Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1927, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.10.1927, Blaðsíða 16
112 SIÍINFAXI ur garðurinn „Skrúður", með leiðsögn prestshjónanna — Hjaltlínu og sr. Sigtryggs — er bæði leggja hina allra mestu ástundun í sífeldar umbætur og gæslu garðsins. Flestir munu og „Skrúð“ skoða með ánægju og aðdáun. Kappreiðar voru um kveldið, en fóru fremur út um Jnifur. Skiftir það og litlu, því að kappreiðar finnast mér minst viðeigandi á okkar samkomum. Við aðkomumenn hcldum heimleiðis, er kvölda tók, með góðri ánægju og þakklátum huga. Guðm. Jónsson frá Mosdal. Líkamsment. Öld af öld hefir liugsunarháttur amlóðans alið þá trú hjá fjölmörgum, að við Islendingar séum svo „fáir fátækir og smáir“ að okkur þýði ekkert að hugsa til þess að halda í nokkru til jafns.við stærri og voldugri þjóðir. Enginn veit livað amlóðahugsun þessi liefir átt mikinn þátt í því að draga úr framförum, frægð og þreki íslendinga á liðnum öldum. Hitt er vist, að lieig- ulshugsun þessi hefir víða við komið og haft lamandi áhrif, ef til vill liefir hún hvergi látið meira til sin taka en gagnvart nýungum og framfaraviðleitni ungra manna. pví iiefir t. d. löngum verið haldið fram að ekki þýddi neitl fyrir iþrótta- og fimleikamenn okkar að keppa á alheims-íþróttamótum, eða þar sem margar og frægar þjóðir sýndu listir sínar í þeirri grein, enda hefir likamsmentun ekki notið mikilla hlunninda hjá okkur frá hinum svonefndu hærri stöðum. ]?að sem gert hefir verið fyrir hana, hafa að mestu verið illa Iaunuð einstaklingsverk, unnin í tómstundum. Raunar skortir sjaldan áliorfendur þegar haldin eru

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.