Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 4
100
SKINFAXI
ið var lakt, og lakt var það flest, sem hún
vo“, segir Grímur Thomsen í einu af sín-
um sögukvæðum. Og víst mundi frekar
hafa mátt bjóða bændum og búðsetumönn-
um allt i þessu efni, lélega eða jafnvel
skemmda vöru og svikna vog, ef þeir
voru drukknir, meðan þeir önnuðust við-
skipti sín. Og ekki er liætt við, að þeir
menn efndu til samblásturs vegna réttar
síns og liagsmuna sinna, sem voru slíkir
þrælar Bakkusar, að þeir gættu ekki vits
síns þann eina dag ársins, sem þeir áttu
að fá lífsbjörg gegn afurðunum af striti
sínu alla liina dagana.
Það var þess vegna ofureðlilegt, að ýms-
ir af lielztu forvígismönnum íslenzkrar
endurreisnar, allt frá Jóni biskupi Árna-
syni og Magnúsi Gíslasyni amtmanni á
18. öld og til forvígismanna ungmenna-
félaganna og verkalýðshreyfingarinnar á
fyrsta fjórðungi þessarar aldar legðust
fast gegn áfengisnautn og héldu fram bind-
indi og jafnvel banni. Þeir, sáu, að svo bezt
mundi framkvæmd menningarleg, þjóðfé-
lagsleg og fjárhagsleg viðreisn, að vald
áfengisnautnarinnar yrði brotið á bak aft-
ur. Þeim var það ljóst, sem of margir
þeirra, sem nú telja sig forvígismenn lýð-
ræðis, er raunverulega sé grundvallað á
frelsi og sjálfstæði einstaklingsins hin-
um eina hugsanlega grundvelli þess —
virðast ekki gera sér grein fyrir, að sé vald-
ið yfir sálum mannanna ekki fyrst og
fremst í höndum eins og sérhvers þjóðfé-
lagsborgara, heldur í krafti einhverra ann-
arlegra afla háð vilja eða hagsmunum
klíkna, stétta eða sterkra einstaklinga, er
mikil vá fyrir dyrum.
Og þeim varð undursamlega mikið á-
gengt, hinum ábyrgu og framsæknu full-
trúum og forvígismönnum íslenzkra end-
urreisnarafla. Þeim tókst á einum aldar-
fjórðungi að draga svo mjög úr áfengis-
nautninni, að hún varð aðeins lítið bx-ot
af jxví, sem hún hafði vei-ið, enda var al-
menningsálitið orðið þannig, að það þótti
mikill álitslinekkir hverjum manni, að
hann léti sjá sig ölvaðan, jafnvel j)ó að
hann gerði í rauninni ekki annað af sér
en að veila varhugavert fordæmi.
Hvoi*t mundi ekki komið í óefni?
Við skulum lítillega athuga ástandið eins
og j)að er nú.
Eftir því, sem horfir um sölu áfengis, er
Iiklegt, að landsmenn kaupi af ríkinu á-
fenga drykki á þessu ári fvrir um j)að bil
140 milljónir króna. Það eru um 850 krón-
ur á hvert mannsbarn, smátt og stórt, eða
1250 krónur á liverja fimm manna fjöl-
skyldu. Nú mundi óhætt að segja, að full-
ur helmingur landsmanna kaupi ekki á-
fengi. Þar koma lil öll börn og flestir ung-
lingar innan átján ára aldurs og auk þeirra
fjölmargt fullorðið fólk. Verða j)á áfengis-
kaup hinna þeim mun meiri. Og víst er
um J)að, að fjöldi ungra maniiá, sem
stunda sjó, til dæmis á togurum, og koma
að Iandi með frá þriggja upp í ellefu þús-
und króna inneign hjá útgerðarfélaginu,
drekka upp Iivern evri af þessari upphæð,
meðan skipið stanzar - eða evða henni í
því óhófi og reiðulevsi, sem drykkjuskapn-
um fylgir. Munu slíkir menn eyða á þenn-
an bátt fjörtíu lil fimmtíu þúsundum á
ári, þúsundum, senx þeir hafa erfiðað fyrir
minnst lólf tíma á sólarhríng — stundum
í fullan mánuð samfleytt! En þó að þess-
ir menn skipti mörgum tugum, þá eru þeir
þó miklu fleiri, sem fai'a hægar í sakirnar,