Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 16
112
SKINFAXI
Ungmennafélagið Tindastóll
á Sauðárkróki er eitt í liópi hinna merk-
ustu og framtakssömustu félaga innan
samtakanna. Það átti hálfrar aldar afmæli
haustið 1957, og hélt það þetta merkis-
afmæli liátíðlegt 7. april s.l. Einn af ötul-
ustu forvígismönnum þess, Guðjón Ingi-
mundarson kennari, hefur sent Skinfaxa
ýtarlega frásögn um starfsemi félagsins,
Frá opnun
sundlaugar-
innar á
Sauðár-
króki.
og mun grein um hana birtast í næsta
hefti, ásamt útdrætti úr ræðu, sem Guð-
jón flutti, og umsögnum nokkurra stofn-
enda um starf félagsins og það gagn, sem
þeir telja sig hafa liaft af þátttöku í þvi.
Þá sendi og Guðjón nokkrar myndir. Ein
þeirra er nú á forsiðu Skinfaxa, og hér
getur að líta aðra. Kann ritstjóri Guðjóni
heztu þakkir fyrir framtak lians og liugul-
semi i garð Skinfaxa.
góðum og jafnvel betri árangri en á hér-
aðsmótinu.
Að lokum vil ég enn benda á, hve nauð-
synlegt er, að hvert félag hafi sinn æf-
ingastjóra. Umferðakennararnir lirósa
störfum æfingastjóranna, en taka fram,
að því miður vilji það nokkuð brenna
við, að félögin bafi engan slíkan mann,
og verði þá alls ekki eins mikið gagn að
kennslunni.
Þorsteinn Einarsson.
EINAR M. JÓNSSON:
Til U.M.F.S.
á 50 ára afmæli þess
Ég sé í anda æskustundir þær,
sem átti ég í hópnum mínum kœra.
Um þessa minning andar blíður blœr.
Margt blóm mér kœrt í skjóli hennar grœr.
En seltu hafs og sjávarnið mér ber hún.
Með sólríkt vor um lendur hugans fer hún.
Þar ungra kraft og röskleik reyndi á
í rœðusnilld og íþrótt, söng og leikjum.
í brjóstum okkar vorsins vaxtar þrá
og vökudraumsins líf sig bœrði þá.
Er félagsmenn á leikvang afrek unnu,
þá okkar hjörtu af gleði og metnað brunnu.
Ég man er austur á Flatir farið var.
í fylkingu á sumarkvöldi blíðu.
í fararbroddi fánann einhver bar.
Hve fljótt mér virtist tíminn líða þar
við íþrótt, leik og söng unz sól var hnigin.
Og svo var dans und fiðlutónum stiginn.
En þar greip hugann ást til ættarlands
við úthafsströnd með sýn til fjallahringsins.
Og augun drukku djúpan bláma hans.
Úr dróma huga ungrar konu og manns
hann leysti og knýtti’ ann framtíðfósturjarðar,
með fremd og auðlegð hafs og gróðursvarðar.
Og nú á þessum degi ósk ég á,
að íslands heill sé bundin félagsstörfum,
að sléttan, sjórinn, fjöllin frjáls og há
og fögur dragi til sín ykkar þrá,
og megi félagsandinn lialdast ungur,
þótt áfram líði straumur tímans þungur.