Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 6
102 SKINFAXI maður er í meiri og minni vafa gagn- vart liálfóræðri framtíð. Það er haldið að lionum ýmsum skoðunum á fjölmörgum úrlausnarefnum, og hann veit ekki, liverju helzt er að trúa. Innra með honum gætir órór, og jafnvel þótt hann vinni hörðum höndum, býr hann yfir orku, sem þarf að fá útrás í tómstundunum. lóróin og orlcan þurfa að verða honum og eiga að öllu eðli- legu að verða honum livöt og aflgjafi til að beina huga sínum að viðfangsefnum ekki aðeins líðandi stundar, lieldur líka framtíðarinnar. Hann þarf að stilla óróna og nota orkuna við umhugsun um vanda- málin, við leit að þekkingu og í samneyti og samstarfi við jafningja og jafnaldra að sameiginlegum úrlausnar- og viðfangs- efnum, svo að hann öðlist innri vissu og þar með getu til að taka sjálfstæða af- stöðu og einnig æfingu um lausn mála og finni sig hæfan til meiri eða minni forystu um þau. Á þennan hátt öðlast hann eðlilegt sjálfstraust, verður ábyrgur Imrgari, en ekki flak, sem flýtur fyrir straumi tízkunnar, eða þræll, sem aðrir teyma og jafnvel tjóðra. En stilli ungi maðurinn óró sína að jafnaði í áfengis- nautn og eyði í hana þeirri orku, sem hann á afgangs daglegum skyldustörfum, fer hann á mis við heilabrotin um vanda- mál tilverunnar, hina þroskandi þekking- arleit og hið þjálfandi samstarf — og svo verða það þá í rauninni aðrir en hann sjálfur, sem ákveða viðhorf hans, móta starf hans og stefnu, og ýmist verður liann þá ævilangt bundinn á bás einhverra klíku- eða flokksskoðana eða honum verð- ur í sífellu hrint á milli striðandi áróð- urshópa. Þetta mundi ekki síður mikil- vægt til athugunar en jafnvel hin óhóf- lega fjáreyðsla — og þarna mundi hæg- urinn á að lita til hagsmunasjónarmiðs einokunarkaupmannanna dönsku! En auk alls þess, sem nú hefur verið á minnzt, eru ærið margar skuggahliðar á þvi ástandi, sem nú ríkir meðal þj óðar- innar i áfengimsálunum. Hundruð manna hér á landi eru svo ofurseldir áfengis- nautn, að þeir vinna aldrei handtak, að öll hugsun þeirra snj'st um það, dag út og dag inn, allt árið, að afla sér ókeypis áfengis með einhverjum ráðum. Segjum, að þarna sé aðeins um að ræða tvö hundr- uð manns á öllu landinu, karla og konur. Manngildi þeirra og framlag til menn- ingar. og atliafnalífs þjóðarinnar er yfir- leitt glatað um alla framtíð, þeirra sextíu þúsund vinnudagar á ári hverju, og brátt verða þeir þannig farnir, að þjóðin verð- ur að sjá fyrir þeim i sjúkrahúsum. En svo eru mörg hundruð karla og kvenna, sem vanrækja meira og minna störf sín og heimili vegna áfengisnautnar — og eru á hraðri leið með að eyðileggja lieilsu sína og stytta aldur sinn og verða hand- bendi þeirra, sem eru ábyrgir menn og starfandi i hinu íslenzka þjóðfélagi. Og á vegum þessa fólks er fjöldi barna, sem líða við áfengisnautn foreldranna, skortir eðlilega ástúð og umhyggju, aga og liand- leiðslu og bera ævilangt merki misferl- anna í lífi föður og móður. Þið sjáið i blöðunum getið einstakra barna og ung- linga og stundum heilla liópa, sem leggja fyrir sig gripdeildir og jafnvel innbrot. Stundum leiðast börn frá góðum heimil- um út á slíka glapstigu, en langoftast eru hinir ungu afbrotamenn börn foreldra, sem vanrækja þau vegna áfengisnautnar eða skortir af þeim sökum vald og virð-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.