Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 11
SKINFAXI 107 hef og hef lengi haft á þessu málefni, al- veg eins og ég svara bréfum og fyrir- spurnum á reilcning sama aðila.“ „Dr hvað efni hafið þið unnið?“ „Fram að þessu eingöngu úr tágum, hasti og filti. Til dæmis hafa verið búnar til úr tágum og basti körfur, skálar, lampa- fætur og lampaskermar, og úr filti alls konar dýr og brúður. En nú ætlum við að fara að vinna úr beini og horni, og úr því efni má margt vinna, svo sem spæni, pappírshnífa, nælur og fjölmarga skraut- muni. En þar sem er fyrir hendi gott liús- rými, eins og í félagsheimilunum, má auð- vitað vinna úr ýmsu fleira efni, svo sem járni og tré. Og eins og þú skilur, þá eru munirnir, sem til eru búnir, ekki neitt aðalatriði. Það er ekki lítils virði, að ungt fólk komi saman til einhvers annars en þess að herma eftir nýjustu tízku í mis- jafnlega til lcomnu og ekki alltaf heppi- legu skemmtanalífi, ræði í ró og næði áhugamál sín, læri handtök og komizt að raun um, að það býr yfir handlagni, þroskist að hugkvæmni og smekkvísi og sjái, livað má gera úr litlu og ódýru efni sér til gagns og gamans. Já, liugsaðu þér, hvað má gera í sambandi við tómstunda- iðju til að opna augu unglinganna fyrir nýtni og góðum smekk í híbýlaprýði.“ „Þú ert þegar búinn að nefna félags- lieimilin tvisvar.“ „Já, og ég nefni þau aldrei of oft. Mér eru svo hugstæð húsnæðisvandræðin hér í þessari stóru borg til slíkra starfa sem þessara. Nú eru félagsheimilin ekki notuð víðast hvar nema að litlu leyti og oft til mannfunda, sem ekki eru beinlínis til upp- eldis- eða menningarbóta. En sannarlega eru þau ekki of stór fyrir þá starfsemi, sem þar þyrfti að komst upp. Hugsaðu þér tómstundaiðju unga fólksins, bast- og tágavinnu, bein- og hornsmíði, trésmiði, ljósmyndagerð og ljósmyndatækni. Svo eru það íþróttahópar, starfsíþróttaflokkar, leshringar, framsagnahópar, leikæfingar, taflflokkar, umræðufundir um ákveðin viðfangsefni, dansskemmtanir, þar sem aðeins fólk úr sveitinni er saman komið og ölvun útilokuð, samkomur, þar sem fróðleikur og skemmtun skiptast á — og loks fundir um málefni dagsins i sveit- inni, liéraðinu og landinu. Eg er viss um, að þegar fram í sækir, þykir hvorki nauð- syn bera til né lieldur viðurkvæmilegt, að félagslieimilin séu notuð til skemmtana, þar sem alls konar lýður safnast saman og unga fólkið kemst stundum í tæri við vandræðamenn víðs vegar að, stundum margra héraða og bæja.“ „Gætir þú ekki hugsað þér að verja einhverjum tíma ársins í leiðbeiningu um tómstundaiðju hér og þar um landið?“ „Jú, — ég gæti einskis frekar óskað mér en að eiga kost á að sinna slíkum störfum, sýnikennslu og leiðbeiningu, o. s. frv.“ Hér skal nú staðar numið, þó að margt mætti um þessi mál segja og skrifa, en þetta mundi nóg til að fólkið í ungmenna- félögunum sjái, hvaða möguleikar hlasa við á þessum vettvangi til gamans og gagns. Ritstjóri Skinfaxa vildi gjarnan eiga von á bréfum og greinum um þetta málefni frá félögum og forystumönnum hér og þar í byggðum landsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.