Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1927, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.10.1927, Blaðsíða 4
100 SKINFAXI sem æskan var komin í og þá miklu eymd, er hún átti við að búa. Rangar uppeldisaðferðir liöfðu lamað þrótt hennar i uppvextinum og svift hana möguleikanum til eðlilegs, óþvingaðs vaxtar og þroska. „Mentun“ hennar, ef mentun skyldi kalla, var öll sótt í bækur! Tískan í hugsunarhætti, klæðaburði og allri framgöngu liafði kæft í lienni alla framsókn og deytt margt af því besta, sem hún hjó yfir. Hún var slitin úr öllu sambandi við náttúr- una. Lífi sínu lifði hún í spiltu lofti og muggu samkvæmis- salanna, gildaskál- anna, verslana og skrifstofa, eða hún varð að hýrast i >kröltandi verksmiðj- um í kolareyk iðn- áðarborganna. En nú var nýtt líf valiið. Æskan fann sig sjálfa aftur. Hug- reifir kvöddu æsku- mennirnir götur stór- borganna og héldu út í skóga og upp til fjalla. par fundu þeir sjálfa sig. Við fossnið í gljúfrum háfjallanna vaknaði sjálfsvitund þeirra. Niðri á láglendinu, i borgunum, höfðu þeir verið flokkaðir niður og metnir eftir prófeinkunnum, stöðu foreldra sinna, klæðaburði og ytri siðvenjum. En hérna, úti í frjálsri náttúrunni, var annar mæli- kvarði lagður á þá. Hér voru þeir dæmdir eftir þvi einu, h v e r j i r þeir sjálfir væru. Hér var alt Kvöld.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.