Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1927, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.10.1927, Blaðsíða 12
108 SKINFAXI að athuga, að efnið sé sem allx*a mest úr íslenskri ull, þar sem nóg er lil af henni í landinu. ]>að væri mjög öfugt og illa viðeigandi, einkum til sveita, að kaupa út- lent garn til að veí’a úr það sem nota mætti eins vel úr islenskri ull. Talað hefir verið um að námsskeiðin í Reykjavík hafi haft nxikið af efninu útlent. Einnig að ofið sé frekar eftir ýmsum útlendum fyrirmyndum en íslenskum. En það er fullvíst og kunnugt að prýðilegar íslenskar fyrir- myndir eru til af ýmsum vefnaði. Geri eg fastlega ráð fyrir að á þeinx námsskeiðum sem Heimilisiðnaðarfé- lagið kann að halda, verði gerð gangskör að þessu. Segi eg þetta því meira lil hendingar, þar sem ungmennafé- lög (eða aðrir i sveit) efna til slikra námsskeiða. Kappkosta ætti að vefa sem allra flest af því sem notað er bæði til fatnaðar og ýnxissa annara þarfa, t. d. rúmteppi, gólfteppi, hekkjateppi (,,Divans“), horðdúka, gluggatjöld, sessur o. m. fl. í nokkuð af þessu verður að líkindum að fá útlent efni, en velflest má þó gera á ýmsan máta úr íslenskri ull. Hér í grend við mig hefir verið ofið stórt gólfteppi úr íslenskri ull. Klæðir það stórt stofugólf. Finst mér það í alla staði vænna en nokkurt útlent sem eg man til. Ekki má gleyma að sumur gamli íslenski skraut- vefnaðurinn, salon, glit o. fl. er af svo ágætri gerð, vefn- aðai-lagi, litasamvali og sniði að fyllilega stendur út- lendu jafnfætis, er að þvi hin mest eftirsjá ef niður fellui*. I sambandi við veínaðinn er síst fjarri að minnast á að litun og litasamval (litblöndun) hefir mikla þýð- ingu. pvi hefi eg heyrt haldið fram í Reykjavik — og um kent, að illa tækist að fá góðan lit og litun hér — að fá yrði útlent band — eða senda lil litunar. Eg veit ekki hversu mikið kveður að þessu. En undarlegt má kallast að i gömlum íslenskum vefnaði, sem vai*

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.