Fréttablaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI2. maí 2009 — 104. tölublað — 9. árgangur
Þegar eignar-
réttinum er ógnað
Um það leyti er vinir syst-kinanna á Kambsvegi 32 voru að læra að hjóla án hjálpardekkjanna voru
þau farin að bruna um á litlu mót-
orhjóli. Öll hafa þau lært taktana
á sömu litlu Hondunni sem var
keypt fyrir elsta drenginn
þegar hann var fimm ára. Þá
var áhugi hans reyndar kviknað-
ur fyrir löngu. „Torfi var búinn
að kaupa sér fyrsta hjólið þegar
Freyr var tveggja ára. Á þeim
tíma bjuggum við á Ítalíu þar sem
mótorhjól eru á hverju götuhorni.
Freyr skreið upp á hvert einasta
hjól sem hann sá og fékk að prófa,“
segir mótorhjólamamman Sigur-
laug. Þann titil ber hún vel, enda
er hún enginn eftirbátur annarra
fjölskyldumeðlima þegar kemur
að hjólunum. Á sumrin sést hún
bruna um götur Reykjavíkur á
Ducati-götuhjóli og hún er stuðn-
ingsmaður sonar síns númer eitt
Öll fjölskyldan á mótorhjólum
Hjónin Sigurlaug Jónasdóttir og Torfi Hjálmars-
son búa við þann lúxus að þurfa aldrei að glíma
við unglingana sína um það hvað eigi að gera
í sumarfríinu. Öll fjölskyldan er á kafi í mótor-
sporti og þegar frítími gefst eru allir sammála
um hvernig er best að eyða honum: Á hjólunum
úti í sveit.
Barnaafmælið
Litríkt barnaafmæli við
heima smíðað
langborð. SÍÐA 6
maí 2008
fjölskyldan
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ]
Mótorhjólabörn
Sólveig, Sigrún og Freyr.
Listasöfn
Börn eru skemmtilegir og áhugasamir gestir
listasafna. SÍÐA 2
MENNINGARHÁTÍÐ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
VELKOMIN
9. - 15. MAÍ
FRAMHALD Á SÍÐU 4
FR
ÉT
TA
B L
A
Ð
I Ð
/V
A
LL
I
heimili&hönnun
LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009
AFMÆLISÚTGÁFA
Framleiðsla á Skötunni
eftir Halldór Hjálmars-
son hefur verið hafin
að nýju í tilefni af 50
ára afmæli stólsins.
Hann kemur brátt á
markað. BLS. 3
HÖNNUN DALÍS
Málaranum Sal-
vador Dalí var margt
til lista lagt. Meðal
annars fékkst hann
við húsgagnahönnun í
anda súrrealisma.
BLS. 4
POTTAR
HÚSTÖKUR 22
TÍSKA 40
Á RÖKSTÓLUM 26
36,95%
72,75%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Allt sem þú þarft...
Fréttablaðið er með 97%
meiri lestur en Morgunblaðið.
Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið
18-49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2008 - janúar 2009.
Íþró a- og sýningarhöllinni
í Laugardal 8.-10. maí 2009 Kynntu þér ölbrey a dagskrá
www.ferdalogogfristundir.is
Frábært tækifæri fyrir alla ölskylduna
l að skipuleggja sumarið!
Silfurlit taska og
fiðrildanæla
TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG
HELGARÚTGÁFA
ÁHRIF DAVIDS
LYNCH Á TÍSKUNA
Á LOKASPRETTI VIÐ GERÐ
MYNDARINNAR MÖMMU GÓGÓ
VIÐTAL 18
TÍSKA 40
ÖLL FJÖLSKYLDAN
Á MÓTORHJÓLI
Mótorsport er áhugamál númer eitt
hjá þeim Frey, Sigrúnu og Sólveigu
Torfabörnum. Öll lærðu þau á
mótorhjól þegar þau voru fimm ára.
FJÖLSKYLDUBLAÐIÐ
VINNUMARKAÐUR Stóru sveitar-
félögin hafa ákveðið að ráða sem
flesta unglinga í sumarstörf og
sums staðar verður vinnutími
styttur til að koma fleirum að.
Borgaryfirvöld ætla að ráða 5.200
ungmenni í sumar, þar af verða
4.000 ungmenni ráðin til Vinnu-
skólans. Aldrei hafa fleiri fengið
sumarstörf hjá borginni.
Bæjaryfirvöld í Kópavogi ráða
750 manns og er það ríflega tvö-
földun frá því í fyrrasumar. Bær-
inn ræður auk þess um 900 ungl-
inga á aldrinum fjórtán til sextán
ára í Vinnuskóla. Það er þriðjungs
aukning frá því í fyrra.
