Fréttablaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.05.2009, Blaðsíða 10
10 2. maí 2009 LAUGARDAGUR LONDON, AP Barnaklámsvef síðum fækkaði um tíu prósent á síð- asta ári, samkvæmt skýrslu bresku eftirlitssamtakanna Internet Watch Foundation. Efnið á þeim vefsíðum sem eftir eru er þó orðið grófara. Í skýrslu samtakanna sem nýlega var gerð opinber segir að aukið eftirlit lögreglu og ein- stakra aðila hafi gert erfið ara um vik að starfrækja barna- klámssíður. Slíkar síður séu mjög oft fjarlægðar innan örfárra klukkustunda. Þær síður sem ekki tekst að loka birta þó oftar myndir af pyntingum og grófum kynferðis- glæpum. Enn fremur segir í skýrslunni að um fjórðungur barnanna sem birtist á þessum síðum líti út fyrir að vera sex ára eða yngri. - kg Barnaklámssíðum fækkar: Ofbeldið orðið grófara en áður Mán til mið 10–18.30, fi m og fös 10–19, lau 10–18, sun 13–17 | Sími 517 9000 | www.kringlan.is UNDIR LÚÐRABLÆSTRI Lúðrasveit verkalýðsins, lúðrasveitin Svanur og hljómsveitin 200.000 Naglbítar léku á hátíðarhöldunum í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MÓTMÆLI Anarkistar tóku þátt og púuðu á forseta ASÍ þegar hann flutti ræðu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÓVENJUGÓÐ ÞÁTTTAKA Þúsundir manna tóku þátt í kröfugöngum víðs vegar um land. Hér má sjá fjölda fólks á leið niður Laugaveginn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MANNRÉTTINDI Hælisleitendur gáfu mat til að vekja athygli á málstað sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BARÁTTUGLEÐI Verkamaður í borginni San Salvador í El Salvador fagnaði frí- degi verkalýðsins með félögum sínum í gær. NORDICPHOTOS/AFP VINNUMARKAÐUR Óvenjumargir tóku þátt í kröfugöngum verka- lýðsins víða um land í gær. Þúsund- ir tóku þátt í kröfugöngu stéttar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hópur anarkista púaði og barði búsáhöld meðan Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ, flutti ræðu sína á Austurvelli. Lagt var af stað frá Hlemmi fljótlega eftir hádegi og gengið niður Laugaveginn alla leið niður á Austurvöll þar sem haldinn var hátíðarfundur. Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ, var einn þeirra sem fluttu ávörp. Hann sagði meðal annars að „erfitt og sárs- aukafullt verkefni“ biði á vinnu- markaði þar sem gera þyrfti nýjan sáttmála milli vinnumarkaðar og stjórnvalda um forsendur varan- legs stöðugleika. Ná þyrfti víð- tækri sátt um hvernig þjóðin ynni sig út úr efnahagsvandanum. Gylfi segir að í svona stórum samtökum verði að una því að fólk mótmæli. „Ég hef umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra,“ segir hann. „Ég er mjög rólegur yfir þessu og hef þolinmæði gagnvart þessu. Þetta stuðaði mig ekkert, ég virði bara skoðanir annarra,“ segir hann. „Enn bólar ekkert á raunhæf- um ráðstöfunum,“ sagði Þórveig Þormóðsdóttir, formaður Félags starfsmanna stjórnarráðsins, í ræðu sinni. „Þvert á móti hefur verið boðaður niðurskurður í vel- ferðarkerfinu og er hans þegar farið að bæta.“ Hælisleitendur vöktu athygli á málstað sínum, meðal annars með því að gefa mat. Fjöldi þátttakenda í kröfugöng- unni á Akureyri var í sögulegu hámarki, að sögn lögreglunnar á Akureyri, sem minnist þess ekki að hafa séð svo mikinn fjölda í kröfugöngu þar. Hátíðarhöldin gengu vel fyrir sig enda léttskýj- að og fallegt veður á Akureyri. Á Vestfjörðum var einnig afburðagóð þátttaka og hátíðar- höldin fóru vel fram. ghs@frettabladid.is Kallað eftir víðtækri sátt Óvenjugóð þátttaka var í kröfugöngum verkalýðsins víðs vegar um land í gær. Púað var á forseta ASÍ. „Hef umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra,“ segir hann. Hælisleitendur vöktu athygli á málstað sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.