Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 9
SKINFAXI 105 °9-____________ TÓMSTIJIVDIRNAB Viðtal við séra Braga Friðriksson, fram- kvæmdastjóra Æskulýðsráðs, og Jón Pálsson, kennara og starfsmann við tómstundaheimilið í Reykfavík. 1 nokkur ár hefur nú starfað í Reykja- vík æskulýðsráð, sem stofnað var til haust- ið 1955 með því að borgarstjórinn í Reykjavík skipaði sjö manna nefnd „til þess að beita sér fyrir umbótum i félags- og skemmtanalífi æskufólks í hænum, m. a. með því að stofna til hollra og rnennt- andi skemmtana og athuga leiðir til þess að koma á tómstundaiðju.“ Ráðið réð sér á árinu 1956 framkvæmda- stjóra. Yarð fyrir valinu séra Rragi Frið- riksson. Þá var og ráðinu leigð skrifstofa, og er hún nú á Lindargötu 50. Þar hef- ur og verið komið upp tómstundaheimili. Ráðið og framkvæmdastjóri þess hafa komið á samvinnu við fjölmarga aðila í hænum, sem að einhverju leyti fjalla um æskulýðsmál, og hefur starfsemi á vegum þess, heint og óbeint, farið hrað- vaxandi. Ritstjóri Skinfaxa hitti að máli séra Braga Friðriksson og spurði liann um starfsemina, minntist meðal annars á lií- býla- og tómstundasýninguna, sem stofn- að var til nýlega í Listamannaskálanum og vakti geipimikla atþygli bæjarhúa. Séra Bragi kvað hana liafa tekizt mjög vel. Hún hefði gert hvort tveggja, að auka skilning unga fólksins á því, hve margt mætti gera af litlum efnum og með litl- um tækjum til þess að prýða umhverfi sitt og vistarverur og skýra fyrir öllum þorra manna, að tómstundastarf þyrfti ekki að vera lítilsvert dútl. Séra Bragi var frekar fáorður, en hann afhenti ritstjóra Skinfaxa fjölritaða skýrslu um starf æskulýðsráðs, og sýnir sú skýrsla, að liann og ráðið hafa liaft samstarf við skóla, þjóðkirkjuna, æsku- l>rðs- og íþróttafélög og raunar mörg fleiri samtök, svo sem Félag áhugaljósmynd- ara og Taflfélag Reykjavíkur. „Allir, sem til hefur verið leitað, liafa viljað veita aðstoð sína,“ mælti séra Bragi, „en þó að talsvert hafi unnizt, er þetta samt enn á hyrjunarstigi og í mótun og því ekki rétt að hafa um það stór orð.“ „En unga fólkið, — finnst þér það ekki fúst til að ldíta leiðsögn og fræðslu.“ „Jú, við liöfum þegar haft beinlínis á okkar vegum að meira eða minna leyti til náms eða einhvers konar leiðsagnar, tvö þúsund börn og unglinga, og áhugi þeirra hefur verið ánægjulegur. En eins og ég er búinn að segja, er þetta allt til- tölulega lítið mótað, enn sem komið er, og nær til miklu færri en æslcilegt væri.“ Það er auðsætt á séra Braga, að þetta

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.