Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2009, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 02.05.2009, Qupperneq 34
● Forsíðumynd: Nordicphotos/Getty Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. heimili&hönnun LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2009 AFMÆLISÚTGÁFA Framleiðsla á Skötunni eftir Halldór Hjálmars- son hefur verið hafin að nýju í tilefni af 50 ára afmæli stólsins. Hann kemur brátt á markað. BLS. 3 HÖNNUN DALÍS Málaranum Sal- vador Dalí var margt til lista lagt. Meðal annars fékkst hann við húsgagnahönnun í anda súrrealisma. BLS. 4 Hugmyndir að vorlegum og fallegum blómapottum sem passa jafnt innan- sem utandyra. BLS. 2 POTTAR TIL PRÝÐI ● heimili&hönnun ● GEGN KRABBA Krabba- meinsfélag Íslands hefur gert samning við Einar Farestveit & co hf., umboðsaðila Kitchenaid á Íslandi um að 10.000 krónur af söluandvirði hverrar bleikr- ar Kitchenaid-hrærivélar renni til styrktar félaginu. Einari Far- estveit & co hf. og Kitchenaid þótti við hæfi að styðja starf félagsins þar sem vélin er tákn ytra fyrir stuðning Kitchenaid gegn brjóstakrabbameini. „Ein af mínum fyrstu minningum er að ég var að brasa í skúrnum hjá pabba og hann var að smíða stól. Nú er sonur minn að upplifa nákvæm- lega það sama,“ segir arkitektinn Örn Þór brosandi. „Ég er að dúlla við það á kvöldin að framleiða Sköt- una – og það eru fleiri sem koma að því. Lappirnar eru framleiddar hjá Sóló-húsgögnum og gúmmífesting- arnar eru sérsteyptar hjá Gúmmí- steypu Þ. Lárussonar, þeirri sömu og fyrir fimmtíu árum. Þarna eru heiðursmenn sem eiga þakkir skil- ið fyrir að nenna að standa í þessu með mér.“ Þá er það sagan: „Pabbi lærði í Kaupmannahöfn frá 1953 til 1956. Akkúrat þá var Maurinn að koma fram og margir að þróa stóla í sama efni. Skatan er unnin í þeim anda en höfðað til Íslands með fiskforminu. En eftir að við gengum í EES lagðist framleiðsla á húsgögnum hér niður eins og mörgu öðru,“ lýsir Örn Þór. Aðspurður kveðst Örn Þór nota tekk, eik, hnotu og litaðan við í þá stóla sem hann framleiði og lappirnar séu með króm- húð. Grindin er framleidd hér á landi en setan og bakið koma frá stór r i verksmiðju í Þýskalandi. „Ég lét útbúa mót eftir upprunalega stólnum,“ segir Örn. En hafa forsend- urnar ekki breyst eftir að kreppan kom? „Jú, ég hefði aldrei farið í gang með þetta verkefni í þessu árferði því innflutti hlutinn er um þriðjungur kostnaðarins,“ viðurkennir hann. Örn Þór segir af- mælisútgáfu Skötunn- ar væntanlega hvað úr hverju og hún verður sérmerkt. „Afmælis- útgáfan er úr tekki og eik og lappirnar með upprunalegri nikkel- húð,“ lýsir hann. - gun Höfðað til Íslands með fiskforminu ● Hálf öld er frá því Halldór Hjálmarsson hannaði stólinn Sköt- una sem var framleiddur til 1973. Skatan er klassík og nú er byrj- að að smíða hana að nýju fyrir tilstilli Arnar Þórs, sonar Halldórs. Arkitektinn Örn Þór segir það áhugamál hjá sér að framleiða Skötuna. Með því heldur hann líka merki fðður síns á lofti. Skatan er form- fagur stóll. G lerperlur eru viðfangsefni glerlistakonunnar Nadine Martin á sýningunni Skarað að eldi perlunnar sem er haldin á skörinni hjá Handverki og hönnun við Aðalstræti 10 í Reykjavík. Er þar líkast til fyrsta einkasýning á glerperlum á Íslandi. Auk þess að sýna glerperlur sýnir Marin ýmsa muni unna úr þeim, til að mynda bókamerki, höld, tölur, skartgripi og fleira. Flestar eru perlurnar innan við 25 milli- metra í þvermál, settar alls kyns smáatriðum í litum og mynstri. Algengt er að fólk telji að málað sé á glerkúlur. Stað- reyndin er hins vegar sú að að allt mynstrið, litirnir og perlan öll er fullunnin í gasloga áður en hún er sett í ofn til herslu. Hver og ein perla er því verð- ugt verkefni fyrir augað. Sýningin stendur til 18. maí. Salurinn er opinn virka daga frá klukkan 9 til 18, fimmtudaga til klukkan 22 og sunnudaga milli klukkan 12 og 17. Glerperlur og gersemar 1. Stór útipottur Þessi stóri úti- pottur er úr ryðfríu stáli, fæst í IKEA, og kostar 3.990 krónur. 2. Ker Vel fer um eininn í þessu keri frá Garðheimum sem kostar 4.900 krónur. 3. Leirpottur Þessir hangandi leir- pottur fæst í IKEA og kostar 1.990 krónur. 4. Úr ryðfríu stáli Þessi rúmar fullt af blómum og jafnvel lítið tré og kostar 3.990 krónur í IKEA. 5. Snotur Vel fer um sumar blómin í þessum snotra blómapotti frá IKEA. Hann kostar 295 krónur. 6. Klassískur Þessi pottur frá Garðheimum færi vel við útidyrahurðina. Kostar 3.500. Pottar eru pallaprýði ● Rigning stöku sinnum er engin afsökun fyrir því að gleyma því að sumarið er komið. Fallegir pottar og ker, fullir af litríkum sumarblómum, eru tilvalin leið til að lífga upp á pallinn. Hægt er að fegra garðinn með flottum pottum á veröndinni. 1 3 5 2 4 6 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 viðarparket Auglýsingasími – Mest lesið 2. MAÍ 2009 LAUGARDAGUR2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.