Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1927, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.10.1927, Blaðsíða 21
SKINFAXI 117 hlaupa með sig í gönur, nei, þeir fundu það sem fegurst var skráð á þeirra tungu og voru búnir að tileinka sér það. Friður ríkti lijá þeim, kyrð og sátt. pannig var búið um liið andlega atgerfi þessara mannar. pessir menn voru engin lítilmenni líkamlega, lieldur þvert á móti einhver hraustasta þjóð heimsins. íþróttir iðkuðu þessir menn mikið. Karlmenn glímdu og iðkuðu leikfimi og úiíþróttir af miklu kappi, og gættu þess jafnan að vera drengilegir í allri framkomu sinni. Snnd var mikið iðkað, og í lögum var það, að enginn ósyndur maður skyldi sjó stunda. Kvenfólki þótti þá engin skömrn að æfa sig i leikfimi og útiíþrótt- um, er timi var til. Landið var fagurt og fritt sem fyr á landnámstið og feðranna frægð var þarna risin upp í nýrri og glæsilegri mynd. ]?eir liöfðu einnig átt i ströngu stríði við náttúruna, en af þvi að viljinn var ein- beittur, þá sigruðu þeir örðugleikana, sem voru á vegi þeirra. Hver unnin þraut eykur gleði og þroskar. pað, að sigrast á örðugleikunum með einbeittum vilja, var það sem gerði mennina að mikilmennum. peir slörf- uðu mest undir þessum einkunnarorðum: „Fyrir guð og föðurlandið.“ peir höfðu breytt eyðiflákum og heiða- löndum lands síns i skóga og blómvaxnar hæðir. „Græð- um saman mein og mein, metumst ei við grannann, fellum saman stein við slein, styðjum hverir annan, plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann, hvað má liöndin ein og ein, allir leggi saman.“ Við Rán og Ægi liöfðu þeir einnig háð geistan hildarleik, og jafnan borið sigur úr bítum, og æðruðust ei þótt endr- um og sinn gæfi á bátinn, er holskeflan háa á bát þeirra brotnaði þeir báðu til guðs, og það varð sem þeir vildu. peir sigldu sigurglaðir í höfn eftir sigraða þraut, og hver getur fegurra vitað. parna lifði nú þessi þjóð lífi sínu, norður undir lieim- skautsbaug, þar sem sólin sést sem sagt aldrei á lofti allan sólarhringinn. „Fjarst i eilífðar útsæ vakir ey-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.