Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1927, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.10.1927, Blaðsíða 2
SKINFAXI 98 Eins og Reinhard Prinz sagði í grein í Lesbók Morg- unblaðsins i fyrra, er þýska ungmennabreyfingin mót- niælalireyfing, andmæli, bylting. Hún er liróp æsku- mannanna, mótmæli þeirra gegn doðanum og svefnin- um, sem fau-ðist yfir þýsku þjóðina undir síðustu alda- mót, svefninum, sem auðsöfnun og sljóvgun og stirðn- un siðgæðisvitundarinnar ollu. Hún er andmæli æsk- unnar gegn efnisbyggjunni, sem svifti lífið öllu því feg- ursta, sem það á til. Hún er heróp æskunnar gegn lág- lendingahugsunarhættinum, sem var búinn að gagn- sjn-a alt andlegt og listrænt Hf þjóðarinnar. Svo kom styrjöldin mikla og liræðileg eymdarár að lienni lokinni. A þessum reynsluárum opnuðust til fuLLs augu æskunnar fyrir ldutverki sínu.Hún sá þá, að benn- ar beið barátta upp á líf og dauða; barátta fyrir anda æskunnar, barátta gegn öllum þeim máttarvöldum, sem vilja þurka út persónuleikann, einstaklingseðlið og steypa alla í sama móti. Die Wandervögel — farfuglarnir svonefndu — voru fyrsti vísirinn til þessarar máttugu hræringar, sem nú hefir gagntekið þýska æskulýðinn. Farfuglarnir voru í upphafi fáir, umkomulitlir unglingar. En þeir vildu mikið og hræddust enga örðugleika. peir hristu af sér fjötra tískunnar og buðu öllum boðuni vanans byrginn. J>eir leituðu hins innra frelsis og vildu engum öðrum lögum fúta en Jögum æskunnar. Lögmálstöflum liðna timans vörpuðu þeir fyrir björg og brutu þær — og liéldu svo einir síns liðs út i lífið! J>eir lmeyksluðu marga, þessir ungu rnenn. Mönnum þótti þetla hin mesta óhæfa, er þeir frömdu. Aldrei fyr liöfðu menn vitað það, að ungir menn og konur færu saman langar gönguferðir á n umsjónar og eftirlits foreldra eða kennara. Og svo bættist það við, að þeir þverskölluðust við boðum tískunnar um klæðaburð og klæddust eins og þeim sjálfum lilíaði best. Og —-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.