Fréttablaðið - 02.05.2009, Page 36

Fréttablaðið - 02.05.2009, Page 36
KARLAKÓR REYKJAVÍKUR er á tónleika- ferðalagi á Norðurlandi þessa helgi. Í dag syngur hann á tónleikum í Blönduóskirkju klukkan 16. Á efnisskránni eru fyrst og fremst þekkt íslensk lög. Í maímánuði verður vorinu fagnað á Hornafirði með hátíðinni Vorið í ríki Vatnajökuls. „Við viljum vekja athygli á öllum þeim góðu hlutum sem eru að gerast í ferðaþjónust- unni, menningunni og matvæla- framleiðslunni,“ segir Rósa Björk Halldórsdóttir framkvæmdastjóri í ríki Vatnajökuls. „Við munum vekja athygli á okkur með ýmsum hætti þennan mánuð bæði með auglýsingum og uppákomum,“ segir Rósa en núna um helgina verður svokallað fugla- festival á Höfn á Hornafirði og á Djúpavogi. „Þar verður hægt að fá leiðsögn á klukkutíma fresti um Einarslund og Ósland,“ segir Rósa, en Hornfirðingar fagna nú einnig því að humarvertíðin er byrjuð. Einhverja helgi í maí er svo ætlunin að gera matvælum frá Héraði góð skil að Smyrlabjörg- um í Suðursveit. „Matvælafram- leiðsla er nokkur hér fyrir aust- an og margir smáframleiðendur sem framleiða matvæli í matvæla- smiðju Matís sem er hér á Horna- firði,“ segir Rósa og bætir við að í pípunum sé að markaðssetja þess- ar matvörur undir einu vörumerki í framtíðinni. Ferðamenn setja sitt mark á sveitarfélagið. „Ferðir upp á jökul eru löngu hafnar og hingað hrannast ferðamenn á leið sinni á Hvannadalshnúk,“ segir Rósa. Öflug afþreyingarfyrirtæki er að finna í ríki Vatnajökuls sem skipu- leggja ferðir upp á jökul í jökla- göngu, vélsleðaferðir og göngu- skíðaferðir. Seinna í mánuðinum er ætlunin að ná ísjaka úr Jökulsárlóni sem ísskurðarsnillingur á að skera út í. Mikið frost hefur verið hingað til í lóninu en um leið og losnar um jak- ana verður ráðist í það verkefni. „Svo eru siglingarnar byrjaðar í Jökulsárlóni og þar getur fólk séð mikið lífríki,“ segir Rósa en fyrir utan ríkt fuglalíf er fjöldi sela í lóninu sem orðnir eru vanir ferða- mönnum og því ótrúlega spakir. „Þá eru hér hreindýr um allt og vert að vara ökumenn við þeim,“ segir Rósa en hátíðinni líkur fyrstu helgina í júní með opnun á Papasýningu í Þórbergssetri og á Djúpavogi. solveig@frettabladid.is Vorið í ríki Vatnajökuls Ríki Vatnajökuls fagnar vorkomunni með ýmsum hætti í maímánuði. Núna um helgina verður fugla- festival á Höfn á Hornafirði og á Djúpavogi þar sem boðið er upp á leiðsögn á klukkutíma fresti. Selir eru í hundraðatali á Jökulsárlóni. Hér eru tveir spakir selir á litlum jaka, en siglingar á lóninu eru hafnar. MYND/RUNÓLFUR HAUKSSON Dagur myndlistar er haldinn hátíðlegur í dag og af því tilefni ætla listamenn um víðan völl að opna vinnustofur sínar. „Við myndlistarmenn höfum á tilfinningunni að myndlistin sé svolítið falin. Ekki eru til mikl- ar hagtölur um myndlist, fram- lag myndlistarmanna og annað. Þetta er nokkuð stór grein og vax- andi en er einhvern veginn svo- lítið ósýnileg þó svo myndir séu að vísu út um allt og sýnilegar,“ segir Áslaug Thorlacius mynd- listarkona og heldur áfram: „Með Degi myndlistarinnar viljum við vekja athygli á myndlistinni á jákvæðan hátt og bjóða fólki að heimsækja vinnustofur mynd- listarmanna, en alltaf er ákveðin forvitni fyrir því að koma inn á vinnustofur.“ Dagur myndlistar er árviss við- burður, haldinn fyrsta laugardag í maí, en þá opna myndlistarmenn vítt og breitt um landið vinnustof- ur sínar fyrir gestum og gang- andi. „Að þessu sinni verður opið hús milli klukkan 13 og 16 í dag á fjölmörgum vinnustofum vítt og breitt um landið. Til dæmis í Reykjavík, Kópavogi og Hafnar- firði, á Ísafirði, Skagaströnd, Akureyri og í Freyjulundi við Eyjafjörð, á Egilsstöðum, Seyðis- firði og í Hruna,“ segir Áslaug áhugasöm. Dagur myndlistar- innar er skipulagður af Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM) en á vefsíðu þeirra, www.sim.is, gefur að líta ítarlegri dagskrá. hrefna@frettabladid.is Listamenn bjóða gesti velkomna Áslaug Thorlacius kennir smíði í Melaskóla og er það því oft hennar vinnustofa. Myndlistarmenn vítt og breitt um landið ætla að opna vinnustofur sínar fyrir gestum og gangandi í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Klæðskerameistarinn Diuedonne frá Lomé í Tógó opnar í dag búð og saumaverk- stæði á Skólavörðustíg 22. Búðin verður aðeins opin á föstudögum og laugardög- um í maí eða eftir samkomulagi í síma 659-7515. Í búðinni verða til sölu vörur í fatamerkinu TOGO TO GO. Fötin hafa verið til sölu hér á landi um nokkra hríð og hafa hettujakkarnir verið töluvert vinsælir. Koma klæðskerameistarans tengist samtökunum Sóley & félagar en þau standa fyrir söfnunarátaki í maímánuði til styrktar barnaheimili nunnunnar Victo í Tógó. Þess má geta að forsögu fatamerkisins TOGO TO GO má rekja til þess þegar Sóley & félagar keyptu nokkrar saumavélar og tóku þannig þátt í að stofna saumaverkstæði í samstarfi við Victo. Dieudonne frá Lomé hefur keyrt til Victo tvisvar í viku til að sauma með tveimur mönnum sem Victo kostaði til klæðskera- náms á sínum tíma. Klæðskeri frá Tógó opnar búð í bænum KLÆÐSKERINN DIUEDONNE FRÁ LOMÉ Í TÓGÓ ER KOMINN HINGAÐ TIL LANDS TIL AÐ SAUMA LITRÍK FÖT UNDIR FATAMERKINU TOGO TO GO. Fötin frá TOGO TO GO eru litrík og falleg. NÝ SEN DIN G Áður 19.900 Nú 9.900 Stærðir 10-24 2 týpur Litur: svart

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.