Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.11.1958, Blaðsíða 23
SKINFAXl 119 Æc'ktneHHtir cq ^éiatfÁtnál Framsögn. 3. Jónas Hallgrímsson var ekki aðeins snillingur sem Ijóðskáld. Hann skrifaði ekki mikið af skáldskap i óbundnu máli, en eigi að síður er það nijög merkilegt, sem eftir liann liggur á þeim vettvangi. Með Grasaferðinni gerðist liann fyrirrenn- ari Jóns Thoroddsens um sagnagerð úr íslenzku sveitalífi, og Gamanbréf hans um ferð drottningarinnar á Englandi til konungsins á Frakklandi varð Benedikt Gröndal heillaríkt fordæmi, þá er hann ritaði Heljarslóðarorrustu og Þórðar sögu Geirmundarsonar. Nefna má og háðpist- ilinn, sem alltaf verður í gildi, Að tvggja upp á dönsku, og loks ævintýrin í stíl H. C. Andersens, Leggur og skel og Fifill og hunangsfluga. Allt þetta er prýðilegt framsagnarefni. Með Grasaferðinni er rétt að láta fylgja pistil um þann lið íslenzkra sveitastarfa, gagnsemi lians og liina fnrðnglöggn at- hugun þjóðarinnar á reynslu kynslóðanna um næringargildi og lækningamátt ýmiss jarðargróða, og má þar nefna t. d. skarfa- kál, vallhumal, blóðberg, livannarætur og horblöðku. Með Gamanbréfinu er vel til fallið að lesa valda kafla úr Heljarslóðar- orrustu, svo sem um heimanbúnað Napóle- ons, um Djúnka og kvennavíkinginn Hjör- leif. Eins og mönnum er kunnugt, gerir Gröndal nokkra grein fyrir því i ævisögu sinni, hvar og hvernig Heljarslóðarorrusta er til orðin, og væri rétt, að sá, sem læsi, kynnti sér það og segði frá þvi. Ennfrem- ur er vel við eigandi að gera grein fyrir Naiióleon III., Metternicli fursta, Franz Jósef Austurríkiskeisara og þeirri stað- reynd, að tilefni sögu Gröndals var orrust- an við Solferino á Italíu árið 1859, þar sem Napóleon keisari sigraði sameinaða heri Austurríkiskeisara og Sardiníumanna, undir stjórn Franz Jósefs keisara. Þá er komið að sögum Jóns Thorodd- sens, Pilti og stúlku og Manni og konu. Þar er úr miklu að velja. í þeim sögum fer saman fjörug og ldmin frásögn, sér- stæðar persónur og skemmtilegar, lýsing- ar á fornum háttum, siðum og hugsunar- hætti og afbrigðagóð samtöl. Dr Pilti og stúlku má benda á kaflann um hjásetuna, þá kafla, sem segja frá þeim Búrfells- fóstrum, Bárði og Guðmundi, lýsinguna á lífi skólapilta og frásagnirnar úr Reykja- vík þeirrar tiðar — með stælingu á hinu liálfdanska málfari. Úr Manni og konu er kaflinn frá kvöldvökunni í Hlíð sjálfsagð- ur og kaflarnir um öll viðslcipti Bjarna á Leiti við feðgana, Grím meðhjálpara og Egil. Þá er og tilvalið að lesa þær frásagn- ir, þar sem Iljálmar tuddi stígur ljóslif- andi fram á sviðið, barmandi sér yfir tó- baksleysi við séra Sigvalda og flytjandi lionum þær fregnir, sem þennan merkis- klerk fýsir að lieyra. Af sögum Gests Pálssonar eru Iiæfileg- astar til framsagnar sem lieild Uppreist- in á Brekku og Grímur kaupmaður deyr. Annars skal hér aðeins bent á tvo sögu-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.