Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1927, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.10.1927, Blaðsíða 19
SKINFAXI 115 köllun til þess að vinna fyrir hana og vilja gera það, verða að geta notið sin, það niá ekki skera alt við negl- ur sér, sem þeini er ætlað fyrir starf sitt. púsund ára þjóðhátiðin slendur fyrir dyrum. J>á er tækifærið til þess að víðfrægja íslenskar íþróttir og líkamsment, tækifæri svo gotí, að aldréi getur hetra. pá get- um við hrifið fjölmargar þjóð'ir fjarlægra landa, án þess að fara úr átthögum okkar. Er það trú þess, sem þetta ritar, að fátt verði okkur til mikils sóma á þjóð- hátíðinni, ef íþróttirnar geta ekki orðið það. íþróttir tala alheimsmál, sem alla getur hrifið, cf þeim mælist vel. En við þurfum alls með, sem völ er á, ef vel á að fara um þessi mál. íþróttakennarar, þeir bestu sem við eigum, verða að liafa forystu á hendi, þeirra boðum verður að hlýða. peir verða að velja menn til íþrótta- iðkana og þjálfa þá og semja líka tillögur um fram- kvæmd íþróttanna. Ekki dugar að ætla starfsemi þess- ari svo lítið fé að hún verði einkis verð þess vegna. pað er ómögulegt að ætlast til þess,að undirbúningur íþrótta fyrir 1930 verði því nær eingöngu unninn í tómstund- um þeirra, scju hafa ábuga fyrir þessum málum. Með þeim hætti geta íþróttir aldrei orðið að þeirri þjóðar- heill og þjóðarsæmd, sem verða mætti, ef þeim væri sæmilegur sómi sýndur. Ríkissjóður og félagasamljönd þurfa að leggja þessu máli öflugt lið. Sæmd þjóðarinn- ar liggur við að svo verði. Björn Jakobsson og raunar margir aðrir íþrótta- kennarar bafa sýnt það, að þeir eru vel þess verðir að vera studdir af almannafé lil líkamlegra dáða. I öðru lagi er það alviðurkent, að þroski þjóðanna byggist mjög á þvi, bvað líkamsmentun er mikill sómi sýndur. Gildir þetta öllu fremur um Islendinga en aðrar þjóðir, sökum þess, að náttúrufar og atvinnuvegir landsins krefjast hraústra, harðfengra og þolgóðra manna, og að siðustu verður að taka tillit til þess, að nú er þjóðin

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.