Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1927, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.10.1927, Blaðsíða 1
Þýska ungmennahreyfingin. Vinur minn, Þjóðverjinn Ernst Dresenius búfræðingur (sem nú á heima á Rcykjum í Mosfellssveit), samdi í vor grein um þýsku ungmennahreyfinguna. Fekk eg greinina hjá honum og ætlaði að snara henni á íslensku og birta í ein- hverju blaða vorra. Þá var eg beðinn að „tala“ á gestamóti ungmennafélaga í Rvík. Fann eg cngan æskilegri texta en grein vinar míns, greip hana, sneri lienni í ræðu, jók nokkru við en feldi annað niður og varð þá eftirfarandi erindi til. Hvítárbakka, 14. sept. 1927. Lúðv. Guðmundsson. pað er ákaflega erfitt að lýsa með orðum anda þýsku ungmennahreyfingarinnar. ]?ótt vcr lesum um hana langar bækur og fjölda blaðagreina, erum vér litlu uær. Ekki fáum vér lieldur skilið hana, þótt vér heyr- uni stefnuskrá hennar, og ekki erum vér miklu fróðari um anda hennar, þótt vér læsum skipulagsskrár og lög ungmennafélaganna, eða flokkanna — þeirra, sem %lgja skráðurti lögum. Að cins einn vegur er þeim fær, sem vill skilja anda seskunnar þýsku: það er að lifa með henni, berjast með uenni og fyrir hana.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.