Ungmenni sautján ára og eldri
verða ráðin í 250 stöður í Hafnar-
firði í sumar. Þegar hafa um 800
ungmenni sótt um störf og er það
fjórðungs aukning frá fyrra ári.
„Það er ljóst að stór hópur fær
ekki vinnu nema til komi sérstakt
átak. Í fyrra var tekin ákvörð-
un um að taka inn um 100 starfs-
menn aukalega og er nú verið að
skoða með hvaða hætti það verð-
ur í ár,“ segir Steinunn Þorsteins-
dóttir upplýsingafulltrúi Hafnar-
fjarðar.
Í Mosfellsbæ fá allir unglingar
á aldrinum fjórtán til sextán ára
starf í vinnuskóla. Um 400 ungl-
ingar eru á þessum aldri í bænum
og er gert ráð fyrir að nánast
allir sæki um. Krakkarnir verða
því helmingi fleiri en í fyrra. Þá
verða ungmenni sautján ára og
eldri ráðin í minnst 55 stöður, sem
er aukning um helming frá fyrra
ári. Því til viðbótar er stefnt að því
að ráða fólk á aldrinum sautján til
tuttugu ára í ýmis sérverkefni.
Um 350 ungmenni hafa sótt um
sumarvinnu í Garðabæ en sjötíu
störf voru auglýst. Allir umsækj-
endur fá vinnu í sumar en vinnu-
tími verður styttur svo fjölga megi
störfum. Veitt verður sjötíu millj-
ónum aukalega í þetta atvinnuátak
en sambærileg fjárveiting í fyrra
var 25 milljónir króna.
Í Reykjanesbæ verður Vinnu-
skólinn opinn öllum nemendum
í fjórar vikur. Um 150 sóttu um
störf flokksstjóra, þrefalt fleiri en
í fyrra. Búist er við að 30-40 verði
ráðnir. Bærinn fer í umhverfis-
verkefni í sumar og verða um 200
störf auglýst í byrjun maí.
Steinunn Árnadóttir, garðyrkju-
stjóri Seltjarnarnesbæjar, segir að
allt skólafólk fái vinnu í sumar.
Vinnutími verði styttur um hálf-
tíma hjá hinum yngstu og klukku-
tíma hjá hinum. Krakkar í Vinnu-
skólanum fái vinnu í átta vikur.
- ghs
Vilja ráða sem flesta
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna að því að ráða mörg þúsund nema í
vinnu í sumar. Sum hafa stytt dagvinnutíma svo unnt sé að ráða fleiri til starfa.
Karlarnir eru að
skíttapa alls staðar
VEIÐI Elliðavatn var stangveiði-
mönnum gjöfult á fyrsta veiði-
degi í gær, en í hugum margra
hefst veiðisumarið við vatnið ár
hvert.
Veiðimenn settu bæði í bleikju
og urriða, en það var mál manna
að fiskurinn væri óvenjulega vel
haldinn.
Samkvæmt upplýsingum frá
Stangveiðifélagi Reykjavíkur
voru flestir veiðimenn með einn
til þrjá silunga eftir daginn.
Veðrið var rysjótt en menn létu
ekki mikla rigningu og haglél
trufla sig við veiðarnar. - shá
Veiðisumarið formlega hafið:
Veiði byrjar vel
í Elliðavatninu
BARÁTTUDAGUR VERKALÝÐSINS Fjöldi fólks tók þátt í hefðbundnum hátíðahöldum um allt land í gær. Í kröfugöngum voru á lofti hefðbundnar kröfur um bætt kjör verkafólks
en einnig kom baráttufólk fyrir stöðu hælisleitenda skoðunum sínum skýrt á framfæri. Á Austurvelli voru gerð köll að forseta Alþýðusambandsins. Sjá síðu 10 FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
HEILBRIGÐISMÁL Dönsk heilbrigðis-
yfirvöld tilkynntu í gær um
fyrsta tilfelli svínaflensu í Dan-
mörku. Einnig bárust fréttir um
smit í Frakklandi og Hong Kong,
þar sem hótelgestir voru settir í
sóttkví.
Haraldur Briem sóttvarna-
læknir segir að tilfellið í Dan-
mörku breyti ekki stöðunni hvað
Ísland varðar og viðbúnaðar-
stigið helst óbreytt. - shá / sjá síðu 6
Svínaflensan breiðist hratt út:
Smit staðfest í
Danmörku