Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 20
116 SKINFAXl AF VETTVAN□ I STARFSINS Frá Skúla Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra UMFl. Hinn 17. júní flaug ég til Egilsstaða í heimsókn til ungmennafélaga á Austur- landi. Eg liélt fund með formönnum ung- mennafélaga á Héraði í barnaskólanum i Egilsstaðarþorpi. Fulltrúar frá fjórum fé- lögum af tíu mættu ekki. Siðan heimsótti ég fjarðafélögin á svæðinu frá Norðfirði til Djúpavogs og Álftafjarðar. Eg hélt fundi með stjórnarmönnum flestra félag- anna, en ræddi við formenn Iiinna. Að- eins tvö félög í Ú.Í.A. gat ég elcki heimsótt, Umf. Borgarfjarðar og Umf. Einherja, Vopnafirði. Á fundunum var rætt um málefni ung- mennafélaganna, samstarfið milli UMFl og hinna einstöku félaga, einnig um U.I.A. og samhand þess við félögin. Ýtarlega voru rædd störf og aðstæður félaganna heima fyrir. Forystumenn U.I.A. eru ekki ánægð- ir með störf og áhuga sambandsfélaganna og telja, að félagsstarf sé nú mun minna en var um skeið, þegar starfsemi U.I.A. var með mestum blóma. Valda því ýmsar aðstæður, sem ekki verða raktar Iiér, en drepið á síðar. Ég varð þó greinilega var við sóknarhug Iijá félagsstjórnunum, og grunur minn er sá, að ungmenna- og í- þróttafélög á Austurlandi hefji nýja sókn. Forystumenn félaganna töldu æskilegt að treysta samhandið milli UMFl og hinna einstöku félaga. Til Hornafjarðar kom ég föstudaginn 1. ágúst. Eg hélt fund í Iiöfn með stjórn MIÐSTJDRN U M F í „Ulfljóts“ og formönnum fjögurra sam- bandsfélaga af fimm, sem eru í samband- inu. Fundarmenn voru rnjög áhugasamir. Var álcveðið að lcoma á keppni í starfs- íþróttum í sumar á vegum „Ulfljóts“, ef umsjónarmaður starfsíþrótta gæti kom- ið austur og veitt aðstoð. Starfsemi sam- bandsfélaga „Ulfljóts“ má teljast góð eftir ástæðum. Það, sem mestum erfiðleikum veldur um öflugri starfsemi ungmennafélaganna á því svæði, sem ég fór yfir, er vöntun á forystumönnum og atvinnubættir unga fólksins, en það stundar margt atvinnu mikinn liluta ársins fjærri heimili sínu, og sumt er í skólum utan liéraðsins alla vetrarmánuðina. Þess vil ég þó láta getið, að ungmennafélögin á Austurlandi vinna enn sem fyrr mjög merkilegt starf. Þau eiga mikinn þátt í menningarlífi eystra. Þau leggja fram slarf og fé til sundlauga, íþróttavalla og félagsheimila og leitast við að hæta samkomumenningu. Iþrótta- starf er að vísu minna en þegar það var hezt, en þó tel ég enga ástæðu til svartsýni í því efni. Starf hinna einstöku félaga er

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.