Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 19
SKINFAXI 115 að hætta að slá í brjóstinu. Hiti og kuldi gekk í bylgjum í líkamanum. Hnjáliðirnir bognuðu, en hann stóð þó og starði opn- um, skelfdum augum. Iskaldur gustur straukst fram hjá hon- um, og þétt slæða lagðist snöggvast fyrir vit lionum. Hann ætlaði að hlaupa. En nú gat hann ekki hreyft sig. Ung stúlka reið fram hjá. Ægilegur eldur brann henni undir brún- um. Blikaði í tunglsljósinu á snjóhvítar tennur og náhvítar, flissandi varir. Lausir liárlokkar flögruðu um tunglbleikar kinnar. Hún reið bleiku trippi, sem virtist jafn- vitstola og hún. Og hún rykkti í taum- ana og barðist um á hæl og hnakka. Hest- urinn prjónaði upp í loftið, eða hann þaut út á hliðarnar. Og stúlkan liló æðislega og hrópaði voðalegri röddu: „Nú skal ég — nú skal ég drepa mig — nú skal ég . . .“ Og ótemjan stökk beint áfram og fór sem hvirfilvindur fram á börðin í stefnu á jarðfallið, tók heljarstökk . . . Stúlkan datt af baki á fluginu vfir. Drengurinn veinaði liátt af skelfingu og hryllingi. En samstundis heyrði hann aft- ur til hennar fyrir aftan sig. Og fram lijá honum fór hún enn með sama hætti og áður. Og helkaldi hláturinn og æðistryllta öskrið: Nú skal ég — nú skal ég . . . hljómaði aftur í eyrum hans. Og allt fór á sömu leið. Sýnin endurtók sig livað eftir annað í sífellu. Drengurinn signdi sig máttvana liendi. Hann gat varla hreyft sig. En hann varð að komast fram hjá jarðfallinu. Honum varð óvart að líta ofan í það. Hún lá þar hálsbrotin. En hann sá líka, að hún tókst á loft og byrjaði á nýjan leik. Tunglið óð í skýjum. Amma gamla sat inni á rúmi með prjóna sína. Skyndilega heyrði liún ótt fótatak frammi í hænum. Og baðstofuhurðinni var skellt upp með harki. Drengurinn hentist inn að rúmi ömmu sinnar. Hann var með andköfum og náfölur. „Amma! á ég að segja þér nokkuð. Nú sá ég vofuna á dalnum.“ „Uss, hvað ertu að segja, drengur?“ „Hana Láru, sem drap sig, þegar þú varst ung og þú hefur oft talað um.“ „Já, já, er hún þá ennþá á ferðinni. Það er nú orðið sjaldgæft að hún sjáist. Og það smádregur af henni, liróinu, eins og af mér. Við vorum jafngamlar og erum nú bráðum sjötugar. Hún mun liafa átt að lifa jafnlengi og ég, liefði hún ekki sjálf skapað sér aldur. Og jafnlengi verður hún að þessum ósköpum þarna frammi á dalnum: Alltaf að drepa sig, alltaf að drepa sig. Tu! Guð blessi allt Iivað hér er,“ tautaði Guðlaug gamla, liristi höfuðið og skellti í góm. Tunglið óð í skýjum. íslenzk Ijóð Ein af félagsbókum bókaútgáfu Menningar- sjóðs er í ár Islenzk ljóð. Er það úrval úr nýjum ljóðabókum, sem út komu á íslenzku á áratugnum 1944—53. 1 bókinni eru kvæði eftir 43 skáld. Elztur skáldanna er Þórir Bergsson, fæddur 1885, en yngstur Sigfús Daðason, fædd- ur 1928. Ljóðin völdu Gils Guðmundsson, Guð- mundur Gíslason Hagalín og Þórarinn Guöna- son. Þessi bók ætti að geta orðið ungmennafé- lögum handhæg til kynningar á ljóðagerð ls- lendinga á þessum áratug.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.