans fyrir
tveimur árum og hefur síðan
tekið að sér hin og þessi hlutverk.
Í vetur hefur hún verið hjá Leik-
félagi Akureyrar þar sem hún lék
meðal annars í Músagildrunni og
Földu fylgi. Hún er ánægð með
þetta nýja hlutverk sitt. „Auð-
vitað er ég kát. Ég horfði alltaf á
Stundina okkar þegar ég var barn
og fannst Bryndís Schram ógeðs-
lega skemmtileg. Þegar ég horfi á
þá þætti í dag veit ég hins vegar
ekki alveg hvað það var sem mér
fannst skemmtilegt,“ segir Anna
Svava og hlær. Hún telur ástæðu
þessa vera þá að lítið framboð
hafi verið á barnaefni þegar hún
var krakki. Það sé allt breytt. „Nú
skipta krakkarnir bara um rás ef
þeim finnst efnið ekki skemmti-
legt. Þetta verður því að vera
gott.“
Anna Svava er ekki feimin við
að viðurkenna að það sé nokk-
ur pressa á henni vegna þessa.
„Það er allt öðruvísi að fram-
leiða efni fyrir börn en fullorðna.
Við munum gera fjóra þætti til að
byrja með og spyrja krakkana hvað
þeim finnst. Þá getur vel verið að
þau fíli mig ekki neitt og þá þurf-
um við að gera eitthvað allt annað.
Þau segja nefnilega það sem þeim
finnst, annað en fullorðna fólkið.“
- hdm
Nýtt andlit í Stundinni okkar
Frábærri sýningu blaðaljósmyndara
í Gerðarsafni lýkur nú um helgina
og ætti enginn að láta hana fram
hjá sér fara. Kristján B. Jónasson,
formaður Félags íslenskra bókaút-
gefenda, gaf út bók sem
byggir á myndum á
sýningunni. Kristján var
nýverið á bókasýningu
í London og kynnti
bókina fyrir nokkrum
útgefendum
í Evrópu. Í
kjölfarið er
verið að
undirbúa
sérstaka kreppumyndabók, enda
eru þegar bækur um íslensku
kreppuna í undirbúningi erlendis,
til að mynda í Þýskalandi, svo
búast má við að næsta árið muni
koma út bækur jafnt á Íslandi sem
annars staðar um hrunið. Ljóst er
að myndir af brennandi fánum,
óeirðum, brennum og skyrslettum
muni greipast í huga heimsbyggð-
arinnar sem mynd af Íslandi, hvort
sem Íslendingum líkar það betur
eða verr.
Eurovision-hópurinn með Jóhönnu
Guðrúnu Jónsdóttur í broddi
fylkingar leggur upp í ferð sína til
Moskvu á morgun. Að ýmsu þarf
að huga fyrir svo langa og stranga
för en það sem Jóhanna hugsar
eflaust mest um er hvernig kjóllinn
sem hún klæðist á sviðinu muni
að endingu líta út. Kjóllinn er
hannaður af Anderson & Lauth og
er blár að lit. Hönnuðirnir hafa lagt
nótt við nýtan dag og eru enn að
gera breytingar á hönnun hans. Sú
vinna á þó að klárast í dag en ef
allt fer á versta veg verður búninga-
hönnuðrinn Margrét
Einars í fylgdarliði
Jóhönnu. - jbg, hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
RAGGI SÓT FER ÚR POPPINU Í SLORIÐ Opnar á mánudag stórglæsilega fiskbúð og
veitingastað uppi á Höfða og fullyrðir vitaskuld að staðurinn sá verði sá flottasti á
höfuðborgarsvæðinu og þótt víðar væri leitað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KREFJANDI VERKEFNI Anna Svava Knútsdóttir telur að hlutverk sitt í Stundinni okkar
verði erfitt, enda séu börn óhrædd við að gagnrýna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
skipta um dekk
Umfelgun og ný dekk á góðu verði
Umfelgun og jafnvægisstilling á 4 fólksbíladekkjum á 12–16 tommu
stálfelgum 6.458 kr. Kauptu sumardekkin hjá Max1 á góðu verði.
Spyrðu okkur hvað við getum gert meira fyrir þig.
Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is
Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a,
Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2.
Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5.
Skoðaðu www.max1.is
Sparaðu, láttu
Ný sumardekk
Dekkjaskipti
hjá Max1
Opið í dag
frá 9 til 13
á öllum Max
1
stöðvum
Lokað í Knar
rarvogi