Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 17
SKINFAXI 113 Vcjfah í 4&lhuim i n 1111111111111111111111111111111 ii 111111 i 11111 BMÁBAGA EFTIR BIGURJDN JDNBBDN Hásumar var þá. Hlýr fjallaþeyrinn leið sunnan dalinn. Morgunsólin flaut í munar- roða yfir austurfjöllum. Það var sunnudagur. Magnús og Lára sögðust ætla að ríða til kirkju. En þegar þau voru komin i livarf, tókust þau i hendur og riðu fram á Dal. Þau licldu, að engir vissu, að þau voru trúlofuð. Og þau fundu vlríka ástina renna um sam- tengdar hendur frá hjarta til Iijarta. Þau horfðust í augu og brostu. Loftkastalarnir svifu fvrir sjónum þeirra, og þau sann- fæi’ðu hvort annað um það, liversu indælt væri í þeim höllum að búa. Kveldsólin rauð gulli um vesturfjöllin, þegar Magnús og Lára riðu heimleiðis. Þau slitu höndum i hvarfi vestan við bæ- inn. Þau héldu, að engir vissu, að þau væru trúlofuð. Og liaustið kom. Og blómin féllu ótt og títt um bliknaðar engjar og haga. Og veturinn leið, ýmist syngjandi lik- söngslag 3Tfir Iielfrosnum blómum eða ofsakátur með hlákurosa. Lára gekk ýmist grátandi um bæinn eða hljóp og söng með ofsakæti. Og vet- urinn leið. Og vorið kom að leysa blómin úr vetr- arlæðing. En Lára gekk föl og þögul um bæinn. Þegar hún hélt, að enginn sæi hana, dró hún uppsagnarbréfið úr barmi sinum og grét — og las — og grét. Þegar fénu var sleppt, og það skyldi rekið á dalinn, vildi Lára fá að reka með öðrum eins og oft áður, og var henni leyft það. Komið var kveld, þegar gengið var frá fénu í dalnum. Sást þá yfir sveitina og á sjó út. Og sólin sat lifrauð í fjarðar- mynninu lengst i norðri. Þá sneri fólkið lieimleiðis. Og Lára fór að syngja með ofsakæti og óhljóðum. Skyndilega stökk hún á bak ótemju nokk- urri, sem leidd var með, sveiflaði keyri, sló í trippið og söng til fólksins: „Nú skal ég — nú skal ég — nú skal ég drepa mig, nú skal ég drepa mig!“ Fólkið hljóp og reið á eftir henni. En nú festi enginn hendur i liári hennar. Hún barðist um á hæl og hnakka og söng í sífellu: Nú skal ég . . . Hún veifaði til æpandi mannanna, sem eltu hana, og hló, svo að skein í hvítar tennurnar og rauðu sólgeislarnir hlikuðu á náhvítum, flissandi vörum. En ótemj- an stökk og hoppaði út i vegleysuna, ó- fram og út á hliðarnar, jós og prjónaði út í loftið. Hún tólc heljarstökk og stökk vfir jarðfallið. Þar féll Lára af baki. Og þar náði fólkið henni. Hún var hálsbrotin. Og sólin sat lifrauð á liafinu lengst í norðri. Og tíminn þaut áfram. Ár og dagar liðu, fimm tugir ára. Tunglið óð í skýjum. Ýmist dökkir skuggar eða bleikt mánaskinið flögruðu yfir „Dalinn“.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.